Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 30
FRÆÐIGREINAR / ÁHRIF LÝSIS / ÍKOMUSTAÐUR SÝKINGAR Survival after infection with Klebsiella pneumoniae. Fig. 1. The effect of fish- oil on survival after experimental pneumonia with Klebsiella pneumoniae. The mice werefed experimental diet for six weeks containing fish-oil (10% w/w) or corn-oil (10% w/w) in two separate experiments (n=60 in each experiment). ónæmisbælandi og dragi því úr yfirþyrmandi ónæmis- svari og komi þannig í veg fyrir lost og dauða. Rann- sóknir in vitro hafa einnig sýnt fram á breytta fram- leiðslu boðefna og breytt ónæmissvar eftir neyslu lýsisríks fæðis (14-18). Ef verndandi áhrif lýsis í sýkingum tengjast al- mennt ónæmissvari líkamans ættu þau að koma fram óháð íkomustað sýkingarinnar. í tilraunum okkar nú var því kannað hvort lýsið hefði verndandi áhrif á tilraunadýr sem sýkt voru í lungu eins og það gerði í fyrri tilraunum rannsóknarhópsins þegar dýrin voru sýkt í vöðva. Aöferðir Sextíu NMRI mýs voru aldar á Tilraunastöð Háskól- ans í meinafræði að Keldum. Mýsnar voru fóðraðar á hefðbundinn hátt á nagdýrafóðri frá Special Diets Services (Witham, Essex, England) og höfðu frjálsan aðgang að vatni og fæðu. Annar helmingur músanna, 30 mýs, fengu fæði bætt með lýsi (Lýsi ehf, Granda- vegi, Reykjavík, ísland) en hinn helmingurinn, 30 mýs, fengu fæði bætt með kornolíu (Wesson, Hunt og Wesson inc., Fullerton, USA) í sex vikur. Magn lýsis eða kornolíu í fæðinu nam 10% af þyngd fæðunnar. Að sex vikum liðnum voru mýsnar sýktar með Klebsiella pneumoniae (ATCC 43816) í lungu. Sýk- ingin var framkvæmd í svæfingu (natrium pento- barbital, 50 mg/kg í kviðarhol). Þegar mýsnar höfðu verið svæfðar voru þær látnar hanga á framtönnum og 3-4 xlOE2 bakteríum af Klebsiella pneumoniae í lausn dreypt í nasir þeirra eins og lýst hefur verið áður (19). Að 10 mínútum liðnum var músunum komið fyrir í sitjandi stöðu þar til þær vöknuðu eftir svæfinguna. Fylgst var með lifun músanna. Tilraunin var framkvæmd tvisvar á sama hátt. Kaplan-Meier log rank próf var notað við töl- fræðiútreikninga. Niðurstööur Þyngdaraukning músanna meðan á fóðrun stóð var sú sama í báðum hópum. Við upphaf tilraunar voru mýsnar að meðaltali 28,8 g að þyngd en eftir að hafa verið aldar á fæðublöndunni í sex vikur vógu þær að meðaltali 31,9 g. í báðum tilraununum var lifun músa sem fengið höfðu lýsisríkt fæði marktækt betri samanborið við mýs sem aldar voru á kornolíubættu fæði (p=0,0001 í tilraun 1 og p=0,0013 í tilraun 2) (mynd 1). Umræöa Ýmsar rannsóknir hafa bent til að lýsi hafi áhrif á ónæmissvar líkamans. Niðurstöður fjölda rannsókna sýna að lýsisneysla dregur úr einkennum ýmissa sjálf- næmissjúkdóma (4-8). Einnig hafa margar rannsókn- ir leitt í ljós aukna lifun tilraunadýra sem alin eru á lýsisbættu fæði og sýkt með Klebsiella pneumoniae (1, 2), berklum (20), malaríu (11), Pseudomonas aeruginosa (9) eða eftir innspýtingu endótoxína (10). Einnig virðist lýsi hafa hamlandi áhrif á vöxt Helico- bacter pylori bæði in vitro og in vivo (21,22). Þá hafa rannsóknir in vivo einnig bent til vaxtarhamlandi áhrifa lýsis á veirur (23) þó rannsóknir á veirusýking- um í tilraunadýrum sýni fram á hægari hreinsun veir- anna (24). Enn er þó óljóst hvernig lýsið virkar. Því hefur verið haldið fram að lýsi sé vægt ónæm- isbælandi og dragi þannig úr ónæmissvari dýranna (1, 13, 15). Þessi hugmynd er í samræmi við þær niður- stöður að lýsi dragi úr einkennum sjálfnæmissjúk- dóma (4-8). Einnig kann þessi kenning að falla vel að þeim niðurstöðum sem sýna fram á aukna lifun til- raunadýra sem alin hafa verið á lýsisríku fæði og sýkt í kjölfarið. Með vægri ónæmisbælingu dragi lýsið úr yfirþyrmandi ónæmissvari og minnki þannig hættu á losti og dauða. Nokkrar rannsóknir benda til ákveð- innar ónæmisbælingar af völdum lýsisneyslunnar. Þannig hefur verið sýnt fram á minni fjölda eitil- frumna þó niðurstöður séu ekki allar á einn veg (15). Ýmsar breytingar hafa komið fram á starfsemi mónósýta tilraunadýra in vitro (16) og manna eftir lýsisneyslu (17, 18), þar með talið breyting á sýnd mótefnavaka (25). Bælingin verður þó að sjálfsögðu að vera væg þannig að dýrið ráði að lokum niðurlög- um sýkingarinnar. Lýsi inniheldur mikið af o>-3 fitusýrum samanbor- ið við kornolíu sem er rík af o>-6 fitusýrum (3). Ýmsar rannsóknir benda til þess að áhrif lýsisins megi fyrst og fremst rekja til o>-3 fitusýrunnar og niðurstöður hafa sýnt fram á áhrif co-3 fitusýra á ónæmissvar (26). Flestar rannsóknir á áhrifum lýsis á lifun tilrauna- dýra eftir sýkingu hafa beinst að sýkingum með Klebsiella pneumonieae í vöðva (1, 2). Niðurstöður okkar nú sýna fram á aukna lifun músa sem aldar hafa verið á lýsisbættu fæði og sýktar eru í lungu. Þetta eru sambærilegar niðurstöður og rannsóknar- hópurinn hafði fengið eftir sýkingar í vöðva (1). Ef 118 Læknablaðið 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.