Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2002, Page 53

Læknablaðið - 15.02.2002, Page 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÁ LÆKNADÖGUM Hluslað afíhygli á um- rœður á Lœknadögum. sínu í Kanada. Aðild lækna getur þó verið með öðrum hætti því oft aðstoða þeir við þjálfun íþrótta- manna, gefa ráð, rannsaka heilsufar þeirra og gefa jafnvel út vottorð um að íþróttamenn þurfi af heilsu- farsástæðum að nota tiltekin lyf. Slíkt getur leitt menn út á hálar brautir samanber söguna sem Birgir sagði af stórmóti í íþróttum þar sem stór hluti kepp- enda hafði undanþágu fyrir vissum lyfjum vegna astma. Pegar einhverjum varð litið á undanþágulist- ann var spurt hvort þetta væri nokkuð íþróttakeppni sjúklinga. Astmi er sérstakt vandamál í þessu samhengi vegna þess að öndunin og upptaka súrefnis er leið sem oft verður fyrir valinu þegar reynt er að auka út- hald og snerpu íþróttamanna með ólöglegum hætti. Annað mál er steramisnotkun sem einkum hefur verið útbreidd meðal þeirra sem stunda lyftingar og vaxtarrækt. Guðmundur Porgeirsson ræddi um áhrif anabólískra stera á hjarta og blóðrás sem virðast vera töluverð þótt rannsóknir skorti á þessu sviði. Ljóst er að ofnotkun stera minnkar HDL kólesteról í blóðinu og ýtir þannig undir æðakölkun. Engar smáskammtalækningar, takk! Það kom líka fram í máli Guðmundar og annarra að læknar koma hvergi nærri þessari útbreiddu stera- misnotkun. Löggjöf um steranotkun er mjög misjöfn, í sumum löndum, svo sem Danmörku og Bandaríkj- unum, eru sterar flokkaðir og meðhöndlaðir eins og ólögleg fíkniefni en hér á landi eru reglur um þessi lyf ekki nógu skýrar. Neytendur, þjálfarar eða aðrir sem tengjast viðkomandi íþróttagreinum flytja sterana inn og ekkert eftirlit er með neyslu þeirra. Skammt- arnir eru gífurlega stórir og langt umfram allt meðal- hóf. En sem betur fer er flest íþróttafólk heilbrigt og vill ná árangri í krafti eigin getu og hæfileika en ekki fyrir tilstuðlan ólöglegra lyfja. Það getur þó verið vandratað meðalhófið því að undanförnu hafa kom- ið upp mörg mál þar sem frægt íþróttafólk hefur mátt sæta keppnisbanni vegna neyslu fæðubótarefna sem þjálfarar hafa mælt fyrir um. Birgir sagði að í sum þessara fæðubótarefna settu framleiðendur efni sem eru á bannlista. Þetta yrðu læknar og þjálfarar að vita því á endanum bera þeir ábyrgðina. Þetta var aðeins brot af því sem fram fór á Lækna- dögum. Þar var einnig málþing undir heitinu Á brattann þar sem fjallað var um veikindi lækna, átök einkalífs og starfs og starfslok lækna. Frá því er sagt í annarri grein sem birtist hér í blaðinu. Þá er einnig birt grein sem byggð er á erindi Katrínar Fjeldsted sem hún flutti á Læknadögum og heitir Prúgur reið- innar. -ÞH Bandarísku lœknarnir Wayne B. Jonas (til vinstri) og Ronald A. Chez frœða íslenska kollega sína um hjálœkningar. Læknablaðið 2002/88 141

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.