Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2002, Side 32

Læknablaðið - 15.02.2002, Side 32
FRÆÐIGREINAR / ÁHRIF LYSIS / BAKTERIl'TEGUNDIR Áhrif lýsisríks fæðis á lifun músa eftir sýkingu með Klebsiella pneumoniae eða Streptococcus pneumoniae Valtýr Stefánsson Thors', Auður Þórisdóttir1, Helga Erlendsdóttir, Ingibjörg Harðardóttir', Ingólfur Einarsson3, Sigurður Guðmundsson1, Eggert Gunnarsson5, Ásgeir Haraldsson1'5 'Háskóli íslands, læknadeild, 2Sýklafræðideild Landspítala, 'Barnaspítali Hringsins, Landspítala Hringbraut, 4Landlæknisembættið, sRannsóknarstöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum. Fyrirspurnir: Ásgeir Haraldsson prófessor Barnaspítala Hringsins, Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími: 5601050; netfang: asgeir@landspitali.is Lykilorð: lýsi, omega-3 fitusýrur, tilraunadýr, Klebsiella pneumoniae, Streptococcus pneumoniae. Ágrip MarkniiA: Áhrif lýsisneyslu á lifun eftir sýkingar og á sjálfnæmissjúkdóma hefur verið staðfest af ýmsum rannsóknarhópum. Talið er að áhrifin megi rekja til breytinga á ónæmissvari líkamans. Flestar rannsókn- anna hafa verið gerðar með Gram neikvæðu bakterí- unni Klebsiella pneumoniae. Ónæmissvarið gegn Gram jákvæðum bakteríum er nokkuð frábrugðið svari gegn Gram neikvæðum bakteríum. Þá er Gram jákvæða bakterían Streptococcus pneumoniae mjög algengur sýkingavaldur, einkum í börnum. Tii að kanna hvort verndandi áhrif lýsisneyslu séu mismunandi eftir því hvort sýkt er með Gram já- kvæðum eða Gram neikvæðum bakteríum rannsök- uðum við áhrif lýsisríks fæðis á lifun músa eftir sýk- ingar með Klebsiella pneumoniae eða Streptococcus pneumoniae. Efniviður og aðferðir: 120 NMRI músum var skipt í fjóra hópa og voru aldar á fæði bættu með lýsi (tveir hópar, 30 mýs í hvorum hópi) eða á fæði bættu með kornolíu (tveir hópar, 30 mýs í hvorum hópi). Eftir sex vikur voru mýsnar sýktar með Klebsiella pneum- oniae (lýsishópur og kornolíuhópur) eða með Streptococcus pneumoniae hjúpgerð 3 (lýsishópur og kornolíuhópur). Fylgst var með lifun músanna. Til- raunin var síðan endurtekin á sama hátt. Niðurstöður: Lifun músa sem sýktar voru með Klebsiella pneumoniae var marktækt betri hjá hópun- um sem fengu lýsisríkt fæði samanborið við hópana sem fengu kornolíubætt fæði (p=0,0001 og 0,0013). Ekki var tölfræðilega marktækur munur á lifun músa sem sýktar voru með Streptococcus pneum- oniae hjúpgerð 3 hvort heldur þær fengu lýsisríkt eða kornolíuríkt fæði (p=0,74 og p=0,15). Ályktanir: Niðurstöður okkar benda lil þess að áhrif lýsisríks fæðis tilraunadýra séu greinileg þegar sýkt er með Gram neikvæðu bakteríunni Klebsiella pneumoniae en ekki í sýkingum með Streptococcus pneumoniae hjúpgerð 3. Inngangur Undanfarin ár hafa margir rannsakað áhrif mismun- andi fitusýra á ónæmiskerfi líkamans. Niðurstöður rannsókna benda til þess að lýsi hafi verndandi áhrif gegn mörgum sjúkdómum, þar með talið bólgusjúk- dómum og sjálfnæmissjúkdómum (1-5). Lýsi er auð- ugt af o)-3 fitusýrum (6) og neysla þess eykur magn w- 3 fitusýra í frumuhimnum líkamans. Af því leiðir síðan að aukin framleiðsla verður á bólgumiðlum ENGLISH SUMMARY Thors VS, Þórisdóttir A, Erlendsdóttir H, Harðardóttir I, Einarsson I, Guðmundsson S, Gunnarsson E, Haraldsson Á Effect of dietary fish-oil on survival of experimental animals after infection with Streptococcus pneumoniae or Klebsiella pneumoniae Læknablaðið 2002; 88: 120-4 Objective: Dietary fish-oil has beneficial effect in infections and in autoimmune disorders. This effect is thought to be associated with alterations in the immune system. The Gram negative organism Klebsiella pneumoniae has been used as an infective agent in most studies investigating the effect of dietary fish-oil on infection. The immune response against Gram positive bacteria is somewhat different to the response to Gram negative oeganisms. Moreover, the Gram positive bacteria Streptococcus pneumoniae is a very common pathogen, particularly in children. To investigate whether dietary fish-oil has different effect in infections by Gram positive or Gram negative bacteria, we studied the survival of mice fed with fish-oil or corn-oil supplemented diets and infected in the lungs with either Klebsiella pneumoniae or Streptococcus pneumoniae. Materials and methods: 120 NMRI mice were divided into four groups and fed diets supplemented with fish-oil (two groups, 30 mice in each group) or corn-oil (two groups, 30 mice in each group). After six weeks, the mice were infected with Klebsiella pneumoniae (fish-oil group and corn-oil group) or with Streptococcus pneumoniae serotype 3 (fish-oil group and corn-oil group). The survival was monitored. The experiment was performed twice. Results: The survival of the mice infected with Klebsiella pneumoniae was significantly better in the groups receiving the fish-oil enriched diet as compared to the groups fed the corn-oil enriched diet (p=0.0001 and 0.0013). There was no difference in the survival of mice infected with Streptococcus pneumoniae serotype 3, receiving the fish-oil or corn-oil enriched diets (p=0.74 and p=0.15). Conclusions: These results indicate that dietary fish-oil has beneficial effect on survival of mice after experimental infection with the Gram negative bacteria Klebsiella pneumoniae but not on experimental infections with the Gram positive bacteria Streptococcus pneumoniae serotype 3. Key words: omega-3 fatty acids, experimental animals, Klebsiella pneumoniae. Streptococcus pneumoniae. Correspondence: Ásgeir Haraldsson. E-mail: asgeir@landspitali.is 120 Læknablaoið 2002/88

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.