Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2002, Page 9

Læknablaðið - 15.10.2002, Page 9
RITSTJÓRNARGREINAR Skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi Mikilvægi þess að geta fækkað dauðsföllum af völd- um krabbameina er öllum ljóst. Krabbamein í ristli og endaþarmi valda miklu heilsutjóni og eru þriðja algengasta dánarorsök af völdum krabbameina meðal íslendinga og tíðni sjúkdómsins hérlendis fer vax- andi. Nokkrar mjög stórar rannsóknir hafa sýnt óyggjandi að fækka má dauðsföllum af völdum þess- ara krabbameina um 15-33% með skimun þar sem leitað er að blóði í hægðum. Starfshópur á vegum landlæknis fékk það hlut- verk að gera tillögur að leiðbeiningum um skimun fyrir ristilkrabbameini á íslandi. Leiðbeiningamar voru birtar sem drög og leitað var eftir ábendingum frá ýmsum fagfélögum. Eftir umfjöllun starfshópsins var ekki talin ástæða til breytinga á leiðbeiningunum og birtast þær í þessu tölublaði Læknablaðsins. Næsta skref er að meta hvort ástæða sé til að mæla með almennri skimun, líkt og við gerum nú í leit að krabbameini í brjóstum og leghálsi. I kjölfar leiðbeininganna var ákveðið að stofnuð yrði fram- kvæmdanefnd sem huga ætti að því hvernig best væri að standa að framkvæmd skimunar. Mjög hefur verið vandað til þessarar vinnu af hálfu starfshópsins en það er síðan framkvæmdanefndar að meta hvort og hvernig framkvæma á fjöldaskimun og gera um það tillögur sem verða unnar í samvinnu við heil- brigðisráðuneytið. Taka verður tillit til fjölda mikilvægra þátta þegar lagt er á ráðin um næstu skref: 1. Ekki er ljóst hvernig niðurstöður stórra rann- sókna yfirfærast á hópa þar sem almennri skimun er beitt. Hvergi er beitt þjóðarskimun af þessu tagi þótt ráðleggingar þar að lútandi liggi oft fyrir frá ýmsum fagfélögum og opinberum stofnunum. 2. Margir hafa lagt mat á ávinninginn af skimun og er niðurstaðan misjöfn. Ekki er þó umdeilt að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi lækkar dánartíðni af völdum sjúkdómsins. Ljóst er samt að til þess að ná tilætluðum árangri þarf nokkra fyrirhöfn. Fjöldi þeirra sem þarf að skima til að forða einum frá dauða úr sjúkdómnum hefur verið metinn á grundvelli nokkurra stórra rannsókna. Ber þær allar að sama brunni, þannig að skima þarf 1000 manns í 10 ár til að forða ein- um til tveimur einstaklingum frá dauða. Avinn- ingur skimunar er alltaf tengdur undirliggjandi beinni áhættu og sé miðað við að skimun hefjist hjá fimmtugum manni og standi í tíu ár má fækka dauðsföllum vegna þessa krabbameins um einn fyrir hverja 1000 skimaða en ef skimun hefst við sextugt má fækka dauðsföllum um 2,2 fyrir hverja 1000 sem skimaðir eru í tíu ár. 3. Val hægðaprófs getur verið umdeilanlegt. í breskri og danskri rannsókn var notað óvætt Hemoccult II en í sænskri og bandarískri athug- un var notað vætt Hemoccult II. Hér er ráðlagt að nota Hemoccult Sensa sem er næmara, en það próf hefur ekki verið rannsakað í eins stórum rannsóknum og hin tvö. 4. Fjöldi jákvæðra hægðasýna sem fylgja þarf eftir með frekari rannsókn (speglun) er mjög misjafn eftir því hvaða próf er valið. Jákvæð sýni við Hemoccult II voru 1 til 3% með 98-99% sértæki en ekki nema 54-59% næmi sé miðað við tíu ára eftirfýlgni og að prófað sé annað hvert ár. Sé vætt Hemoccult II notað eykst næmi upp í 81-92% en sértæki fellur verulega, eða niður í um 90%. Já- kvæð sýni eru um 10% sem þýðir að fjórum til fimm sinnum fleiri þurfa nánari skoðun en þegar notað er óvætt Hemoccult II. Svipað gildir um Hemoccult Sensa með sértæki um 87%. 5. Ákjósanlegasta tíðni skimunar er heldur ekki alveg ljós. Eins og vænta mátti var mest lækkun á dauðsföllum í bandarískri rannsókn þar sem skim- að var árlega og með mjög næmu próf. Hins vegar var fjöldi ristilspeglana mikill en í þeirri rannsókn var ristill speglaður hjá 38% allra sem skimaðir voru árlega en hjá 28% þeirra sem skimaðir voru annað hvert ár miðað við 13 ára tímabil. 6. Á hvaða aldri á að skima? Ýmist er mælt með skimun hjá öllum þeim sem eru eldri en 50 ára eða aðeins á aldursbilinu 50 til 75 ára. Einungis 5% ristilkrabbameina sem greinast við skimun eru hjá einstaklingum 80 ára og eldri. 7. Fylgikvillar skimunar geta verið bæði líkamlegir og andlegir. Líkamlegir fylgikvillar, svo sem alvar- legar blæðingar eða gat á göm við ristilspeglun, eru mjög fátíðir en verða hjá einum til fjórum af 2000 og dauðsföll vegna ristilspeglunar eru áætluð 0,01% til 0,02% (einn til tveir af 10 þúsund). Þetta þarf að skoða í tengslum við það að bein áhætta á að deyja úr ristilkrabbameini er lítil á hveijum tíma (1,8 dauðsföll á 10 þúsund á aldursbilinu 50 til 54 ára). Hafa ber einnig í huga að skimun fyrir alvarlegum sjúkdómum hefur alltaf einhver nei- kvæð áhrif á andlega heilsu, bæði meðal þeirra sem eru beinir þátttakendur svo og þeirra sem af einhveijum ástæðum afþakka boð um rannsókn. Allir þessir þættir eru mikilvægir þegar kostir fjöldaskimunar eru metnir. Eigi að síður er krabba- mein í ristli og endaþarmi alvarlegur sjúkdómur í vexti hér á landi. Sterkar vísbendingar eru frá er- lendum rannsóknum, ekki síst frá Bandaríkjunum, um að fjöldaskimun geti átt þátt í að snúa þessari Sigurður Guðmundsson Höfundur er landlæknir. Læknablaðið 2002/88 713

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.