Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2002, Side 61

Læknablaðið - 15.02.2002, Side 61
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÁ LÆKNADÖGUM því yfirskini að halda þar einhvers konar sýningu. Hann er í fylgd tveggja aðstoðarmanna, annar er sjö fet á hæð, grannaxla og með háðsglottið ekki langt undan; hinn er svartur köttur sem getur gert ótrúleg- ustu hluti. Ég fer ekki lengra út í þá sálma enda ekki sérstaklega einblínt á reiðina. Minnisbók sveita- læknis eftir Bulgakov hefur ekki komið út á íslenzku svo ég viti til. Anton Chekov var einnig læknir. Eftir honum er höfð þessi dásamlega tilvitnun: „Ég er sáttari þegar ég átta mig á því að ég stunda tvö störf, en ekki bara eitt. Læknisfræði er lögleg eiginkona mín og bók- menntir hjákonan. Verði ég leiður á annarri, eyði ég nóttinni með hinni. Hvorug líður fyrir ótryggð mína.“ (9) Reyndar myndu flestir nútíma kynlífsfræðingar og hjónabandsráðgjafar vera ósammála síðustu setn- ingunni og halda því fram að þarna væri um að ræða hugarfar og sjálfsblekkingu framhjáhaldarans. Það rýrir þó ekki snilld málsgreinarinnar. Kafka og frændinn Franz Kafka skrifaði stutta smásögu sem nefnist Sveitalœknir (A Country Doctor) (6) en þar segir meðal annars að það sé auðvelt að skrifa lyfseðil en erfitt að skilja fólk (To write prescriptions is easy but coming to an understanding with people is hard). Brezkur vinur minn og heimilislæknir, John V. Salinsky, og fleiri hafa sagt að þessi setning ætti að vera leiðarljós fyrir heimilislækna, þeirra gullkorn (9). Ekki er nóg að krota eitthvað á receptblað held- ur þarf að tengjast sjúklingum sem mannlegum ver- um, finna til samkenndar og nýta sér allt það mann- lega og læknisfræðilega sem í okkur býr til að geta sýnt þeim samúð, innsæi og vizku. Kafka átti nákominn frænda, Siegfried, sem var heimilislæknir og maður sér þann frænda fyrir sér þegar læknirinn í sögunni rymur reiðilega yfir því hve ósanngjarnir og vanþakklátir sjúklingar séu. Hann þarf að fara í vitjun um miðja nótt í vondu veðri, vitj- un sem honum finnst vera óþörf og vekur hjá honum gremju. Reiðin víkur þó fyrir skilningi þegar hann uppgötvar loksins svöðusár með iðandi maðkakös á síðu unga mannsins sem hann hafði í fyrstu atrennu ekki fundið neitt að. Tárvot augu móðurinnar og blóðidrifinn vasaklútur systurinnar koma honum á sporið. Anna Karenína eftir Leo Tolstoj (7), hefst á þess- um orðum í enskri útgáfu: „All happy families are alike but an unhappy family is unhappy after its own fashion,“ sem útleggst svo í íslenzkri þýðingu: Allar hamingjusamar fjölskyldur eru eins, en sérhver óhamingjusöm fjölskylda er óhamingjusöm á sinn einstaka hátt. Þýðendur Önnu Karenínu voru þeir Magnús Asgeirsson og Karl ísfeld, og bókin kom út í fjórum bindum á árunum 1941 til 1944. í sögunni um Önnu Karenínu kynnumst við öllum þáttum mannlegs lífs. Tolstoy var þó ekki læknir. Hann lýsir heilsubresti og heilbrigðu lífi, tryggð og brennandi ást, ófullnægðri ást, losta og svikum, fram- hjáhaldi og sáttum, áhyggjum foreldra af börnum sínum, afbrýðisemi, taugaáfalli, sjálfsmorði, reiði og tilraunum fólks til þess að skilja lífið og tilveruna. Segja má að í Önnu Karenínu birtist fjölskrúðugt mannlegt líf eins og það getur blasað við af sjónarhóli heimilislæknis. Lyfseðlar og/eöa fólk John Salinsky sem ég minntist á áðan hefur í nokkur ár skrifað ritdóma af sjónarhóli læknis í tímaritið Education for Primary Care, en það rit hét áður Education for General Practice. Hann hefur valið til þess ýmsar bækur sem telja má til klassískra bók- mennta. Þar á meðal er Anna Karenína og nýlega voru ritdómar hans og nokkurra annarra lækna gefn- ir út af Radcliffe Medical Press undir heitinu Medi- cine and literature (9) Einnig hefur nýlega komið út bókin What are you feeling, doctor? (8), en John rit- stýrði bókinni og skrifaði hluta hennar. A allt öðrum nótum en þeir höfundar sem ég hef minnzt á er hin ástralska Germaine Greer, en hún skrifaði Kvengeldinginn (The Female Eunuch) þegar hún var reið ung kona og hefur nýlega sent frá sér The Whole Woman, konuna alla, verandi miðaldra reið kona (10). Henni hefur tekizt að halda í sína feminísku reiði og þótt ég sé ekki sammála öllu sem hún segir er margt af því þó ótrúlega ferskt og hress- andi. Margir reiðir sjúklingar birtast í þeirri bók, gjarnan konur, bálöskuillar út í lækna, sem flestir eru karlmenn. Á löngum ferli í starfi kynnist læknir fólki betur en hægt er að gera í flestum öðrum störfum, gleði fólks og sorgum, kátínu og reiði. Hann lærir smám saman hvernig sjúklingarnir bregðast við áreiti og veikind- um, vakir vonandi yfir því hvernig honum sjálfum reiðir af og getur því með tíð og tíma skilið eigin við- brögð og lært að stjórna skapi sínu. Ég er þeirrar skoðunar að allt sem maður gerir til þess að þroska sjálfan sig geti orðið til þess að styðja mann í starfi. Þess vegna eru Balint-fundir gagnlegir en einnig lestur fagurbókmennta því að þar má kynn- ast ýmsum hliðum mannlegs lífs og nýta sér til þess að auka skilning sinn á jákvæðum og neikvæðum hliðum þess. Skilningssljór læknir má heita líklegur til þess að vekja réttláta reiði sjúklinga sinna og eiga hana skilið. Ijeknir sem ræktar hið mannlega í sjálfum sér er lík- legri til að lifa af í hörðum heimi og brenna síður út í starfi. Það er auðvelt að skrifa lyfseðil en erfitt að skilja fólk. Heimildir 1. John Steinbeck: Þrúgur reið- innar, þýð. Stefán Bjarm- an, íslenzk útgáfa 1943. 2. Böðvar Guðmundsson: Hí- býli vindanna, Mál og menning, Reykjavík 1995. 3. Böðvar Guðmundsson: Lífs- ins tré, Mál og menning, Reykjavík 1996. 4. Mikhail Bulgakov: A country doctor s notebook, smásaga sem ekki mun hafa verið þýdd á íslenzku. 5. Mikhail Bulgakov: Meist- arinn og Margaríta, þýð. Ingibjörg Haraldsdóttir, Mál og menning 1981. 6. Franz Kafka: Sveitalæknir (A Country Doctor), smá- saga sem birtist í bókinni: í refsinýlendunni og fleiri sögur, þýðendur Astráður Eysteinsson og Eysteinn Porvaldsson. 7. Leo Tolstoj: Anna Karen- ina, þýdd af Magnúsi Ás- geirssyni og Karli ísfeld, kom út í 4 bindum á árun- um 1941 til 1944, hefur ver- ið endurútgefin sem kilja, 1991. 8. John Salinsky: What are you feeling, doctor? Lond- on 2001. 9. John Salinsky: Medicine and literature, The doc- tor's companion to the classics, Radcliffe Medical Press, London 2002 10. Germaine Greer: The Whole Woman; Anchor 2000 (kom fyrst út hjá Doubleday 1999). Læknablaðið 2002/88 149

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.