Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2002, Síða 15

Læknablaðið - 15.02.2002, Síða 15
FRÆÐIGREINAR / BEINÞYNNING hvort viðkomandi hafi fengið samfallsbrot í hrygg með DEXA eða annarri myndgreiningu. I. Almenn ráð: • nota minnsta mögulegan skammt sykurstera og i sem skemmstan tíma • staðbundnar steragjafir, til dæmis í liði, geta kom- ið í stað langtíma töflumeðferðar • tryggja daglega inntöku D-vítamíns; 600-800 a.e. (tvær fjölvítamíntöflur, eina barnaskeið þorska- lýsis eða eina teskeið ufsalýsis). Gæta þarf þó varkárni í neyslu lýsis vegna hættu á ofskömmtun á A-vítamíni. • tryggja daglega kalkinntöku (1000-1500 mg), til dæmis með neyslu mjólkurafurða eða með kalk- töflum • stunda reglulega líkamsþjálfun • gera ráðstafanir til þess að fyrirbyggja byltur, utan dyra sem innan • rétt líkamsbeiting, forðast til dæmis að lyfta þung- um hlutum • forðast reykingar og neyta áfengis aðeins í hófi • konur íhugi eða haldi áfram hormónauppbótar- meðferð eftir tíðahvörf Rannsóknir hafa einungis sýnt jákvæð áhrif D- vítamíns og kalks, ef hvort tveggja er notað samtímis og þá fyrst og fremst hjá þeim einstaklingum sem hafa þegar verið á sykursterameðferð um nokkurn tíma. Hins vegar kemur D-vítamín og kalk ekki í veg fyrir beintapið í upphafi sykursterameðferðarinnar og óljóst er hvort þessi ódýra forvörn kemur í veg fyrir samfallsbrot hjá þeim er nota sykurstera til lengri tíma (19). Þá hafa afleiður af D-vítamíni, það er alfa-kalsídíól (la(OH)2-D3) og kalsítríól (1,25- (OH)2-D3) í skömmtunum 1 |xg/dag og 0,5-1,0 (xg/dag, hindrað beintap samfara sykursterameðferð. Ef hin virku form D-vítamíns eru notuð er nauðsynlegt að fylgjast vel með blóðgildum kalsíums með tilliti til hækkunar (20). II. Sértœk lyfjameðferð: Allir sjúklingar sem þurfa langtíma sykursterameð- ferð (7,5 mg eða meira af prednisólón á dag) eiga að njóta fullrar beinverndar, samanber almenn ráð hér að framan. Þeir einstaklingar sem eru í þörf fyrir háskammtameðferð til lengri tíma (> 15 mg predni- sólón á dag) eru í mestri hættu og þurfa sértæka lyfjameðferð í upphafi sykursterameðferðar. Bisfosfónöt Bisfosfónöt eru best rannsökuð lyfja í meðferð sykursteraorsakaðrar beinþynningar. Þessi lyf hafa mest áhrif á beinhag ef þau eru gefin í upphafi sykur- sterameðferðar. íhuga ætti bisfosfónatgjöf hjá öllum sem hefja sykursterameðferð þar sem ætla má að skammtar verði hærri en 7,5 mg prednisólóns og að meðferðin taki að minnsta kosti þrjá mánuði. Ef bisfosfónöt eru notuð hjá konum á barneignaraldri er nauðsynlegt að tryggja örugga getnaðarvörn. Fjöl- margar rannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi bisfos- fónatlyfja, svo sem alendrónat, etidrónat og ríse- drónat, sem forvörn og meðferð gegn staðfestri bein- þynningu (21-23). Rannsóknir hafa einnig sýnt að hægt er að gefa bisfosfónatið pamidrónat í innrennsl- isformi með sambærilegum árangri, en lyfið er ekki skráð hér á landi með þessa ábendingu í huga (24). I kerfisbundnu yfirliti á vegum Cochrane samtak- anna (25) eru teknar fyrir 13 rannsóknir sem könn- uðu áhrif bisfosfónata í forvörn og meðferð sykur- steraorsakaðrar beinþynningar. í 12 af 13 rannsókn- um fannst marktæk aukning á beinþéttni í hrygg (bisfosfónat í samanburði við lyfleysu) og í fjórum af átta á beinþéttni í mjöðm. Vegin meðaltalsaukning á beinþéttni eftir 12 mánuði var 4,3% (95% öryggis- mörk 2,7 til 5,9) í hrygg og 2,1% (95% öryggismörk 0,01 til 4,3) í lærleggshálsi. Aðeins fjórar rannsóknir mátu nýgengi samfallsbrota í hrygg og í þremur kom fram marktæk lækkun hjá þeim sem tóku bisfos- fónöt. Rétt er að benda á að þessi meðferðarárangur er óháður kyni, aldri eða hvort konur voru komnar yfir tíðahvörf. I nýlegri rannsókn þar sem sjúklingar á langtíma sykursterameðferð voru meðhöndlaðir með ríse- drónat lækkaði marktækt bein tíðni samfallsbrota í hrygg úr 16,2% í 5,4-6,2% þegar annars vegar eru bornir saman þeir sem fengu lyfleysu og þeir sem fengu 2,5 mg eða 5 ntg rísedrónat hins vegar. Þrátt fyrir að rannsókn þessi hafi ýmsar takmarkanir má áætla þann fjölda sem þarf að meðhöndla í eitt ár (NNT) til að koma í veg fyrir eitt samfallsbrot greint með myndgreiningu. NNT var 10 (95% öryggisbil 6 til 42) fyrir rísedrónat 2,5 mg, en 9 fyrir 5 mg (95% öryggisbil 5 til 36). Notkun hormónauppbótarmeð- ferðar var útilokunaratriði í þessari rannsókn þannig að niðurstöður ná aðeins til karla og kvenna eftir tíðahvörf sem ekki fá hormónameðferð (26). Önnur tveggja ára rannsókn þar sem alendrónat var notað sýndi einnig marktæka fækkun samfalls- brota í hrygg (nýgengi 0,7% í meðferðarhópnum, en 6,8% í samanburðarhópnum), en brotin voru fá eða fjögur brot í lyfleysuhóp og eitt í meðferðarhóp. Þannig þarf ekki að fækka brotum nema um eitt til að ekki sé um tölfræðilega marktækar niðurstöður að ræða. Þrátt fyrir þetta má reikna með að ekki þurfi að meðhöndla nema 16 sjúklinga í tvö ár til að forða einum frá samfallsbroti og er það í samræmi við niðurstöður rannsóknarinnar hér að ofan. Enginn sjúklinganna sem meðhöndlaður var með alendrónat fékk nýtt samfallsbrot seinna meðferðarárið, en grunntíðni samfallsbrota var óvenju lág (27). Af báðum þessum rannsóknum má draga þær ályktanir að beinþéttni eykst við bisfosfónatmeðferð og að þrátt fyrir aðferðafræðilega takmarkanir er Læknablaðið 2002/88 103
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.