Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2002, Page 33

Læknablaðið - 15.02.2002, Page 33
FRÆÐIGREINAR / ÁHRIF LÝSIS / ESAKTERÍUTEGUNDIR framleiddum úr co-3 fitusýrum en minni framleiðsla verður á bólgumiðlum framleiddum úr co-6 fitusýr- um, svo sem arakídónsýru. Fyrri niðurstöður okkar og annarra sýna að lýsi hefur verndandi áhrif gegn sýkingum með Gram nei- kvæðu bakteríunni Klebsiella pneumoniae (6-8). f rannsóknum okkar fram til þessa höfum við notað kornolíu eða ólífuolíu til samanburðar við áhrif lýsis- ins (6,7,9). Mismunur lýsis annars vegar og ólífuolíu eða kornolíu hins vegar felst fyrst og fremst í magni omega-3 fitusýra í lýsi en omega-6 eða omega-9 fitu- sýrum í kornolíu eða ólífuolíu (6). í rannsóknum okkar hefur lýsi haft greinileg áhrif umfram bæði ólífuolíu eða kornolíu. Flestar rannsóknir á verndandi áhrifum lýsis í sýk- ingum hafa verið gerðar með bakteríunni Klebsiella pneumoniae þó fleiri sýklar hafi verið reyndir (8,10- 15). Rannsóknir á Gram jákvæðum bakteríum eru þó af skornum skammti (16-18). Pneumókokkar eru algengir sýkingavaldar hjá bömum og fullorðnum. Talið er að ár hvert valdi þeir sýkingum í meira en 150 milljónum manna í heiminum (19,20). Þeir eru ein algengasta bakterían sem veldur heilahimnubólgu, eyrnabólgu og lungnabólgu (20). I ljósi þess að lítið er vitað um áhrif lýsisríks fæðis á sýkingar með Gram jákvæðum bakteríum, auk þess sem pneumókokkar eru afar algengur sjúkdómavald- ur, voru í tilraun þessari rannsökuð áhrif lýsisneyslu tilraunadýra á lifun eftir sýkingar í lungu með Streptococcus pneumoniae hjúpgerð 3 annars vegar og hins vegar Klebsiella pneumoniae. Efni og aöferöir Tilraunadýr og meðferð þeirra Tilraunadýrin voru 120 NMRI kvenmýs, skipt í fjóra jafnstóra hópa, sem aldar voru á Tilraunastöð Há- skólans í meinafræði að Keldum. Mýsnar voru aldar á hefðbundinn hátt og höfðu frjálsan aðgang að fæðu og vatni meðan á tilrauninni stóð. I sex vikur voru mýsnar aldar á hefðbundnu nag- dýrafóðri frá Special Diets Services (Witham, Essex, England). Músunum var skipt í 4 hópa og fengu tveir hópar fæði bætt með lýsi (Lýsi ehf, Grandavegi, Reykjavík, Island) og tveir hópar fæði bætt með kornolíu (Wesson, Hunt-Wesson Inc., Fullerton, USA) þannig að fitusýrumagn og hitaeiningamagn hópanna væri sambærilegt. Lýsið og kornolían námu 10% af þyngd fæðisins. Sýklar, sýkingar og framkvœmd Streptococcuspneumoniae (hjúpgerð 3) var fengin frá Sýklafræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss. Gerð- ar voru tvær sýkingatilraunir og var fjöldi bakteríanna sem sýkt var með annars vegar 7.500 og hins vegar 9.000. Fjöldi músa í hvorri tilraun voru 60, 30 fengu lýsisríkt fæði og 30 mýs fengu kornolíuríkt fæði. Klebsiella pneumoniae, ATCC 43816, var einnig fengin frá Sýklafræðideild Landspítala háskóla- sjúkrahúss. Gerðar voru tvær sýkingatilraunir og var fjöldi bakteríanna annars vegar 275 og hins vegar 436. Fjöldi músa í hvorri tilraun var 60,30 mýs fengu lýsisríkt fæði og 30 fengu kornolíuríkt fæði. Við sýkingu voru mýsnar svæfðar með pento- barbiton-sodium (50 mg/kg) sem sprautað var í kvið- arhol. Síðan voru mýsnar hengdar upp á vír á fram- tönnunum og 50 p.1 af lausn með bakteríunum látnir drjúpa niður í nefhol þeirra og þaðan niður í lungu. Að 10 mínútum liðnum var músunum komið fyrir í sitjandi stöðu þar til þær vöknuðu af svæfingunni. Lausnin með bakteríunum var geymd í ísbaði meðan á sýkingarferlinu stóð til að hindra fjölgun bakterí- anna og voru þær í log fasa við sýkingu. Aðferðinni hefur verið lýst áður (21). Fylgst var með lifun músanna á átta klukkustunda fresti. Tilraunin var framkvæmd tvisvar á sama hátt, að því frátöldu að í annarri tilrauninni var fylgst með músunum í 14 daga en í hinni í 18 daga. Tölfrœði Lifun tilraunadýranna var metin með Kaplan-Meier log rank prófi. Munur var talinn tölfræðilega mark- tækur ef p-gildi var minna en 0,05. Niöurstööur Þyngdaraukning músanna var sú sama í hópunum sem fengu lýsisríkt fæði og þeim sem fengu kornolíu- ríkt fæði. Lifun músa sem sýktar voru með Klebsiella pneumoniae var marktækt betri hjá hópnum sem al- inn hafði verið á lýsisríku fæði samanborið við hóp- inn sem alinn var á kornolíuríku fæði í báðum til- raununum (p=0,0001 og 0,0013) (mynd 1). Ekki var tölfræðilega marktækur munur á lifun músa sem sýktar voru með Streptococcus pneum- oniae hjúpgerð 3 og fengu lýsisríkt fæði og þeirra sem fengu kornolíuríkt fæði í hvorugri tilrauninni (p=0,74 og p=0,15 )(mynd 2). Umræöa Fyrri niðurstöður rannsóknarhópsins sýndu betri lifun músa sem sýktar voru með Gram neikvæðu bakteríunni Klebsiella pneumoniae og aldar voru á lýsisbættu fæði samanborið við mýs sem aldar voru á kornolíubættu fæði (6, 7). Þó flestar rannsóknir á áhrifum lýsis í sýkingum hafi verið gerðar með Klebsiella penumoniae hafa einnig aðrir sýklar verið notaðir. Þannig hefur verið bent á góð áhrif lýsis eftir sýkingar með Pseudomonas aeruginosa (10) og eftir innspýtingu endótoxína bæði eftir gjöf lýsisríks fæðis (11) og einnig eftir gjöf lýsisblöndu í æð (22). Þá hefur tilraunadýrum verið gefin lýsislausn í æð skömmu eftir upphaf blóðsýkingar. Niðurstöðurnar sýndu marktækt betri lifun dýranna sem fengu lausn- ina samanborið við saltvatn (23). Einnig hefur lifun Læknablaðið 2002/88 121

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.