Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2002, Síða 33

Læknablaðið - 15.02.2002, Síða 33
FRÆÐIGREINAR / ÁHRIF LÝSIS / ESAKTERÍUTEGUNDIR framleiddum úr co-3 fitusýrum en minni framleiðsla verður á bólgumiðlum framleiddum úr co-6 fitusýr- um, svo sem arakídónsýru. Fyrri niðurstöður okkar og annarra sýna að lýsi hefur verndandi áhrif gegn sýkingum með Gram nei- kvæðu bakteríunni Klebsiella pneumoniae (6-8). f rannsóknum okkar fram til þessa höfum við notað kornolíu eða ólífuolíu til samanburðar við áhrif lýsis- ins (6,7,9). Mismunur lýsis annars vegar og ólífuolíu eða kornolíu hins vegar felst fyrst og fremst í magni omega-3 fitusýra í lýsi en omega-6 eða omega-9 fitu- sýrum í kornolíu eða ólífuolíu (6). í rannsóknum okkar hefur lýsi haft greinileg áhrif umfram bæði ólífuolíu eða kornolíu. Flestar rannsóknir á verndandi áhrifum lýsis í sýk- ingum hafa verið gerðar með bakteríunni Klebsiella pneumoniae þó fleiri sýklar hafi verið reyndir (8,10- 15). Rannsóknir á Gram jákvæðum bakteríum eru þó af skornum skammti (16-18). Pneumókokkar eru algengir sýkingavaldar hjá bömum og fullorðnum. Talið er að ár hvert valdi þeir sýkingum í meira en 150 milljónum manna í heiminum (19,20). Þeir eru ein algengasta bakterían sem veldur heilahimnubólgu, eyrnabólgu og lungnabólgu (20). I ljósi þess að lítið er vitað um áhrif lýsisríks fæðis á sýkingar með Gram jákvæðum bakteríum, auk þess sem pneumókokkar eru afar algengur sjúkdómavald- ur, voru í tilraun þessari rannsökuð áhrif lýsisneyslu tilraunadýra á lifun eftir sýkingar í lungu með Streptococcus pneumoniae hjúpgerð 3 annars vegar og hins vegar Klebsiella pneumoniae. Efni og aöferöir Tilraunadýr og meðferð þeirra Tilraunadýrin voru 120 NMRI kvenmýs, skipt í fjóra jafnstóra hópa, sem aldar voru á Tilraunastöð Há- skólans í meinafræði að Keldum. Mýsnar voru aldar á hefðbundinn hátt og höfðu frjálsan aðgang að fæðu og vatni meðan á tilrauninni stóð. I sex vikur voru mýsnar aldar á hefðbundnu nag- dýrafóðri frá Special Diets Services (Witham, Essex, England). Músunum var skipt í 4 hópa og fengu tveir hópar fæði bætt með lýsi (Lýsi ehf, Grandavegi, Reykjavík, Island) og tveir hópar fæði bætt með kornolíu (Wesson, Hunt-Wesson Inc., Fullerton, USA) þannig að fitusýrumagn og hitaeiningamagn hópanna væri sambærilegt. Lýsið og kornolían námu 10% af þyngd fæðisins. Sýklar, sýkingar og framkvœmd Streptococcuspneumoniae (hjúpgerð 3) var fengin frá Sýklafræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss. Gerð- ar voru tvær sýkingatilraunir og var fjöldi bakteríanna sem sýkt var með annars vegar 7.500 og hins vegar 9.000. Fjöldi músa í hvorri tilraun voru 60, 30 fengu lýsisríkt fæði og 30 mýs fengu kornolíuríkt fæði. Klebsiella pneumoniae, ATCC 43816, var einnig fengin frá Sýklafræðideild Landspítala háskóla- sjúkrahúss. Gerðar voru tvær sýkingatilraunir og var fjöldi bakteríanna annars vegar 275 og hins vegar 436. Fjöldi músa í hvorri tilraun var 60,30 mýs fengu lýsisríkt fæði og 30 fengu kornolíuríkt fæði. Við sýkingu voru mýsnar svæfðar með pento- barbiton-sodium (50 mg/kg) sem sprautað var í kvið- arhol. Síðan voru mýsnar hengdar upp á vír á fram- tönnunum og 50 p.1 af lausn með bakteríunum látnir drjúpa niður í nefhol þeirra og þaðan niður í lungu. Að 10 mínútum liðnum var músunum komið fyrir í sitjandi stöðu þar til þær vöknuðu af svæfingunni. Lausnin með bakteríunum var geymd í ísbaði meðan á sýkingarferlinu stóð til að hindra fjölgun bakterí- anna og voru þær í log fasa við sýkingu. Aðferðinni hefur verið lýst áður (21). Fylgst var með lifun músanna á átta klukkustunda fresti. Tilraunin var framkvæmd tvisvar á sama hátt, að því frátöldu að í annarri tilrauninni var fylgst með músunum í 14 daga en í hinni í 18 daga. Tölfrœði Lifun tilraunadýranna var metin með Kaplan-Meier log rank prófi. Munur var talinn tölfræðilega mark- tækur ef p-gildi var minna en 0,05. Niöurstööur Þyngdaraukning músanna var sú sama í hópunum sem fengu lýsisríkt fæði og þeim sem fengu kornolíu- ríkt fæði. Lifun músa sem sýktar voru með Klebsiella pneumoniae var marktækt betri hjá hópnum sem al- inn hafði verið á lýsisríku fæði samanborið við hóp- inn sem alinn var á kornolíuríku fæði í báðum til- raununum (p=0,0001 og 0,0013) (mynd 1). Ekki var tölfræðilega marktækur munur á lifun músa sem sýktar voru með Streptococcus pneum- oniae hjúpgerð 3 og fengu lýsisríkt fæði og þeirra sem fengu kornolíuríkt fæði í hvorugri tilrauninni (p=0,74 og p=0,15 )(mynd 2). Umræöa Fyrri niðurstöður rannsóknarhópsins sýndu betri lifun músa sem sýktar voru með Gram neikvæðu bakteríunni Klebsiella pneumoniae og aldar voru á lýsisbættu fæði samanborið við mýs sem aldar voru á kornolíubættu fæði (6, 7). Þó flestar rannsóknir á áhrifum lýsis í sýkingum hafi verið gerðar með Klebsiella penumoniae hafa einnig aðrir sýklar verið notaðir. Þannig hefur verið bent á góð áhrif lýsis eftir sýkingar með Pseudomonas aeruginosa (10) og eftir innspýtingu endótoxína bæði eftir gjöf lýsisríks fæðis (11) og einnig eftir gjöf lýsisblöndu í æð (22). Þá hefur tilraunadýrum verið gefin lýsislausn í æð skömmu eftir upphaf blóðsýkingar. Niðurstöðurnar sýndu marktækt betri lifun dýranna sem fengu lausn- ina samanborið við saltvatn (23). Einnig hefur lifun Læknablaðið 2002/88 121
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.