Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2002, Síða 39

Læknablaðið - 15.10.2002, Síða 39
FRÆÐIGREINAR / HÆTTA AF LIRFUM BLÓÐAGÐA verið lýst (11,12). Ekki hefur enn sem komið er verið leitað að fullorðnum blóðögðum í fuglum sem halda til á vaðtjörn Fjölskyldugarðsins í Reykjavík en rann- sóknir á fuglum annars staðar frá eru í undirbúningi. Smittilraunir leiða í Ijós nasablóðögðu Þegar haustið 1997 var Trichobilharzia smituðum sniglum safnað í vaðtjöm Fjölskyldugarðsins í Reykja- vík og þeir sendir lifandi til Prag í Tékklandi. Þar var lirfunum sem skriðu út úr sniglunum gefinn kostur á því að smjúga í gegnum húð ýmissa tilraunadýra (anda, kanarífugla, músa og stökkmúsa) og eftir ákveðinn tíma var leitað í líffærum þeirra að schistó- sómúlum, fullorðnum ormum og eggjum. Svipaðar tilraunir voru gerðar haustin 1998 og 2000 en árið 1999 féllu þær niður vegna þess að engar sundlirfur fundust (tafla I). Haustið 2001 báru tilraunirnar árangur þegar fjöldi eggja fannst í slímhimnu í nefholi andarunga (Anas platyrhincos f. dom.) sem smitaður hafði verið þremur vikum fyrr með sundlirfum úr snigli sem tek- inn var 16. október í vaðtjörn Fjölskyldugarðsins. Niðurstöðumar bentu til þess að íslenska sundlirfan lifði fullorðin sem nasablóðagða og að eitt eða fleiri kvendýr hafi náð að þroskast þar og verpa eggjum sínum. í framhaldinu heppnaðist að smita snigla (ósýktan tilraunastofustofn) með bifhærðum lirfum sem klöktust úr eggjunum sem fundist höfðu í nefholi ungans og mánuði síðar tók mikill fjöldi sundlirfa að skiljast út úr sniglunum. Þetta gerði frekari smittil- raunir mögulegar því enginn skortur var lengur á sundlirfum. Voru þær gerðar fyrri hluta ársins 2002, bæði á andarungum og músum (BALBc). Egg og fullþroska ormar af báðum kynjum hafa nú fundist í níu andarungum. Þjáðust margir þeirra af hreyfitrufl- unum vegna skaða sem schistósómúlurnar ollu með áti sínu á taugavef á leið sinni eftir úttaugum og síðan miðtaugakerfi (mænu, heila) upp í nefhol. Þá sáust iðulega slímhúðarblæðingar í nefholi (petechiae) þar sem ormarnir héldu sig og kvendýrin verptu eggjun- um. íslenska tegundin, sem fyrstu rannsóknir benda til að sé áður óþekkt tegund, hagaði sér þannig mjög svipað og systurtegundin T. regenti, ekki einungis í andarungum (fugl, sérhæfður lokahýsill) heldur einn- ig í músum (spendýr, ósérhæfður lokahýsill) því schistósómúlur fundust í mænu þeirra þriggja músa sem þegar hafa verið smitaðar þremur, sex og tíu dögum eftir að lirfunum var gert kleift að smjúga í gegnum húð þeirra. í einni músinni fannst schistó- sómúla í lungum og var það í músinni sem rannsökuð var þremur dögum eftir smitun. Ályktanir Niðurstöður sýkingartilrauna benda til þess að Tricliobilharzia sundlirfan í vaðtjörn Fjölskyldu- garðsins í Reykjavík sé áður óþekkt nasablóðagða sem lifir fullorðin í einhverjum óþekktum andfugli. Lífsferill og líffræði hennar líkjast um margt T. regenti en mismunandi útlit útilokar að hér sé á ferðinni sama tegund. fðrablóðögður hafa fundist hér á landi í álftum og því er ljóst að fólk hér á landi getur orðið fyrir árás bæði nasa- og iðrablóðagða. Nýlegar rannsóknir á nasa- og iðrablóðögðum fugla hafa sýnt að schistósómúlur þeirra geta þrosk- ast í ákveðinn tíma í spendýrum og valdið sjúkdóms- einkennum, einkum í lungum og á taugakerfi. Þótt flestar sundlirfur fuglablóðagða drepist strax, eða fljótlega eftir að hafa smogið í gegnum húð manna, gefa þessar niðurstöður tilefni til þess að vara fólk við að útsetja sig fyrir sundlirfusmiti (1). Ýmsar leiðir eru færar til að koma í veg fyrir að sundlirfur fái þrifist í vaðtjörnum á leiksvæðum barna. Einfaldast er að hanna tjarnir þannig að auð- velt sé að tæma þær reglulega, hreinsa og sótthreinsa. Mætti til dæmis gera það um miðbik hvers mánaðar frá maí til september. Þótt hægt sé að drepa vatna- snigla með sérstöku eitri sem blandað er í vatnið er það tæplega fýsilegur kostur á leiksvæðum. Þakkir Starfsfólk Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugar- dal hefur stutt rannsóknirnar með ráðum og dáð og meðal annars aðstoðað við sniglasöfnun. Jens Magn- ússon heimilislæknir léði mynd sem hann tók af fót- um barns með sundmannakláða. Katerina Hradkova og Pavlina Kourilova aðstoðuðu við sýkingartilraunir í Prag og Ragnheiður Ásta Karlsdóttir aðstoðaði við athuganir á útbreiðslu sundmannakláða á íslandi. Rannsóknarsjóður Háskólans hefur í tvígang veitt styrk til þessara rannsókna. Ónefndur ritrýnir benti á ýmislegt sem betur mátti fara. Öllum þessum aðilum er þakkað verðmætt liðsinni. Heimildir 1. Horak P, Kolarova L, Adema CM. Biology of the schistosome genus Trichobilharzia. Advances of Parasitology 2002; 52 (in press). 2. Blair D, Islam K. The life-cycle and morphology of Tricho- bilharzia australis n. sp. (Digenea: Schistosomatidae) from the nasal blood vessels of the black duck (Anas superciliosa) in Australia, with a review of the genus Trichobilharzia. Syste- matic Parasitology 1983; 5: 89-117. 3. Horak P, Kolarova L. Zerkarien-Dermatitis in Mitteleuropa - Uberblick und aktuelle Probleme. Mitt Österr Ges Tropen- med. Parasitol 1997; 19: 59-64. 4. Horak P, Dvorak J, Kolarova L. Trichobilharzia regenti n. sp. (Schistosomatidae, Bilharziellinae), a new nasal schistosome from Europe. Parasite 1998; 5: 349-57. 5. Islam KS. Development of Trichobilharzia australis Blair & Islam, 1983 in the snail, Lymnaea lessoni Deshayes and in an experimental definitive host, the Muscovy duck. J Helminthol 1986; 60: 301-6. 6. Islam KS. The morphology and life-cycle of Trichobilharzia arcuata n. sp. (Schistosomatidae: Bilharziellinae) a nasal schis- tosome of water whistle ducks (Dendrocygna arcuata) in Australia. Systematic Parasitology 1986; 8:117-28. 7. Skímisson K, Magnússon J, Kristjánsdóttir Þ, Kolarova L. Sundmannakláði staðfestur á íslandi. Læknablaðið 1999; 84 (Fylgirit 37): 59. Læknablaðið 2002/88 743
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.