Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2002, Síða 35

Læknablaðið - 15.10.2002, Síða 35
FRÆÐIGREINAR / HÆTTA AF LIRFUM BLÓÐAGÐA Stafar mönnum hætta af lirfum fuglablóðagða? Karl Skírnisson1 Libusa Kolarova2 'Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum, 112 Reykjavík, :National Reference Laboratory for Tíssue Helminthoses, Institute for Postgraduate Medical Education, Prague, Tékklandi. Fyrirspumir og bréfaskipti: Karl Skírnisson, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 112 Reykjavík, karlsk@hi.is Lykilorð: Trichobilharzia, sundlirfur, sundmannakláði, nasablóðögður. Ágrip Síðsumars árin 1995 til 1997 fundust þráfaldlega kláðabólur á fótum barna eftir að þau höfðu verið að vaða í tjöm í Fjölskyldugarðinum í Laugardal í Reykja- vík. Rannsóknir sem hófust haustið 1997 leiddu í ljós að útbrotin voru eftir sundlirfur áður óþekktrar teg- undar fuglablóðögðu af ættkvíslinni Trichobilharzia. Kláðabóla myndast eftir hverja lirfu sem nær að smjúga í gegnum húðina. Sundlirfurnar fjölga sér kynlaust í vatnasniglinum Radix peregra sem er al- gengur í tjörninni. Á ensku eru útbrot sem þessi nefnd sundmannakláði (swimmer’s itch) en sjúkdómurinn gengur undir nafninu cercarial dermatitis. í sýkingartilraunum hefur þessum sundlirfum ver- ið gefinn kostur á því að smjúga í gegnum húð fugla, einkum andfugla. Nýverið báru tilraunirnar árangur því fullorðnar blóðögður og egg fundust í slímhimnu í nefholi andarunga (Anas platyrhynchos f. dom.). Endurteknar smittilraunir hafa leitt til sömu niður- stöðu. Ormar nasablóðagða ferðast upp í nefhol á um þremur vikum eftir að sundlirfurnar hafa borað sig inn í gegnum húðina á fótum. Ferðalagið þangað er sérstakt því ormarnir fikra sig eftir úttaugum upp í mænu, eftir mænunni upp í heila og í gegnum hann á áfangastaðinn í nefholi. Á leiðinni stækka ormarnir og þroskast en þeir lifa á taugavef hýsilsins. Tauga- skemmdir virðast standa í réttu hlutfalli við fjölda lirfa sem smita fuglinn. Tilraunamýs hafa einnig verið smitaðar með sund- lirfunni úr vaðtjöm Fjölskyldugarðsins og hefur kom- ið í ljós að hluti þeirra lifir og þroskast að ákveðnu marki í þeim í að minnsta kosti tíu daga. Þegar eftir þrjá daga eru ormamir komnir upp f mænu. Einnig hafa lirfur fundist í lungum þremur dögum eftir sýk- ingu. Þar sem sundlirfur fuglablóðagða virðast í ein- hverjum tilfellum geta náð þroska í spendýrum, þótt aldrei hafi verið sýnt fram á að þær nái fullum þroska í þeim, er fólki ráðlagt að forðast Trichobilharzia sundlirfur á Islandi. Inngangur Sníkjuormar af ættinni Schistosomatidae (Digenea) eru nefndir blóðögður. Fullorðinsstig þeirra lifa í blóðrás spendýra, fugla og krókódíla en lirfurnar lifa í sniglum, oftast í ferskvatnssniglum, en hafa einnig fundist í sjávarsniglum (1,2). Mest er vitað um blóð- ögður sem sníkja á fullorðinsstigi í mönnum, enda valda þær alvarlegum sjúkdómum í þeim. Alþjóða- ENGLISH SUMMARY Skírnisson K, Kolarova L Are nasal Trichobilharzia cercariae potential threath to human health? Læknablaðið 2002; 88: 739-44 During late summer in 1995 to 1997, repeated outbreaks of maculopapular skin eruptions were observed on legs of children after wading in the pond of the Family Park in Reykjavík, lceland. Investigation, starting in autumn 1997, revealed that the causative agent was a previously undescribed schistosome cercaria of the genus Tricho- bilharzia, shed by Radix peregra, the only snail occurring in the pond. This was the first report of swimmer’s itch in lceland. Infection experiments with cercariae from the pond have revealed adult worms and eggs of a Trichobilharzia in the nasal area of ducklings (Anas platyrhynchos f.dom.) 18-23 days p.i., and schistosomula in the spinal cord of BALB/c mice 3, 6 and 10 days p.i. Moreover, a mouse killed 3 days p.i. also had schistosomula in the lungs. During the prepatent period the infected ducklings had neuromotoric symptoms and gross pathology revealed petechiae in the nasal cavity. The results indicate that the cercaria responsible for swimmer’s itch in lceland is a nasal schistosome. Furthermore, adults of two visceral Trichobilharzia species have been found in lcelandic whooper swans Cygnus cygnus. As schistosomula of both nasal and visceral Trichobilharzia species are able to develop and migrate for several days in a non-specific mammalian host, humans are warned to expose themselves to Trichobilharzia cercariae in lceland. Key words: Trichobilharzia, cercariae, swimmer’s itch, nasai schistosome. Correspondence: Karl Skírnisson, karlsk@hi.is heilbrigðisstofnunin hefur áætlað að ríflega 200 millj- ónir manna séu smitaðar af blóðögðum og árlega dragi þessi sníkjudýr um eina milljón manna til dauða (3). Blóðögður spendýra tilheyra allar ættkvíslinni Schistosoma en blóðögður fugla eru flokkaðar í nokkrar ættkvíslir. Langstærst þeirra er ættkvíslin Trichobilharzia en innan hennar eru þekktar ríflega 40 tegundir og eru þær algengar í vatnafuglum, meðal annars í öndum, gæsum og álftum. Fullorðnar lifa flestar tegundir fuglablóðagða inni í bláæðum við aft- ari hluta meltingarvegar og eru þess vegna oft nefnd- ar iðrablóðögður. Nokkrar tegundanna lifa aftur á Læknablaðið 2002/88 739
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.