Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2002, Page 27

Læknablaðið - 15.10.2002, Page 27
FRÆÐIGREINAR / ÁHÆTTUÞÆTTIR SKÝMYNDUNAR un á augasteinum hjá hófdrykkjufólki (2), en of- neysla áfengis er talin auka líkur á skýmyndun (17). Niðurstöðurnar benda til þess að mismunandi or- sakaþættir hafi áhrif á skýmyndun í berki augasteins- ins annars vegar og í kjarna hans hins vegar. Með ákveðnu fæðuvali og lífsvenjum er hægt að draga nokkuð úr skýmyndunum. Skýmyndun í kjarna auga- steins veldur fyrr sjóndepru en ský í berki og er því mun algengari orsök þess að skipt er um augastein. Mikilvægasta forvörn til að fækka slíkum aðgerðum er að draga úr reykingum. Stuðningsaðilar voru meðal annars eftirtaldir: Sjálfseignastofnun St. Jósefsspítala, Landakoti, Minn- ingarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjáns- sonar, Sasakawa Scandinavia-Japan Foundation, Stokk- hólmi, Rannsóknarsjóður Háskóla fslands, RANN- ÍS, Vísindasjóður Landspítala, Nidek Co Ltd., Japan. Heimildir 1. Arnarsson A, Jónasson F, Jónsson V, Sasaki H, Stefánsson E, Bjarnadóttir G, et al. Algengi skýs á augasteini hjá íslending- um 50 ára og eldri. Reykjavíkuraugnrannsóknin. Læknablaöið 1999; 85: 778-86. 2. Katoh N, Jónasson F, Sasaki H, Kojima M, Ono M, Takahashi N, et al. Cortical lens opacification in Iceland. Risk factor ana- lysis - Reykjavik Eye Study. Acta Ophthalmol Scand 2001; 79: 154-9. 3. Arnarsson A, Jónasson F, Sasaki H, Ono M, Jónsson V, Ko- jima M, et al. Risk factors for nuclear lens opacifications: the Reykjavik Eye Study. Dev Ophthalmol 2002; 35:12-20. 4. Sasaki H, Jónasson F, Kojima M, Katoh N, Ono M, Takahashi N, et al. Reykjavik Eye Study - prevalence of lens opacification with reference to identicai Japanese studies. Ophthamologica 2000; 214: 412-20. 5. Flaye DE, Sullivan KN, Cullinan TR, Silver JH, Whitelocke RA. Cataracts and cigarette smoking. The City Eye Study. Eye 1989; 3: 379-84. 6. West S, Munoz B, Emmet EA, Taylor HR. Cigarette smoking and risk of nuclear cataracts. Arch Ophthalmol 1989; 107: 1166-9. 7. Hiller R, Sperduto RD, Podgor MJ, Wilson PW, Ferris FL 3rd, Colton T, et al. Cigarette smoking and the risk of development of lens opacities. The Framingham studies. Arch Ophthalmol 1997; 115:1113-8. 8. McCarty CA, Nanjan MB, Taylor HR. Attributable risk esti- mates for cataract to prioritize medical and public health action. Invest Ophthalmol Vis Sci 2000; 41: 3720-5. 9. Cumming RG, Mitchell P. Alcohol, smoking, and cataracts: The Blue Mountains Eye Study. Arch Ophthalmol 1997: 115; 1296-303. 10. Kawakami Y, Sasaki H, Jónasson F, Sakamoto Y, Kojima M, Takahashi N, et al. Eigenschaft und Háufigkeit Kortikaler Linsentríibung im Fríihstadium - Reykjavik Eye Study. Klin Monatsbl Augenheilkd 2001; 218: 78-84. 11. Leske MC, Chylack LT, Wu SY. The Lens Opacities Case- Control Study: Risk Factors for Cataract. Arch Ophthalmol 1991; 9:244-51. 12. Italian - American Cataract Study Group. Risk factors for age-related cortical, nuclear and posterior subcapsular cataracts. Am J Epidemiol 1991; 133: 541-53. 13. Cumming RG, Mitchell P. Medications and cataract - The Blue Mountains Eye Study. Ophthalmology 1998; 105:1751-8. 14. Seland JH. Chylack LT Jr. Cataract in the exfoliation synd- rome (fibrillopathia epithelocapsularis). Trans Ophthalmol Soc UK 1982; 102: 375-9. 15. Hietanen J, Kivelá T, Vesti E, Tarkkanen A. Exfoliation in patients scheduled for cataract surgery. Acta Ophtalmol (Copenh.) 1992; 70: 440-6. 16. Ritter LL, Klein BE, Klein R, Mares-Perlman JA. Alcohol use and lens opacities in the Beaver Dam Eye Study. Arch Ophthalmol 1993:111; 113-7. 17. Clayton RM, Cuthbert J, Duffy J, Seth J, Philips CI, Bartholo- mew RS, et al. Some risk factors associated with cataract in SE Scotland. A Pilot Study. Trans Ophthalmol Soc UK 1998; 102: 331-6. Fosamax 70 mg MSD TÖFLUR; M 05 B A 04 Hver tafla inniheldur: Acidum alendronatum 70 mg. Töflumar innihalda laktósu. Ábendingar: MeðferÖ á beinþynningu eftir tíðahvörf. Fosamax dregur úr hættu á samfalli hryggjarliða og mjaðmarbrotum. Skammtar og lyfjagjöf: Ráðlagður skammtur er ein 70 mg tafla einu sinni í viku. Eftirfarandi atriði eru mikilvæg til þess að frásog alendrónats verði fullnægjandi: Fosamax verður að taka á fastandi maga að morgni, a.m.k. hálfri klukkustund áður en önnur lyf eru tekin og fæðu eða drykkjar er neytt. Lyfið skal tekið inn með vatni. Aðrir drykkir (þ.á m. sódavatn), fæða og önnur lyf geta dregið úr frásogi alendrónats (sjá Milliverkanir). Sjúklingar ættu að fá kalk og D-vítamín ef ekki er nægjanlegt magn af því í fæðunni (sjá Vamaðarorð og varúðarreglur). Notkun hjá öldruðum: í klínískum rannsóknum hafði aldur hvorki Sirif á verkun alendrónats né öryggi notkunar þess. Því er ekki þörf á aðlögun skammta hjá öldruðum. Skert nýmastarfsemi: Aðlögun skammta er ekki nauðsynleg hjá sjúklingum með gauklasíunarhraða (GFR: Glomerular filtration rate) meiri en 35 ml/mín. Alcndrónat er ckki ráðlagt fyrir sjúklinga með meiri skerðingu á nýmastarfsemi (GFR < 35 ml/mín) þar sem nægileg reynsla er ekki fyrir hendi. Notkun hjá bömum: Alendrónat hefur ekki verið rannsakað m.t.t. notkunar fyrir böm og á því ekki að §efa bömum lyfið. Notkun Fosamax 70 mg taflna hefur ekki verið rannsökuð m.t.t. meðferðar við beinþynningu af völdum sykurhrífandi barkstera. rábendingar : Óeðlilegt vélinda, eða annað sem scinkar tæmingu vélindans, s.s. þrengsli (strictura) eða vélindakrampi (achalasia), sjúklingar sem ekki geta sctið eða staðið uppréttir í a.m.k. 30 mínútur, ofnæmi fyrir alendrónati eða einhverjum hjálparefnanna, of lágt kalkgildi í blóði, Sjá einnig Vamaðarorð og varúðarreglur. Varnaðarorð og varúöarrcglur: Alendrónat getur valdið staðbundinni ertingu í slímhúð í efri hluta vélindans. Þar sem sá möguleiki er fyrir hendi að undirliggjandi sjúkdómur versni, skal gæta varúðar þegar alendrónat er gefið sjúklingum með virka sjúkdóma í efri hluta meltingarvegar, svo sem kyngingarörðugleika, sjúkdóma í vélinda, eða bólgusjúkdóm eða sár í maga eða skeifugöm. Ennfremur þeim scm hafa nýlega(á síðastliðnu ári) haft sjúkdóma í meltingarvegi svo scm sár eða blæðingu og þeim sem gengist hafa undir skurðaðgcrð á eni hluta meltingarvegar, að undanskilinni magaportslögun (pyloroplasty) (sjá Frábendingar). Aukaverkanir á vélinda (sem geta verið svo alvarlegar að sjúkrahúsinnlögn er nauðsynleg) s.s. vélindabólga, vélindasár og fleiður í vélinda sem í sjaldgæfum tilvikum hafa leitt til þrengingar í vélinda, hafa verið skráðar hjá sjúklingum í meðferð með alendrónati. Læknar ættu því að vera á verði gagnvart einkennum sem benda til áhrifa á vélinda og benda skal sjúklingunum á að hætta að taka inn alendrónat og leita til læknis ef þeir verða varir við kyngingarörðugleika, verki við kyngingu, verk unair bringubeini eða brjóstsviða sem fer versnandi eða hefur ekki verið til staðar áður. Hættan á alvarlegum aukaverkunum í vélinda virðist vcra meiri hjá sjúklingum sem ekki taka alendrónat inn á réttan hátt og/eða halda áfram aö taka inn alendrónat eftir að einkenni koma fram sem bcnda til ertingar í vélinda. Það cr mjög mikilvægt að sjúklingar fái fullnægjandi leiðbeiningar um það hvemig beri að taka lyfið inn og að J)eir skilji þær til hlítar (sjá Skammtar og lyfjagjöO- Upplýsa skal sjúklinga um að sé leiðbeiningunum ekki fylgt geti það aukið hættu á vandamálum í vélinda. Þrátt fyrir að ekki hafl komið fram aukin áhætta í víðtækum klíntskum rannsóknum, hafa maga- og skeifugamarsár í sjaldgæfum tilvikum verið skráð, við almenna notkun lyfsins, sum alvarleg og með fylgikvillum. Orsakasamband hcfur samt ekki verið útilokað. Sjúklingar skulu fá lciðbeiningar um hvað þcim beri að gera gleymi þeir að taka skammt af Fosamax, en þeir skulu taka töflu strax morguninn eftir að þeir muna eftir því. Ekki skal taka tvær töflur sama daginn, cn halda skal áfram að taka eina töflu einu sinni í viku á þeim degi sem upphaflcga var valinn. Alendrónat er ekki ráðlagt fyrir sjúklinga með skerta nýmastarfsemi þegar GFR er minna en 35 ml/mín (sjá Skammtar og lyfjagjöO- íhuga skal aðrar orsakir beinþynningar en östrógenskort og aldur. Leiðrétta þarf lágt kalkgildi í blóði áður en meðfcrð með alendrónati er hafin (sjá Frábendingar). Aðrar truflanir á efnaskiptum (svo sem D-vítamínskort) þarf einnig að meðhöndla á árangursríkan hátt. Þar sem alendrónat tekur þátt í að auka steinefni í beinum, gctur minniháttar lækkun í styrk kalks og fosfats í sermi komið fram, sérstaklega hjá sjúklingum sem fá sykurhrífandi barkstera (glucocorticoids), en þeir eiga á hættu að kalkfrásog minnki. Mikilvægt er því að tryggja að sjúklingar sem taka sykurstera fái nægjanlegt kalk og D- vítamín.MiIliverkanir: Mjög líklegt er að matur og drykkur (þ.á m. sódavatn), kalk, sýmbindandi lyf og önnur lyf dragi úr frásogi alendrónats séu þau tckin inn samtímis bví. Því eiga sjúklingar að láta a.m.k. hálfa klukkustund líða frá því að þeir taka inn alendrónat, þar til þeir taka inn önnur lyf (sjá Skammtar og lyfjagjöf og Lyfjahvörf). Ekki er búist við neinum öðrum milliverkunum sem hafa klíníska þýðingu. Sumir sjúklinganna í klínískum rannsóknum fengu östrógenmeðferð (í leggöng, um húð eða til inntöku) á meðan þeir voru á alendrónat meðferð. Engar aukaverkanir komu fram í tengslum við þessa samhliða meðferð. Þó að ekki hafi verið gerðar sérstakar rannsóknir á milliverkunum var alendrónat notað samhliða fjölda annarra algengra lyfja í klínískum rannsóknum, án nokkurra klínískra cinkenna um aukaverkanir. Meðganga og brjóstagjöf: Fullnægjandi upplýsingar um notkun alendrónats á meðgöngu liggja ekki fyrir. Rannsóknir á dýrum benda ekki til beinna skaðlegra áhrifa m.t.t. meðgöngu, fósturþroska eða þroska eftir fæðingu. Þegar alendrónat var gefið rottum á meðgöngu olli það erfiðleikum við got í tengslum við lágt kalkgildi í blóði. Af þessum orsökum ætti ekki að nota alendrónat á meðgöngu. Ekki er vitað hvort alendrónat skilst út í brjóstamjólk. Því ættu konur með böm á brjósti ekki að nota alendrónat. Akstur og stjórnun vinnuvéla: Engin áhrif á aksturshæfni eða hæfni til að stjóma vélbúnaði hafa komið fram. Aukaverkanir: Algengar (>1%): Meltingarfæri: Kviðverkir, meltingartmflanir, hægðatregða, niðurgangur, vindgangur, vélindasár*, blóð í hægðum (melaena), kyngingarörðugleikar*, uppþemba, súrt bakflæði, ógleði. Stoðkcrfi: Vcrkir í stoðkerfi (beinum, vöðvum, liðum). Taugakerfi:Höfuðverkur.Sjaldgæfar (0,1- 1%): AImennar:Útbrot, roði. Meltingarfæri: Ógleði, uppköst, bólga í magaslímhúð, bólga í vélindaslímhúð*, fleiður í vélinda*. Mjög sjaldgæfar (<1%): Almennar: Ofnæmisviðbrögð þ.á m. ofsakláði og ofsabjúgur. Útbrot ásamt ljósnæmi. Meltingarfæri: Þrengslamyndun í vélinda*, sár í munnkoki*, rof, sár eða blæðingar í efri,hlutameltingarvegar, en ekki er hægt að útiloka að um orsakasamband sé að ræða. Sérhæfð skilningarvit: Æðahjúpsbólga (uveitis). * Sjá Vamaðarorð og varúðarreglur og Skammtar og lyfjagjöf. Niðurstöður blóðrannsókna: í klínískum rannsóknum kom fram tímabundin, væg, einkennalaus lækkun á kalsíum- og fosfatgildum í blóði hjá udi.b. 18% og 10% sjúklinga í meðferð með 10 mg/dag af alendrónati, en hjá u.þ.b. 12% og 3% þeirra sem fengu lyfleysu. Þrátt fyrir það var tíðni kalsíumlækkunar í < 8,0 mg/dl (2,0 mmól/1) og fosfatlækkunar í £ 2,0 mg/dl (0,65 mmól/1) svipuð hjá báðum hópunum. Ofskömmtun: Of lágt kalsíumgildi í blóði, of lágt fosfatgildi í blóði og aukaverkanir í efri hluta meltingarvegar, s.s. magaóþægindi, brjóstsviði, bólga í slímhúð í vélinda, bólga í magaslímhúð eða sár geta hlotist af inntöku of stórra skammta. Engar sértækar upplýsingar eru fyrir hendi um meðferð vegna ofskömmtunar alendrónats. Gefa skal mjólk eða sýrubindandi lyf til þcss að binda alendrónat. Vegna hættu á ertingu í vélinda skal ekki framkalla uppköst og sjúklingurinn ætti að sitja eða standa uppréttur. I’pkkningar og vcrð (apríl, 2002): 4 stk. 5297 kr; 12 stk. 13632 kr. Afgreiðslutilhögun: Lyfseðilsskylda. Greiðsluþátttaka: E. Handhafi markaðsleyfis: Mcrck Sharp & Dohme, B.V., Haarlem, Holland. Umboðsaðili á Islandi: Farmasía ehf, Síðumúla 32, 108 Reykjavík. Læknablaðið 2002/88 731

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.