Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÁ LÆKNADÖGUM fékk bót meina sinna. Hann var því útskrifaður með fyrirmælum um að taka sér góða hvfld frá vinnu. Oskar sagðist geta dregið af þessu ýmsa lærdóma. Til dæmis um nauðsyn þess að læknir líti alltaf á sjúkling sem sjúkling. Hann hefði í raun gert Má að aðstoðarlækni sínum en það gengi ekki upp. Már sagðist vera hitalaus en hafði hann örugglega mæit sig? Um það gat Óskar ekki vitað og kunni ekki við að spyrja. Hann sagðist hafa lesið sér til um sjúka lækna og útbrunna og þar væri staðfest það sem áður sagði að læknar tilkynntu síður og síðar um eigin veikindi en aðrir og fæstir þeirra væru undir reglulegu heilsueftir- liti. Petta leiddi svo til þess að þeir væru oft mun verr á sig komnir þegar þeir leita aðstoðar. Starfsgeta þeirra er iðulega orðin verulega skert áður en starfs- félagarnir bregðast við. Oft tækju þeir beinlínis virk- an þátt í að breiða yfir og þagga niður vandamál sem hljótast af veikindum kollega. Þáttur fjölskyldunnar Eftir þessi erindi sem greinilega höfðu mikil áhrif á viðstadda var vikið að öðrum en þó skyldum efnum. Hjalti Már Þórisson ræddi um vanda unglækna sem vilja koma sér áfram og afla sér sérfræðimenntunar á sama tíma og þeir eru gjarnan fjölskyldumenn með ung börn. Unglæknar eru oft nefndir vinnuhestar heilbrigðiskerfisins og Hjalti Már staðfesti það. Vinnutími hans væri yfirleitt á bilinu 80-90 stundir á viku. Hann sagði það vissulega nauðsynlegt fyrir ung- lækna að vinna mikið til þess að öðlast sjálfstraust sem eingöngu fengist með reynslu. En hversu mikið? Hvar eru mörkin og hvenær er röðin komin að því að sinna fjölskyldunni? Launin væru ekki til þess fallin að auðvelda unglæknum leikinn því þau væru það lág að þeir þyrftu að vinna mikið. Hann bætti því þó við að svo virtist sem viðhorfin væru að breytast, yngra fólk gerði auknar kröfur til lífsins og vildi ekki vinna svona mikið. Þar kæmi líka til samanburður við aðrar stéttir sem hafa verið að draga úr vinnuálaginu. Agnes Wold var næst á dagskránni en hún er sænskur læknir og líffræðingur sem hefur gert rann- sóknir á þróun jafnréttismála innan heilbrigðiskerfis- ins, ekki síst hinum akademíska hluta þess. Þeim mál- flutningi hennar hafa verið gerð ágæt skil í öðrum fjölmiðlum en meginniðurstaða hennar er sú að kon- ur þurfi að sýna fram á tæplega þreföld afköst sem fræðimenn til þess að teljast jafnokar karla þegar kemur að ráðningum í háskólastöður. Eitt atriði sem hún nefndi féll vel að öðru því sem rætt var á málþinginu en það var sú staðhæfing henn- ar að fjölskyldufólk með börn afkastaði ekki minna en þeir einhleypu. Petta hefði verið kannað og stað- fest margoft. Það væri ímyndun barnafólksins að þegar foreldramir þyrftu að fara heim klukkan fjögur til að sinna bömum sínum kæmust þeir einhleypu fyrst á skrið. Þeir færu bara í kaffi. Kjarni málsins er sá að fjölskyldan er verndandi þáttur og ýtir undir af- köst og vinnusemi. Sveigjanleg starfslok Síðastur en ekki sístur frummælenda var Sigurður Guðmundsson landlæknir og fjallaði um starfslok lækna. Hann benti á að þau gætu orðið af eðlilegum ástæðum, svo sem vegna aldurs eða andláts, en einnig af völdum sjúkdóma eða sviptingar læknaleyfis vegna vanrækslu eða brota í starfi. Hann tók undir með Þórarni Tyrfingssyni að læknum væri jafnhætt við því að lenda í vímuefnavanda og öðrum stéttum. Raunar væru þeir í sérstökum áhættuhópi vegna daglegrar umgengni við lyf og greiðan aðgang að þeim. Landlæknir birti tölur um kærur á hendur lækna og viðbrögð embættisins við þeim þar sem fram kom að þeim hefur fjölgað töluvert á síðustu þremur árum upp í tæplega 400 á síðasta ári. Kærur eru ívið fleiri miðað við höfðatölu hér á landi en í Svíþjóð og Dan- mörku. I níu tilvikum leiddu þær til sviptingarlæknis- leyfis á árunum 1976-1997 sem er hlutfallslega tölu- vert meira en í samanburðarlöndunum. Langflestir læknar verða þó að sjálfsögðu langlífir í starfi og hætta vegna aldurs. Hins vegar eru menn missáttir við að hætta þegar þeim er gert að hætta. Lögum samkvæmt eiga opinberir starfsmenn að hætta þegar þeir verða sjötugir en læknar mega starf- rækja stofur fram til 75 ára aldurs. Sumir vilja hætta fyrr eða í það minnsta minnka við sig vinnu þegar dregur að lokum starfsævinnar og það væri hið æskilega. En til þess að það gæti orðið þyrfti að koma á sveigjanlegu kerfi og þar yrði lífeyrissjóðurinn að koma til skjalanna. Það væru til ýmsar leiðir, svo sem að eldri læknar dragi úr beinum læknisstörfum en sinntu frekar stjórnun eða kennslu. Nýstárleg umræöa Að loknum framsöguerindum settust frummælendur við pallborð og fundarmenn gátu beint til þeirra fyrirspurnum. Umræður urðu líflegar og fóru um víð- an völl. Margir nefndu nauðsyn þess að koma á fót eftirliti og stuðningskerfi sem fært er um að takast á við erfiðleika lækna sem lenda í vanda, bæði vegna vímuefna, heilsubrests og af öðrum ástæðum. Þeir þyrftu að geta leitað til óháðra aðila utan vinnustað- arins með vandamál sín. Sveigjanleg starfslok áttu líka greinilega hljóm- grunn í salnum. Þar þyrftu læknar að koma sér upp einhverri aðferð til að meta getu þeirra þegar þeir taka að eldast í stað þess að setja stífar reglur um að þeir skuli láta af störfum við tiltekin mánaðamót. Síðast en ekki síst urðu margir til þess að þakka fyrir að þessi mál skyldu hafa verið tekin á dagskrá Læknadaga. Var greinilegt að margir voru hissa og eins og hálffeimnir við þær opinskáu umræður sem þarna urðu. En þetta var bara byrjunin. -ÞH Læknablaðið 2002/88 145
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.