Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.02.2002, Blaðsíða 16
FRÆÐIGREINAR / BEINÞYNNING Tafla V. Athugasemdir varöandi notkun bisfosfónata. Lyf Skammtastæröir Athugasemdir alendrónat 10 mg daglega eöa 70 mg tafla einn dag í viku (34) Tekið á fastandi maga aö morgni aö minnsta kosti 5í klst. fyrir morgunmat og nokkrar klst. þurfa að líöa þar til kalktöflur eru gefnar. etidrónat 400 mg daglega I tvær vikur, endurtekiö á 13 vikna fresti Tekið aö minnsta kosti einni klst. fyrir eða tveimur klst. eftir mat og nokkrar klst. þurfa að líða þar til kalk- töflur eru gefnar. pamidrónat* 30 mg sem innrennslislyf á þriggja mánaöa fresti Aðeins mælt með að nota í sérstökum tilvikum þegar ekki er hægt að gefa bisfos- fónat í töfluformi og um staðfesta beinþynningu og beinbrot er að ræða. rísedrónat 5 mg daglega Tekið á fastandi maga aö minnsta kosti 'í klst. fyrir morgunmat eða milli máltíða og nokkrar kist. þurfa að líöa þartil kalktöflur eru gefnar. * LyfiO ekki skráö á Islandi meO ábendinguna sykursterabeinþynning. sýnt fram á fækkun samfallsbrota í hrygg hjá körlum (26) og konum eftir tíðahvörf og þá einkum þeim sem ekki njóta hormónameðferðar (26, 27). Rétt er að benda á að tíðni annarra brota en í hrygg var óbreytt í fyrri rannsókninni (26) og fækkaði seinna meðferðarárið í síðarnefndu rannsókninni (27), en náði þó ekki marktæknum mun. Með hliðsjón af ofansögðu má ráðleggja meðferð með bisfosfónötum ásamt kalki og D-vítamíni við eftirfarandi kringumstæður: 1. Sjúklingar sem hefja meðferð með sykursterum þar sem skammturinn verður meiri en 7,5 mg af prednisólón á dag næstu þrjá mánuði. 2. Sjúklingar sem þegar eru á langtímameðferð með sykursterum, en hafa mælst með beinþéttnistuðul (T-gildi) lægri en -t-1,5 samkvæmt DEXA-mælingu eða eiga sögu um beinþynningarbrot. 3. Sjúklingar á langtíma sykursterameðferð sem hafa fengið beinþynningarbrot þrátt fyrir hormóna- uppbótarmeðferð (eða þar sem henni hefur verið hætt vegna aukaverkana eða frábendingar). Östrógen Fáar rannsóknir eru til um östrogenmeðferð gegn sykursteratengdri beinþynningu (28, 29). Auk tíða- hvarfa sem eru einn stærsti áhættuþáttur í beinþynn- ingu verður hlutfallslegur skortur östrógens við gjöf sykurstera. Östrógenmeðferð kemur því sterklega til greina sem fyrsta meðferð eða forvöm gegn beinþynn- ingu hjá konum eftir tíðahvörf er þurfa á lágum eða meðalstórum skömmtum af sykursterum að halda. Rannsóknir liggja ekki fyrir um það hvort með- ferð með östrógeni komi í veg fyrir beintap hjá kon- um á langtíma sykursterameðferð fyrir tíðahvörf, en íhuga má kaflaskipta samsetta hormónameðferð hjá konum með blæðingatruflanir. Raloxifen og tíbólón Bæði raloxifen og tíbólón draga úr beinþynningar- brotum hjá konum eftir tíðahvörf. Hins vegar hafa ekki verið birtar rannsóknir sem gera kleift að draga ályktun um gagnsemi þessara lyfja gegn beinþynn- ingu af völdum sykurstera. Ihuga má notkun þessara lyfja hjá konum á sykursterameðferð sem eingöngu eru í þörf fyrir forvörn gegn beinþynningu og geta eða vilja ekki nota hefðbundna hormónauppbótar- meðferð. Testósterón Beinþynning meðal karla hefur lítið verið rannsök- uð. Skortur á kynhormónum er einn af áhættuþáttum beinþynningar meðal karla og auk þess er vel þekkt að sykursterameðferð getur dregið úr framleiðslu kynhormóna. Einstaka rannsóknir hafa sýnt að testósteróngjöf getur dregið úr beinþynningu hjá karlmönnum sem hafa lækkað frítt testósterón í blóði. Ein rannsókn á körlum á langtíma sykurstera- meðferð sýndi jákvæð áhrif testósteróns meðferðar á beinþéttni (30). Algengast er að gefa testósterón í sprautuformi, en á síðustu árum hefur færst í vöxt að gefa það í formi plásturs eða hlaups. Testósterón kemur til greina sem fyrsta meðferð eða forvörn beinþynning- ar í langtíma sykursteranotkun, sérstaklega þegar um einkenni andrógenskorts er að ræða eða frítt testósterón gildi mælist lækkað í blóði. Kalsítónín Rannsóknir hafa sýnt að kalsítónín dregur úr beintapi í hrygg samfara sykursteranotkun. Hins vegar eru áhrif kalsítóníns minni en bisfosfónata og virðist kalsítónín ekki hafa áhrif á beinþéttni í mjöðm eða nýgengi brota. Ekki hefur verið sýnt fram á fækkun samfallsbrota við kalsítónínmeðferð hjá þessum einstaklingum. I nýlegu kerfisbundnu yfirliti á vegum Cochrane samtakanna (31) eru teknar fyrir 9 tvíblindar slemb- aðar rannsóknir á áhrif kalsítóníns í meðferð (fimm rannsóknir) og forvörn (fjórar rannsóknir) sykur- steraorsakaðrar beinþynningar. Vegin meðalaukning á beinþéttni við 12 mánuði var 3,2% (95% öryggis- mörk 0,3 til 6,1) í hrygg. Ekki fannst tölfræðilega marktækur munur á beinþéttni í lærleggshálsi (kalsítónín í samanburði við lyfleysu) við 6,12 eða 24 mánuði. I fimm rannsóknum var samfallsbrot í hrygg athugað. I þeim öllum var nýgengi brota lægra í meðferðarhópunum, en náði ekki tölfræðilega mark- tækum mun; hlutfallsleg minnkun áhættu reyndist vera 0,71 (95% öryggismörk 0,26 til 1,89). í fjórum rannsóknum voru önnur brot athuguð og ekki fannst tölfræðilega marktæk fækkun brota í meðferðarhóp- 104 Læknablaðið 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.