Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2002, Page 84

Læknablaðið - 15.02.2002, Page 84
LAUSAR STÖÐUR FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Staða yfirlæknis á meinafræðideild Staða yfirlæknis á meinafræðideild FSA er laus til umsóknar. Við deildina vinna fimm starfsmenn en verður fjölgað um tvo innan tíðar, jafnframt stendur fyrir dyrum flutningur í nýtt húsnæði. Deildin er vel tækjum búin og þjónar um 40 þúsund manna byggðarlagi, þ.e. mestöllu Norðurlandi og Norðausturlandi. Árlega berast skurðsýni úr 2.400-2.500 sjúklingum, og krufningar eru á bilinu 45-50, um helmingur þeirra réttarfræðilegur. Starfsfólk deildarinnar hefur annast meinafræðikennslu við Heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri og vinna við rannsóknar- verkefni er orðinn veigamikill þáttur í daglegu starfi. Hefur sérstök rækt verið lögð við rannsóknir á sjúkdómum í meltingarvegi í samvinnu við speglunardeild. Á döfinni er samstarf við líftæknifyrirtækið Urði Verðandi Skuld á rannsóknarsviði og áform um samstarfsverkefni með Háskólanum á Akureyri eru á umræðustigi. í umsókn skal gerð grein fyrir náms- og starfsferli, rit-, kennslu- og stjórnunarstörfum, svo og sérstökum áhuga- sviðum faglegs efnis. Umsóknir skulu sendar í tvíriti á þar til gerðum eyðublöðum ásamt fylgiskjölum til Þorvaldar Ingvarssonar fram- kvæmdastjóra lækninga við FSA sem veitir nánari upplýsingar í síma 463 0109, netfang: thi@fsa.is Við ráðningu verður sérstaklega tekið mið af víðtækri reynslu í klínískri vefjameinafræði. Færni í túlkun ónæmis- fræðilegra litunaraðferða er áskilin. Lagt verður mat á framlagðar ritsmíðar. Umsóknarfrestur um stöðuna er til 15. febrúar 2002, en staðan er veitt frá 1. júní næstkomandi eða eftir samkomulagi. Öllum umsóknum um starfið verður svarað. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Heilsugæslan í Reykjavík Laus staða við Heilsugæslu- stöðina í Mjódd Laus er nú þegar langtímaafleysingastaða við Heilsu- gæslustöðina í Mjódd. Sérfræðingar í heimilislækningum ganga fyrir um stöðuna. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar 2002. Jafnframt er laus staða til afleysinga í aó minnsta kosti sex mánuði vegna sumarfría og fleira. Upplýsingar gefur Birgir Guðjónsson læknir í síma 567 0440, bréfsími 567 0441. ST.JÓSEFSSPÍTALI SÍH HAFNARFIRÐI Deildarlæknir við lyflækningadeild Staða deildarlæknis er laus frá og með 1. mars næstkomandi. Vaktþjónusta er fyrir heilsugæslu- svæði Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Vakt þessari er deilt með öðrum unglæknum. Ráðningartími eftir nánara samkomulagi. Staðan býður upp á vísindavinnu í tengslum við starfandi sérfræðinga spítalans. Nánari upplýsingar gefur yfirlæknir lyflækninga- deildar, Gunnar Valtýsson, í síma 555-0000. Einnig tekið á móti fyrirspurnum á netfang gunnarv@ simnet.is Framkvæmdastjóri 172 Læknablaðið 2002/88

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.