Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 41
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ERLENT SAMSTARF Eins og annað fólk Katrín Fjeldsted Höfundur er fulltrúi LÍ í stjórn Evrópusamtaka lækna. Evrópsku heimilislæknasamtökin, UEMO, hafa lagt heilmikla vinnu í að móta stefnu um jafnréttis- mál, jöfn tækifæri. Nefnd á vegum samtakanna, undir stjórn Christinu Fabian frá Svíþjóð, vann að stefnu- mótuninni og skilaði stefnumarkandi áliti og tillögum sem samþykktar voru samhljóða. I framhaldi af því voru tillögumar sendar til samtaka Evrópskra lækna, CP, sem gerði þær að sínum síðastliðið haust, með tveimur smávægilegum breytingum, í skjölum sem bera heitið CP 2001/098 og CP 2001/099. í ítarlegri umfjöllun UEMO um jafnrétti/jöfn tækifæri (equal opportunities) kom fram fjölmargt sem varðar alla lækna, þar á meðal þá sem eru á kandidatsári og í framhaldsnámi. Þannig hafa bæði UEMO og CP ályktað um jöfn starfskilyrði lækna og þykir mér rétt að gera nokkra grein fyrir því sem þar kemur fram. CP mælir með því að læknafélög aðildarlandanna geri tillögurnar að sínum. UEMO leggur til grundvallar að jöfn tækifæri eigi ekki einungis við jafna stöðu kynjanna því að mis- munun geti einnig átt sér stað vegna • kynþáttar/þjóðernis • trúarbragða • kyns • kynhneigðar • fötlunar • og CP bætti við: aldurs Sérstaklega er fjallað um inntöku læknanema í læknadeild, nám í læknadeild, framhaldsnám (CME/ CPD), starf, starfstengd fríðindi, orlof og lífeyrismál svo það helzta sé nefnt. Framkvæmdaáætlun UEMO er sem hér segir (í lauslegri þýðingu): 1. Tryggja ber að viðeigandi fjöldi karla og kvenna starfi innan læknafélaga hvers lands og í UEMO sjálfu. 2. Hvetja verður læknafélögin til að setja þetta í for- gang og fylgjast með og tilkynna reglulega um alla starfsemi og stefnu á heilbrigðissviði til að tryggja að ekki leynist mismunun gagnvart nokkrum hópi lækna. 3. Að hvetja hin ýmsu samtök lækna f Evrópu (ESGP, UEMS, PWG, CP o.s.frv.) til að setja jafn- réttismál á oddinn og starfa með þeim að því verk- efni. 4. Að láta jafnréttisnefnd UEMO starfa áfram og skuli hún, ásamt forseta UEMO, dreifa þessu skjali til læknafélaga aðildarlandanna og Evrópu- samtaka lækna og óska eftir reglulegum skýrslum um hvernig gangi að ná markmiðum. 5. Að hvetja læknafélög og evrópsk læknasamtök til að gaumgæfa eftirfarandi atriði: a) Mismunun í launum og lífeyri (pensions) • að upplýsa meðlimi sína og ráðleggja þeim um launakjör og hvetja þá til að hafa beint sam- band til að fá ráðgjöf þegar sótt er um nýtt starf. • að ná til allra lækna úr minnihlutahópum (dis- advantaged minority groups). b) Vinnuskilyrði og vinnutími • að styðja við bakið á kollegum sem vilja vinna hlutastarf eða skipta á milli sín starfi eða taka foreldraorlof. • að hvetja til þess að þróað sé og komið á kerfi til að læknar sem verið hafa frá vinnu geti þjálf- að sig á ný (return to medicine courses). c) Þróun í starfi • að tryggja að allir læknar velji sér starf innan fagsins með tilliti til hæfileika, getu og áhuga og að hefðir og tæknilegar hindranir komi ekki í veg fyrir það. • að styðja við það að allir læknar þjálfi sig á sviðum eins og stjórnun og í leiðtogahlutverki. d) Að nota hvergi kynbundið orðalag í samning- um eða öðrum skjölum. e) Um hlutfall kynjanna í lœknastétt • að styðja þróun í átt að jafnvægi í þátttöku kynjanna þar sem ákvarðanir eru teknar fyrir læknastéttina þannig að þátttakan endurspegli alla stéttina. f) Að halda áfram að fylgjast með nýjum sviðum þar sem mismunun gœti átt sér stað og bregðast við á viðeigandi hátt. Þannig er ljóst að læknafélög hér á landi þurfa að huga að því að bæði karlar og konur séu í stjórnum félaganna og í nefndum á vegum þeirra. Einnig þarf að kanna hvort jafnrétti sé í launakjörum, vinnuum- hverfi og vinnutíma og stutt sé við þá lækna sem vilja vinna hlutastarf eða taka foreldraorlof. Lög landsins tryggja það síðastnefnda hér á landi þótt vissir hnökr- ar hafi verið á því lengst af að unglæknar sem ef til vill vinna ekki samfellt í eitt ár fyrir sama vinnuveitanda hafi fengið sambærilegan rétt og aðrir. Áður voru af- leysingalæknar á landsbyggðinni ráðnir af heilbrigð- isráðuneytinu en eftir að stjórn var sett yfir heilsu- Læknablaðið 2002/88 129
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.