Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2002, Síða 59

Læknablaðið - 15.02.2002, Síða 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÁ LÆKNADÖGUM Lausnir og leiðir Hvernig er læknir undir það búinn í lífsstarfi sínu að vinna með reiðu fólki? Nægir að kunna að telja upp að tíu? Eru til patent lausnir, einhvetjir töfrahnappar til að þrýsta á þegar kringumstæður kalla eftir því? Já, lil eru lausnir og leiðir, margvíslegar og misað- gengilegar. I fyrsta lagi vil ég nefna hve mikilvægt er að vera sjálfur í jafnvægi. Fá góðan svefn, rétta næringu og lifa því lífi sem manni hentar. Vera á réttri hillu í líf- inu og sáttur í einkalífi. I öðru lagi er að mínu viti nauðsynlegt fyrir lækna í erilsömu starfi að hafa farveg til að ræða erfið mál af ýmsu tagi. Sá farvegur sem ég þekki bezt eru Balint- hópar, en þar kemur læknahópur saman með reglu- legu millibili til þess að ræða saman undir stjórn eins eða tveggja leiðtoga. Slfk vinnubrögð hjálpa læknum til ræða um þá erfiðleika sem geta steðjað að þeim í starfi, hjálpað til að geta skilið sjálfan sig og kannski lært eitt og eitt töfrabragð í leiðinni. Samtalstækni er eitt slíkt töfrabragð og kennir manni meðal annars að spyrja opinna spurninga í stað þess að leggja sjúklingi orð í ntunn. Einnig getur verið gagnlegt að hafa orð á því sem er að gerast. eins og til dæmis að segja: Ég tek eftir því að þér líður illa. Eða: Ég hef tekið eftir því að þér er mikið niðri fyrir. Eða: Ég sé að þú er reið/ reiður, gætirðu sagt mér nánar frá því hvað er að? I þriðja lagi tel ég skipta miklu að vinna stöðugt að því að þroska sjálfan sig, bæta við sig faglegri þekkingu en skapa sér einnig hugðarefni: útivera, bóklestur og tónlist eru ágæt dæmi. Maður er því ekki að svíkjast um þegar maður les fleira en Lancet eða BMJ! f>að þarf ekki að hafa samvizkubit yfir því! Vegna námsálags og skilningsskorts í flestum háskól- um hafa læknanemar og unglæknar síðustu áratuga orðið að neita sér um að lesa annað en læknisfræði sjálfum sér oft til mesta skaða. Ein skilgreining á læknanema er sá sem fer með skólabækur með sér í bíó til að geta notað tímann í hléinu. Læknanemar hafa verið í menningarsvelti öll sín háskólaár og geta þannig orðið sjálfhverfir og liðið af alvarlegum menningarskorti sem er ekki síður alvarlegur en B- eða C-vítamínskortur. Pað að hafa ekki tíma til að lesa bókmenntir er eins og að gefa sér ekki tíma fyrir útiveru og hreyfingu vegna þreytu. En þeir sem fara út og hreyfa sig vita að þeir fá meira þrek, betri and- lega og líkamlega líðan og eiga meiri tíma aflögu. Raunar tel ég tímabært að lestur góðra bóka verði hluti af námi og framhaldsnámi lækna og veit að vax- andi áhugi er fyrir því í mörgum læknaskólum. Kenna þarf mannleg samskipti, þar á meðal tilfinn- ingar á borð við reiði. Þar hljóta bókmenntir að skipa veglegan sess til að auka skilning lækna á mannlífinu og á mannlegum vandamálum. Verði reiður sjúklingur á vegi manns, á stofu eða á stofnun, þarf maður fyrst að átta sig á hvað sé að gerast. Velta því fyrir sér eitt örstutt andartak að hverjum reiðin beinist. Er um að ræða réttláta reiði gagnvart lækninum, af því að hann hefur gert mistök, gert eitthvað af sér, vanvirt eða ekki uppfyllt þarfir sjúklingsins eða vanrækt að halda samning sinn við hann? Beinist reiði að lækninum af því að sjúklingur- inn hefur engan annan til að skeyta skapi sínu á? Er viðkomandi einungis þannig skapi farinn, fúllyndur eða truflaður á geði? Hefur hann ekki vaxið upp úr skapofsaköstum æsku sinnar (tantrum)? Er reiðin merki um ofneyzlu áfengis eða vímuefna? Reiði sjúk- lings getur beinzt að fleirum en lækninum, til dæmis að samstarfsfólki, þeim sem svara í síma eða starfa í móttöku og stundum þarf læknirinn að koma þeim til hjálpar. Öllu máli skiptir þó að þekkja sjálfan sig, hafa stjórn á eigin tilfinningum, vita hvað maður gerir hverju sinni og þó vera mannlegur. Læknir og mann- leg vera. Manneskja. Annars getur illa farið, ekki sízt fyrir lækni sem þarf að geta unnið á faglegan hátt á hverju sem dynur. Læknar sem skrifa Reiði getur verið leið sjúklings út úr ógöngum eða óbærilegum aðstæðum, kannski eina leiðin sem hann hefur lært. Miklu skiptir að láta ekki hugfallast og ekki reiðast á móti. Reiði getur verið mikilvægt sem eldsneyti til að komast af undir erfiðum kringum- stæðum, samanber Þrúgur reiðinnar eftir Steinbeck. Reiði getur táknað ótta eða óöryggi og oft þarf fólk aðstoð til að læra að beita öðrum aðferðum, til að tjá sig á annan veg. Samtalsmeðferð hjá lækni er ein leið til þess, og Balint-fundir og þjálfun geta verið læknin- um nauðsynlegur bakhjarl. Steinbeck: Jimmi leit til hans með munninn fullan af kanínukjöti. Hann tuggði ákaft og vöðvastæltur háls- inn dróst saman, þegar hann renndi niður. „Jú, það var rétt af þér að tala,“ sagði hann. „Stundum getur hrygg- ur maður losnað við sorg sína út um munninn með orð- unum. Stundum losnar manndrápari við morðfýsnina út um munninn með orðunum og hættir við að drýgja morðið. Það var rétt af þér að tala. Dreptu ekki mann, ef þú getur með nokkru móti forðast það." (Bls. 61.) Læknar kynnast mannfólkinu um margt á annan hátt en almennt gerist og geta því haft frá mörgu að segja. Allmikið hefur verið ritað um lækna og sjúk- dómar koma auðvitað víða fyrir í bókum. Nokkrir læknar hafa gerzt rithöfundar og jafnvel orðið heims- þekktir fyrir skáldsögur sínar eða smásögur, en þeir eru ekki margir. Mikhail Bulgakov var læknir eins og stjúpfaðir Itans og tveir frændur. Hann var fæddur 1891 og skrifaði meðal annars Minnisbók sveita- lœknis (A Country Doctor's Notebook) (4) og Meist- arann og Margarítu (5), en sú síðarnefnda kom út í bókarformi árið 1973,20 árum eftir dauða höfundar- ins. Hún hefur verið gefin út í íslenzkri þýðingu Ingi- bjargar Haraldsdóttur og þar segir frá seiðskrattan- um Woland prófessor sem kemur til Moskvu undir Læknablaðið 2002/88 147
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.