Læknablaðið - 15.10.2002, Page 5
LISTAMAÐUR
MÁNAÐARINS
UMRÆÐA 0 G FRETTIR
754 Af sjónarhóli stjórnar LÍ:
Heilbrigðisyfírvöld hafa enga
stefnu. Barátta heimilislækna
snýst um réttindi
Þórir B. Kolbeinsson
757 Aðalfundur LÍ
11.-12. október
759 Lýðræðissjónarmið krefjast
breytinga
Rætt við Sigurbjörn Sveinsson
formann LÍ um aðalfund félagsins
Þröstur Haraldsson
760 Heilsugæsian í uppnámi.
Ríkisendurskoðun auglýsir
eftir stefnu en ráðherrann
þráast við
Þröstur Haraldsson
764 Dánarorsakir 1981-1998
766 Læknavísindin eru alltaf
að koma róti
á hugmyndaheim manna
Rætt við Stefán Hjörleifsson lækni
og heimspeking í Björgvin
Þröstur Haraldsson
770 Um verktaka
í heilbrigðisþjónustu
Ólafur Ólafsson
Nýr framkvæmdastjóri LÍ.
Gunnar Armannsson
Þröstur Haraldsson
775 íðorðasafn lækna 148.
Medicine
Jóhann Heiðar Jóhannsson
777 Faraldsfræði 20.
Klínísk faraldsfræði IV
María Heimisdóttir
779 Lyfjamál 108.
Yfirlit um lyfjasölu ársins
og kostnaðarmesta lyfja-
flokkinn, tauga- og geðlyf
Eggert Sigfússon
781 Broshornið 30.
Latex og dónaskapur
Bjarni Jónasson
782 Dreifibréf landlæknis.
Tilkynning frá
sóttvarnalækni
785 Námskeið
786 Lausar stöður, þing
789 Okkar á milli
791 Minnisblaðið
Eirún Sigurðardóttir (1971) er
líklega þekktust fyrir þátt sinn í
Gjörningaklúbbnum, enda hefur
þaö samstarf vakið athygli víöa um
heim undir nafninu The lcelandic
Love Corporation. Hún hefur þó
haldið fjölda einkasýninga og þótt
sumar hafi verið smáar í sniðum
hafa þær vakið töluverða athygli.
Myndin á forsíðu blaðsins er frá
Ijósmyndasýningu sem Eirún hélt í
sýningarsalnum gallerí@hlemmur.is
árið 2000 þar sem manneskjan er í
aðalhlutverki og mynduð i
margvíslegum átökum við
náttúruna. Myndirnar eru ágengar
en þó óaðfinnanlega smekklegar,
en í því felast einmitt skilaboð
Eirúnar. Árekstur hins smekklega
og þess grófgerða er viðfangsefni
hennar hér: (mynd borgarkonunnar
í andstöðu við hrjóstrugt hraunið og
hrátt timbrið. Margar spurningar
vakna þegar maður skoðar þessar
myndir en flestar eru líkiega þess
eðlis að hver og einn þarf að svara
þeim fyrir sig. Umræða Eirúnar um
konuna og stöðu hennar
takmarkast nefnilega ekki við
pólitískar klisjur eða almennar
alhæfingar. Það sem hún varpar
fram virðist heldur varða
ákvarðanir sem hver þarf að taka
sjálfur. Ákvarðanir um það hvernig
maður sjálfur tekst á við líf sitt og
þá umgjörð sem því er búin.
Hliðstæður við þessa nálgun má
víða sjá í alþjóðlegri samtimalist en
sjaldan svo að verkin sameini jafn
vel persónulega tilfinningu
listamannsins, fagurfræðilega
framsetningu og ágengan stíl.
Með einkasýningum sínum, ekki
síður en með starfi sínu með
Gjörningaklúbbnum, hefur Eirún
skapað sér sérstæðan stíl í
efnistökum sem ber vott um
sterkan listrænan skilning og afar
einbeitan vilja til að takast
markvisst á við erfið viðfangsefni.
Jón Proppé
Læknablaðið
http://lb.icemed.is
Læknablaðið 2002/88 709
Ljósmynd Eirún Sigurðardóttir