Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2002, Side 30

Læknablaðið - 15.02.2002, Side 30
FRÆÐIGREINAR / ÁHRIF LÝSIS / ÍKOMUSTAÐUR SÝKINGAR Survival after infection with Klebsiella pneumoniae. Fig. 1. The effect of fish- oil on survival after experimental pneumonia with Klebsiella pneumoniae. The mice werefed experimental diet for six weeks containing fish-oil (10% w/w) or corn-oil (10% w/w) in two separate experiments (n=60 in each experiment). ónæmisbælandi og dragi því úr yfirþyrmandi ónæmis- svari og komi þannig í veg fyrir lost og dauða. Rann- sóknir in vitro hafa einnig sýnt fram á breytta fram- leiðslu boðefna og breytt ónæmissvar eftir neyslu lýsisríks fæðis (14-18). Ef verndandi áhrif lýsis í sýkingum tengjast al- mennt ónæmissvari líkamans ættu þau að koma fram óháð íkomustað sýkingarinnar. í tilraunum okkar nú var því kannað hvort lýsið hefði verndandi áhrif á tilraunadýr sem sýkt voru í lungu eins og það gerði í fyrri tilraunum rannsóknarhópsins þegar dýrin voru sýkt í vöðva. Aöferðir Sextíu NMRI mýs voru aldar á Tilraunastöð Háskól- ans í meinafræði að Keldum. Mýsnar voru fóðraðar á hefðbundinn hátt á nagdýrafóðri frá Special Diets Services (Witham, Essex, England) og höfðu frjálsan aðgang að vatni og fæðu. Annar helmingur músanna, 30 mýs, fengu fæði bætt með lýsi (Lýsi ehf, Granda- vegi, Reykjavík, ísland) en hinn helmingurinn, 30 mýs, fengu fæði bætt með kornolíu (Wesson, Hunt og Wesson inc., Fullerton, USA) í sex vikur. Magn lýsis eða kornolíu í fæðinu nam 10% af þyngd fæðunnar. Að sex vikum liðnum voru mýsnar sýktar með Klebsiella pneumoniae (ATCC 43816) í lungu. Sýk- ingin var framkvæmd í svæfingu (natrium pento- barbital, 50 mg/kg í kviðarhol). Þegar mýsnar höfðu verið svæfðar voru þær látnar hanga á framtönnum og 3-4 xlOE2 bakteríum af Klebsiella pneumoniae í lausn dreypt í nasir þeirra eins og lýst hefur verið áður (19). Að 10 mínútum liðnum var músunum komið fyrir í sitjandi stöðu þar til þær vöknuðu eftir svæfinguna. Fylgst var með lifun músanna. Tilraunin var framkvæmd tvisvar á sama hátt. Kaplan-Meier log rank próf var notað við töl- fræðiútreikninga. Niðurstööur Þyngdaraukning músanna meðan á fóðrun stóð var sú sama í báðum hópum. Við upphaf tilraunar voru mýsnar að meðaltali 28,8 g að þyngd en eftir að hafa verið aldar á fæðublöndunni í sex vikur vógu þær að meðaltali 31,9 g. í báðum tilraununum var lifun músa sem fengið höfðu lýsisríkt fæði marktækt betri samanborið við mýs sem aldar voru á kornolíubættu fæði (p=0,0001 í tilraun 1 og p=0,0013 í tilraun 2) (mynd 1). Umræöa Ýmsar rannsóknir hafa bent til að lýsi hafi áhrif á ónæmissvar líkamans. Niðurstöður fjölda rannsókna sýna að lýsisneysla dregur úr einkennum ýmissa sjálf- næmissjúkdóma (4-8). Einnig hafa margar rannsókn- ir leitt í ljós aukna lifun tilraunadýra sem alin eru á lýsisbættu fæði og sýkt með Klebsiella pneumoniae (1, 2), berklum (20), malaríu (11), Pseudomonas aeruginosa (9) eða eftir innspýtingu endótoxína (10). Einnig virðist lýsi hafa hamlandi áhrif á vöxt Helico- bacter pylori bæði in vitro og in vivo (21,22). Þá hafa rannsóknir in vivo einnig bent til vaxtarhamlandi áhrifa lýsis á veirur (23) þó rannsóknir á veirusýking- um í tilraunadýrum sýni fram á hægari hreinsun veir- anna (24). Enn er þó óljóst hvernig lýsið virkar. Því hefur verið haldið fram að lýsi sé vægt ónæm- isbælandi og dragi þannig úr ónæmissvari dýranna (1, 13, 15). Þessi hugmynd er í samræmi við þær niður- stöður að lýsi dragi úr einkennum sjálfnæmissjúk- dóma (4-8). Einnig kann þessi kenning að falla vel að þeim niðurstöðum sem sýna fram á aukna lifun til- raunadýra sem alin hafa verið á lýsisríku fæði og sýkt í kjölfarið. Með vægri ónæmisbælingu dragi lýsið úr yfirþyrmandi ónæmissvari og minnki þannig hættu á losti og dauða. Nokkrar rannsóknir benda til ákveð- innar ónæmisbælingar af völdum lýsisneyslunnar. Þannig hefur verið sýnt fram á minni fjölda eitil- frumna þó niðurstöður séu ekki allar á einn veg (15). Ýmsar breytingar hafa komið fram á starfsemi mónósýta tilraunadýra in vitro (16) og manna eftir lýsisneyslu (17, 18), þar með talið breyting á sýnd mótefnavaka (25). Bælingin verður þó að sjálfsögðu að vera væg þannig að dýrið ráði að lokum niðurlög- um sýkingarinnar. Lýsi inniheldur mikið af o>-3 fitusýrum samanbor- ið við kornolíu sem er rík af o>-6 fitusýrum (3). Ýmsar rannsóknir benda til þess að áhrif lýsisins megi fyrst og fremst rekja til o>-3 fitusýrunnar og niðurstöður hafa sýnt fram á áhrif co-3 fitusýra á ónæmissvar (26). Flestar rannsóknir á áhrifum lýsis á lifun tilrauna- dýra eftir sýkingu hafa beinst að sýkingum með Klebsiella pneumonieae í vöðva (1, 2). Niðurstöður okkar nú sýna fram á aukna lifun músa sem aldar hafa verið á lýsisbættu fæði og sýktar eru í lungu. Þetta eru sambærilegar niðurstöður og rannsóknar- hópurinn hafði fengið eftir sýkingar í vöðva (1). Ef 118 Læknablaðið 2002/88

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.