Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2002, Síða 69

Læknablaðið - 15.02.2002, Síða 69
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FJÖLSKYLDU- OG STYRKTARSJÓÐUR Réttur til styrkúthlutunar úr sjóðnum er bund- inn því að iðgjald hafi verið greitt vegna sjóð- félaga í a.m.k. þrjá mánuði áður en tekjutap eða útgjöld, sem veita rétt til styrks úr sjóðnum, áttu sér stað. Sjóðstjórn getur vikið frá þessu skilyrði við sérstakar aðstæður sjóðfélaga. Sjóðurinn bætir tímabundið tekjutap á vinnu- ntarkaði. Réttur til framlags úr sjóðnum fellur niður þegar sjóðfélagi hættir störfum og iðgjöld hætta að berast sjóðnum. Sjóðstjórn er þó heimilt í sérstökum tilvikum að veita lækni styrk úr sjóðnum allt að fimm árum eftir að læknir hætti störfum og iðgjöld bárust sjóðnum vegna starfa hans. Sjóðstjórn getur hafnað umsókn sjóðfélaga skv. 3. tl. 2. gr. með rökstuðningi, hafi sjóðfélagi notið framlags úr sjóðnum samkvæmt þeirri heimild á síðustu tólf mánuðum fyrir dagsetningu nýrrar umsóknar til sjóðsins. 4-gr. Stjórn sjóðsins skal skipuð þremur fulltrúum sjúkra- húslækna og einum fulltrúa heilsugæslulækna til- nefndum af stjórn Læknafélags íslands til þriggja ára í senn og skal formaður tilnefndur sérstaklega. Stjórnin skiptir nreð sér verkum. Um hæfi stjórnarmanna til meðferðar ein- stakra mála fer eftir ákvæðum stjórnsýslulaga á hverjum tíma. Reynist stjórnarmaður vanhæfur til meðferðar einstaks máls skal stjórn Læknafélags Islands tilnefna staðgengil hans til meðferðar málsins. Stjórnarsamþykkt er lögleg ef a.m.k. þrír stjórnarmanna greiða henni atkvæði. Sjóðstjórn ber að rökstyðja niðurstöður sínar og afgreiðslu umsókna til sjóðsins í fundargerð, sem skal rituð á fundum stjórnar. Niðurstaða stjórnar er endanleg afgreiðsla máls. Stjórnarfundir skulu haldnir svo oft sem þurfa þykir, - þó a.m.k. fjórum sinnum á ári. Umsóknir skulu afgreiddar innan átta vikna frá því að þær berast skrifstofu sjóðsins. Skýrsla stjórnar sjóðsins, ásamt reglum sjóðsins skal birt í Læknablaðinu þegar endurskoðaðir reikningar sjóðsins liggja fyrir. 5.gr. Tekjur sjóðsins eru: a) Iðgjöld launagreiðanda, nema 0,33% af heildar- launum sjóðsfélaga, sbr. kjarasamning sjúkrahús- lækna dags. 2. júlí 2001 og úrskurð kjaranefndar dags. 4. desember 2001, - við stofnun allt frá 01. janúar 2001. Iðgjaldið skal greitt mánaðarlega eftirá skv. útreikningi launagreiðanda. b) Vextir og verðbætur af innstæðum sjóðsins. c) Aðrar tekjur. 6. gr. Sjóðurinn greiðir allan kostnað af starfsemi sinni. Stjórn sjóðsins hefur umsjón með sjóðnum og mælir fyrir urn ávöxtun hans. Læknafélag íslands annast, með samningi við stjórn sjóðsins, almenna afgreiðslu fyrir sjóðinn, færslu bókhalds, undirbúning þess í hendur endur- skoðanda og uppgjör opinberra gjalda vegna fyrir- greiðslu sem sjóðurinn veitir sjóðfélögum. 7. gr. Reikningsár sjóðsins er almanaksárið. Löggiltir endurskoðendur Læknafélags íslands endurskoða reikninga sjóðsins. Skal endurskoð- andi senda stjórn sjóðsins reikningana, með áritun sinni og athugasemdum fyrir 1. apríl ár hvert. Reikningarnir skulu jafnframt, ásamt skýrslu stjórnar, lagðir fram til kynningar á aðalfundi Læknafélags íslands. Skylt er að senda launagreiðendum, sem greiða til sjóðsins, endurskoðaða reikninga sjóðsins. 8. gr. Starfsreglur um afgreiðslu umsókna og úthlutun styrkja: 1) Sækja þarf um framlög og styrki til sjóðsins á sér- stöku umsóknareyðublaði. Nauðsynleg gögn skulu fylgja umsókn í frumritum eða staðfestum afritum, s.s. læknisvottorð, vottorð launagreiðanda og önnur vottorð er varða erindið. Reikningar, sem framvísað er, skulu bera með sér nafn umsækjanda. Með umsókn um upp- gjör vegna fæðingarorlofs skulu öll sömu gögn fylgja umsókn til sjóðsins og beint er til Fæðingar- orlofssjóðs skv. lögum nr. 95/2000. Stjórn sjóðsins getur óskað frekari gagna til upp- lýsinga um málsatvik hjá umsækjanda, telji hún þörf á því. Stjórn sjóðsins vinnur úr umsóknum og kynnir umsækjendum niðurstöður bréflega og með rökstuðningi með vísan í reglur sjóðsins eða mat stjórnar. 2) Styrkir skv. 3. tl 2. greinar. Sjóðstjórn er heimilt að ákveða styrk til sjóðfélaga vegna ólaunaðrar fjarveru hans frá vinnu með jöfnunt greiðslum í allt að þrjá mánuði: vegna 70-100% starfs kr. 8.000,- fyrir hvern virkan dag. vegna 25-69% starfs kr. 4.000,- fyrir hvern virkan dag. Sjóðstjórn er heimilt að veita sjóðfélaga styrk úr sjóðnum með eingreiðslu allt að kr. 300.000,- vegna sérstakra aðstæðna sem hafa í för með sér launamissi eða veruleg sérstök fjárútlát sjóðfélaga. Fjárhæðir þessar skulu endurskoðaðar 1. jan- úar ár hvert m.v. breytingar á vísitölu neysluverðs,- í fyrsta skipti 1. janúar 2003. Af greiðslum til sjóðfélaga í fæðingarorlofi og af styrkjum, sem veittir eru skv. 3. tl. 2. greinar, ber Læknablaiíið 2002/88 157
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.