Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 17
FRÆÐIGREINAR / BEINÞYNNING unum. Pá liggja ekki fyrir upplýsingar um hvort kalsí- tónín komi í veg fyrir beintapið í upphafi sykurstera- meðferðarinnar. Tíazíð þvagræsilyf Faraldsfræðilegar og stýrðar rannsóknir hafa sýnt að tíazíð lyf auka beinþéttni (32). Sennilega skýrist þetta annars vegar af beinum áhrifum lyfsins á beinfrumur, en hins vegar er líklegra að áhrif lyfsins á nýru, það er lyfið veldur minni útskilnaði af kalki, dragi úr nei- kvæðum áhrifum sykurstera á kalkbúskapinn. Tíazíð lyf er góður valkostur sem viðbótarmeðferð þegar einstaklingar á sykursterum eða þeir sem hafa bein- þynningu eru með háþrýsting eða bjúgsöfnun sem þarf að meðhöndla. Nýjar meðferðarleiðir Nýlega hafa komið fram upplýsingar um það að paratýrín (PTHj 34) hefur ásamt hormónauppbótar- meðferð aukið beinþéttni í hrygg um allt að 11% á ári hjá konum sem komnar eru yfir tíðahvörf og eru á langtíma sykursterameðferð (33). Enn liggur þó ekki fyrir hvort þessi beinauki komi í veg fyrir samfallsbrot í þessum konum og beinþynningu hjá karlmönnum. Fáar rannsóknir hafa birst þar sem fleiru en einu lyfi er beitt, ef frá er talið D-vítamín og kalk. Margt bendir til að fjöllyfjameðferð verði meira rannsökuð og beitt gegn beinþynningu af völdum sykurstera í framtíðinni. Samantekt Neikvæð áhrif sykurstera á bein eru háð skammta- stærð og eru mest í upphafi meðferðar. Tryggja þarf því forvörn og/eða meðferð beinþynningar frá því að sykursterameðferðin hefst. Þegar sykursterameð- ferðinni lýkur gilda almenn tilmæli varðandi grein- ingu og meðferð beinþynningar. Öllum einstaklingum sem eru á eða eru að hefja sykursterameðferð á að tryggja ráðlagt magn kalks og D-vítamíns. Þá er rétt að ráðleggja konum hormónauppbótarmeðferð eftir tíðahvörf ef ekkert mælir gegn þeirri meðferð. A sama hátt er körlum sem hafa einkenni kynhormónaskorts og mælast með lækkað testósterón boðin testósterónmeðferð vegna jákvæðra áhrifa á bein, auk annarra ávinninga slíkrar meðferðar fyrir heilsufar og lífsgæði. A síðastliðnum árum hafa komið fram umfangsmiklar rannsóknar- niðurstöður sem staðfesta gagnsemi bisfosfónata hjá þeim sem nota sykurstera reglulega. Mikilvægt er að taka virka afstöðu til lyfja úr þessum flokki hjá öllum körlum og konum sem komnar eru yfir tíðahvörf og eru að hefja meðferð með sykursterum eða hafa nýlega hafið meðferðina. Þá á að bjóða þeim einstak- lingum beinþéttnimælingu sem eru að hefja eða hafa verið á sykursterameðferð til lengri tíma. Einstak- lingar á sykursterameðferð eru taldir hafa beinþynn- ingu ef T-gildi mælist vera lægra en -e-1,5. Tafla VI. Samantekt um meðferöarákvaröanir til varnar og meöferöar á beinþynningu þegar svkursterum er ávísaö. • Nánast allir sem nota sykurstera sem samsvarar 7,5 mg prednisólón á dag tapa beini. • Hætta á beinbrotum tengist heildarnotkun sykurstera, beinþéttni og öðrum þekktum áhættuþáttum beinþynningar. • Beinþynning af völdum sykurstera er að hluta til afturkræf. Mikilvægt er aö nota minnsta mögulegan skammt sykurstera í sem skemmstan tíma. • Nauösynlegt er að mæla beinþéttni sem fyrst eftir að ákvörðun um sykurstera- meðferö er tekin. • Alla einstaklinga með T-gildi < -rl,5 og á sykursterameðferö á að meöhöndla sem um beinþynningu sé að ræða. • Fyrri saga um beinþynningarbrot er sjálfstæöur áhættuþáttur fyrir enn frekari beinbrotum og er því ástæða til að hefja sértæka meðferö gegn beinþynningu hjá þessum einstaklingum. • Bisfosfónöt koma í veg fyrir og bæta beintap af völdum sykurstera, auk þess sem þau fækka beinbrotum er rekja má til sykursterabeinþynningar. • Kynhormónameðferð er áhrifarík forvörn gegn beinþynningu af völdum sykur- stera. • Allir sem nota sykurstera eiga að taka 800 alþjóðlegar einingar (10 til 20 mg) af D-vítamíni. • Tryggja að heildarinntaka kalks sé 1000-1500 mg á sólarhring. • Mæla með reglulegri líkamsþjálfun, hætta reykingum og gera ráðstafanir til aö draga úr byltum. Heimlldir 1. Júlíusson UI, Guðjónsson FV, Guðbjörnsson B. Orsakir lang- tíma sykursteranotkunar á íslandi og algengi forvarna gegn beinþynningu. Læknablaðið 2001; 87:23-29. 2. Khosla S, Lufkin EG, Hodgson SF, Fitzpatrick LA, Melton LJ. Epidemiology and clinical features of osteoporosis in young individuals. Bone 1994; 15:551-5. 3. Manolagas SC. Corticosteroids and fractures: a close encoun- ter of the third cell kind. J Bone Miner Res 2000; 15:1001-5. 4. Manolagas SC, Weinstein RS. New developments in the pathogenesis and treatment of steroid-induced osteoporosis. J Bone Miner Res 1999; 14: 1061-6. 5. Van Staa TP, Leufkens HG, Abenhaim L, Zhang B, Cooper C. Use of oral corticosteroids and risk of fractures. J Bone Miner Res 2000; 15: 993-1000. 6. Hougardy DM, Peterson GM. Bleasel MD, Randall CT. Is enough attention being given to the adverse effects of cortico- steroid therapy? J Clin Pharm Ther 2000; 25:227-34. 7. Walsh LJ, Wong CA, Pringle M, Tattersfield AE. Use of oral corticosteroids in the community and the prevention of secon- dary osteoporosis: a cross sectional study. BMJ 1996; 313:344-6. 8. Peat ID, Healy S, Reid DM, Ralston SH. Steroid induced osteoporosis: an opportunity for prevention? Ann Rheum Dis 1995; 54: 66-8. 9. Easteli R, Reid DM, Compston J, Cooper C, Fogelman I, Francis RM, et al. A UK Consensus Group on management of glucocorticoid-induced osteoporosis: an update. J Intern Med 1998; 244: 271-9. 10. Recommendations for the prevention and treatment of gluco- corticoid-induced osteoporosis: American College of Rheu- matology Task Force on Osteoporosis. Arthritis Rheum 1996; 39:1791-1801. 11. Recommendations for prevention and treatment of gluco- corticoid-induced osteoporosis. 2001 Update. ACR ad Hoc Committee on Glucocorticoid-Induced Osteoporosis. Arthri- tis Rheum 2001; 4:1496-1503. 12. van Staa TP, Leufkens HG, Abenhaim L, Zhang B, Cooper C. Oral corticosteroids and fracture risk: relationship to daily and cumulative doses. Rheumatology 2000; 39:1383-9. 13. Consensus Development Confrerence. Diagnosis, prophylaxis, and treatment of osteoporosis. Am J Med 1993; 6: 646-50. 14. Peel NF, Moore DJ, Barrington NA, Bax DE, Eastell R. Risk of vertebral fracture and relationship to bone mineral density in steroid treated rheumatoid arthritis. Ann Rheum Dis 1995; 54:801-6. 15. Van Staa TP, Leufkens H, Cooper C. Inhaled corticosteroids and risk of fractures. Osteoporos Int 2000; 1 l(suppl 2); S113. 16. Sigurðsson G. Greining á beinþynningu meðal aldraðra. Yfirlitsgrein. Læknablaðið 2001; 87:15-20. 17. Levis S, Altmen R. Bone densitometry. Clinical considera- tions. Arthritis Rheum 1998; 41:577-87. Læknablaðið 2002/88 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.