Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2002, Qupperneq 24

Læknablaðið - 15.10.2002, Qupperneq 24
FRÆÐIGREINAR / ÁHÆTTUÞÆTTIR SKÝMYNDUNAR Table I. Items of guestionnaire. 1. Sex, race, body mass index, maritial status 2. Ageing indices: age, age at menopause, senile pigment spots 3. Life style: smoking and alcohol habits, daytime spent outside - wear of sunglas- ses, spectacles and hats. Occupation - terrain when outside (with respect to reflectance) holidays/week/year 4. Consumption of food items: green or yellow vegatable, soy products, beans, legu- mes, meat and meat products, egg or egg dishes, seaweed, milk, plant oil, cod liver oil, dietary fiber rich vegatables, fresh fish, liver and liver products, herring, sardines, shrimps, fresh fruit, yogurt, sour milk, curdle, green tea and sweeteners. 5. Past history of diseases: diabetes mellitus, arterial hypertension, coronary heart disease, arteriosclerosis, chronic bronchitis, asthma, rheumatism, thyroid dis- ease, osteoporosis, atopy, gout 6. Skin type: a) always sunburn, never tan, b) always sunburn, sometimes tan, c) sometimes sunburn, always tan 7. Past history of eye diseases (confirmed on examination): myopia, hyperopia, glaucoma, uveitis, macular degeneration 8. Medication: all medication, present and past Table II. Number of persons available forlens analysis and percentage ofthose having nuclear or pure early or pure severe cortical opacifications. Age (years) N pers Early cort Sev cort Nuclear 50-59 358 36% 2% i% 60-69 351 41% 9% 12% 70-79 231 32% 23% 41% 80+ 53 8% 22% 58% Efniviður og aðferðir Rannsóknin fór fram á Augndeild Landakotsspítala frá ágúst fram í október 1996. Að fengnu samþykki Tölvunefndar og Siðanefndar var tekið slembiúrtak úr Þjóðskrá. Um var að ræða 1700 Reykvíkinga sem allir voru 50 ára eða eldri, eða sem nam 6,4% af borg- arbúum á þessum aldri. Af þeim reyndust 64 hafa lát- ist og ekki náðist í 256 einstaklinga sem meðal annars höfðu skipt um heimili án þess að tilkynna Þjóðskrá. Unnt var að ná til 1379 einstaklinga og af þeim komu 1045 til skoðunar; 78,8% þeirra sem voru á aldrinum 50-79 ára en 51,3% þeirra sem voru eldri en 80 ára. Allir í úrtakinu fengu sendan spurningalista um heilsufar og lífsvenjur (tafla 1) ásamt bréfi þar sem þeim var tilkynnt að innan tveggja vikna yrði hringt í þá og þátttöku þeirra óskað. í símtalinu voru þátttak- endur aðstoðaðir við að fylla út spurningalistann og það sem vafðist fyrir þeim var lokið við þegar mætt var í sjálfa rannsóknina. Allir 1045 þátttakendurnir fengu ítarlega augn- skoðun sem meðal annars fól í sér raufsmásjárskoð- un og Scheimpflug-myndatöku (Nidek EAS 1000) af augasteinum. Eftir að búið var að útiloka þá sem voru með gerviaugasteina, gerviaugu eða ekki var hægt að skoða af öðrum orsökum voru eftir 1983 augasteinar úr 993 þátttakendum sem hægt var að meta með tilliti til skýmyndana. Þar af voru 887 auga- steinar úr 444 körlum og 1096 steinar úr 549 konum. Greining og stigun skýmyndana fylgdi svokölluðu Kanazawa Medical University kerfi (KMU system) (1). í rannsókninni er miðað við verra auga einstak- lingsins. Ský í berki (cortical lens opacification) reyndist al- gengt form breytinga í þessu úrtaki, sérstaklega hjá þátttakendum yngri en sjötíu ára. í eldri hópunum ber meira á blönduðum breytingum þar sem saman fer ský í berki og kjarna og í fáeinum tilfellum kemur fyrir ský við afturhýði (1). Til þess að geta sagt sér- staklega fyrir um áhættuþætti skýmyndunar í berki voru þeir þátttakendur síaðir út sem höfðu einvörð- ungu skýmyndun á því svæði. Þeim var skipt í tvo hópa eftir þéttleika skýsins, þannig að í öðrum hópn- um voru þeir 374 þátttakendur sem höfðu væga ský- myndun í berki (I. stigs) og í hinum hópnum þeir 82 sem höfðu svæsnari breytingar í berki (II.-III. stigs). Þessi aðgreining er meðal annars höfð vegna þess að stig I veldur yfirleitt ekki marktækri sjóndepru öfugt við stig II og III, og öll ský í kjarna augasteins. Ský í kjarna eru sjaldan ein á ferð heldur fylgja oftast ský í berki. Greining á áhættuþáttum skýmynd- unar í kjarna er því að nokkru leyti háð samtíma- greiningu skýmyndana í berki og samanburði þar á, eins og gert er í þessari rannsókn. Allir þeir sem greindust með skýmyndun í kjama á einhverju stigi, sama hvort hún var ein á ferð eða ásamt skýmyndun á öðrum stöðum á augasteininum, voru settir í einn flokk. Ský í kjarna augasteins (I.-III. styrkleikastig) fannst í að minnsta kosti öðru auga hjá 206 þátttak- endum, þar af voru 188 (91%) með ský í kjarna á báðum augasteinum (sjá töflu II). Gögnin voru greind með lógistískri aðhvarfsgreiningu þar sem stýrt var fyrir áhrifum aldurs. Niðurstöður Tafla II sýnir fjölda þátttakenda sem hægt var að skoða með tilliti til skýmyndana og hversu stórt hlut- fall þeirra hafði skýmyndun í berki eða kjarna. Ský- myndanir einungis í berki (pure cortical lens opacifi- cations) fundust hjá 38% þátttakenda á aldrinum 50- 59 ára, hjá 50% á aldrinum 60-69 ára, hjá 55% 70-79 ára og 32% þeirra sem voru 80 ára eða eldri. Lægra algengi í elsta hópnum skýrist af því að þar eru fleiri einstaklingar með blandaðar skýmyndanir, yfirleitt samtímis í berki og kjarna. 95% skýmyndana í berki í aldurshópnum 50-59 ára eru vægar (I. stig) en aðeins 30% hjá fólki 80 ára og eldri. Hættan á að væg I. stigs skýmyndun í berki verði svæsnari II.-III. stigs breyt- ing eykst um 19% við hvert ár sem fólk eldist umfram fimmtugt (95% öryggismörk 1,16-1,22: p<,001). Það er veruleg aukning á algengi skýmyndana í kjarna augasteins með auknum aldri; þannig sjást þessar breytingar í 8% þátttakenda á aldrinum 50-69 728 Læknablaðið 2002/88
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.