Læknablaðið - 15.10.2002, Side 47
FRÆÐIGREINAR / KLÍNÍSKAR LEIÐBEININGAR FRÁ LANDLÆKNISEMBÆTTINU
3. Fjölskyldusaga um separistil (Familial Adenomatous Polyposis)
• Erfðaráðgjöf.
• Erfðarannsókn. Ef erfðagalli finnst ekki útilokar það ekki separistil nema að
ættinginn með sjúkdóminn hafi þekktan erfðagalla.
• Stutt ristilspeglun árlega frá 10-12 ára aldri ef erfðagalli finnst eða ef ekki var hægt
að finna erfðagalla hjá sjúklingi.
• Ef separistill greinist er ráðlagt að fjarlægja ristilinn við 18-20 ára aldur.
4. Saga um bólgusjúkdóm (Colitis ulcerosa eða Crohn’s sjúkdóm) í ristli
Bólga í öllum ristlinum:
• Ristilspeglun með sýnatöku árlega eða annað hvert ár sem hefst átta til tíu árum
eftir greiningu.
Bólga aðeins í vinstri hluta ristilsins:
• Ristilspeglun með sýnatöku árlega eða annað hvert ár sem hefst 15 árum eftir
greiningu.
5. Saga um kirtilæxli (adenomatous polyp)
Ef kirtilæxli er > 1 sm eða þrjú kirtilæxli eða fleiri.
• Ristilspeglun á þriggja ára fresti.
Ef ristill er án kirtilæxla eða eitt til tvö lítil finnast (< 1 sm).
• Ristilspeglun á fimm ára fresti.
Ef ristilhreinsun er ófullnægjandi, eða kirtilæxli eru mörg, með ífarandi illkynja vexti,
stór eða flöt.
• Ristilspeglun eftir þrjá til tólf mánuði, háð mati læknis.
6. Saga um krabbamein í ristli eða endaþarmi og aðgerð sem iniðar að lækningu
• Ristilspeglun innan þriggja mánaða frá aðgerð ef hún var ekki framkvæmd fyrir
skurðaðgerðina. Síðan ristilspeglun eftir þrjú ár og svo á fimm ára fresti.
Seretide Diskus
GlaxoSmithKline, R 03 AK 06 R.B
Innúðaduft (duft í afmældum skömmtum til innúðunar með Diskus-tæki). Hver afmældur skammtur inniheldur: Salmeterolum INN, xínafóat 72,5 míkróg samsvarandi Salmeterolum INN 50 mikróg og Fluticasonum INN, própiónat
100 míkróg, 250 míkróg eöa 500 míkróg. Ábendingar: Seretide er ætlaö til samfelldrar meöferðar gegn teppu i öndunarvegi, sem getur gengið til baka, þ.m.t. astma hjá börnum og fullorönum, þar sem samsett meöferð (berkjuvíkkandi
lyfs og barkstera til innöndunar) á viö ss.: Hjá sjúklingum sem svara viðhaldsmeðferö meö langvirkandi berkjuvikkandi lyfjum og barksterum til innöndunar. Hjá sjúklingum sem hafa einkenni þrátt fyrir aö nota barkstera til innöndunar.
Hjá sjúklingum á berkjuvikkandi meöferö, sem þurfa barkstera til innöndunar. Skammtar og lyfjagjöf: Lyfiö er eingöngu ætlað til innöndunar um munn. Ráölagöir skammtar fyrir fullorOna og börn eldri en 12 ára: Einn skammtur
(50 mikróg+100 mikróg, 50 mikróg+250 míkróg eöa 50 mikróg+500 míkróg) tvisvar á dag. Sérstakirsjúklingahópar. Ekki þarf að breyta skömmtum hjá öldruöum eða sjúklingum meö skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi. Skammtastœröir
handa börnum 4 ára og eldri: Einn skammtur (50 mikróg salmeteról og 100 mikróg flútikasónprópiónat) tvisvar á dag. Ekki eru til upplýsingar um notkun lyfsins hjá börnum yngri en 4 ára. Frábendingar: Þekkt ofnæmi gegn einhverjum
af innihaldsefnum lyfsins. Varnaðarorð og varúöarreglur: Meöferö á teppu i öndunarvegi, sem getur gengið til baka, ætti venjulega aö fylgja áfangaáætlun og svörun sjúklings ætti aö meta út frá klínískum einkennum og lungnaprófum.
Lyfiö er ekki ætlaö til meöhöndlunar á bráöum einkennum. í slíkum tilfellum ætti aö nota stuttverkandi berkjuvikkandi lyf (t.d. salbútamól) sem sjúklingar ættu ávallt aö hafa viö höndina. Milliverkanir: Jafnvel þótt lítiö finnist af
lyfinu i blóöi er ekki hægt aö útiloka milliverkanir viö önnur efni sem bindast CYP 3A4. Foröast ber notkun bæöi sérhæföra og ósérhæföra betablokka hjá sjúklingum meö teppu i öndunarvegi, sem getur gengið til baka, nema aö
þörfin fyrir þá sé mjög brýn. Meöganga og brjóstagjöf: Notkun lyfja hjá þunguöum konum og hjá konum meö barn á brjósti ætti einungis aö ihuga þegar væntanlegur hagur fyrir móöur er meiri en hugsanleg áhætta fyrir fóstur
eöa barn. Þaö er takmörkuð reynsla af notkun á salmeterólxinafóati og flútíkasónprópíónati á meögöngu og viö brjóstagjöf hjá konum. Viö notkun hjá þunguöum konum skal ávallt nota minnsta virka skammt. Aukaverkanir: Þar
sem lyfið inniheldur salmeteról og flútikasónprópíónat má búast viö aukaverkunum af sömu gerö og vægi og af hvoru lyfinu fyrir sig. Ekki eru nein tilfelli frekari aukaverkana þegar lyfin eru gefin samtimis. Hæsi/raddtruflun, erting
i hálsi, höfuðverkur, sveppasýking i munni og hálsi og hjartsláttarónot sáust hjá 1-2% sjúklinga viö kliniskar rannsóknir. Eftirtaldar aukaverkanir hafa veriö tengdar notkun salmeteróls eöa flútikasón- própíónats: Salmeteról:
Lyfjafræðilegar aukaverkanir beta-2-örvandi efna, svo sem skjálfti, hjartsláttarónot og höfuðverkur hafa komið fram, en hafa yfirleitt veriö tímabundnar og minnkaö við áframhaldandi meöferö. Algengar (>1%): Hjarta- og œöakerfi:
Hjartsláttarónot, hraðtaktur. Miötaugakerfi: Höfuöverkjur. Stoökerfi: Skjálfti, vöðvakrampi. Sjaldgæfar(<0,1%): A/mennor:Ofnæmisviöbrögö, þ.m.t., bjúgur og ofsabjúgur (angioedema). Hjarta-og œöakerfi: Hjartsláttaróregla t.d.
gáttatif (atrial fibrillation), gáttahraötaktur og aukaslög. Húð.’Ofsakláöi, útbrot. Efnaskifti:Ka\iumskortur i blóöi. Stoökerfi:Libverkjir, vöövaþrautir. Flútikasónprópiónat: Algengar(>1%): Almennar. Hæsi og sveppasýking í munni og
hálsi. Sjaldgæfar(<0,1%): Húö: Ofnæmisviöbrögöum í húð. Öndunarvegur. Berkjukrampi. Hægt er aö minnka líkurnar á hæsi og sveppasýkingum meö því aö skola munninn meö vatni eftir notkun lyfsins. Einkenni sveppasýkingar
er hægt aö meöhöndla meö staöbundinni sveppalyfjameöferö samtímis notkun innöndunarlyfsins. Eins og hjá öörum innöndunarlyfjum getur óvæntur berkjusamdráttur átt sér staö meö skyndilega auknu surgi eftir innöndun lyfsins.
Þetta þarf aö meðhöndla strax með skjót- og stuttverkandi berkjuvíkkandi lyfi til innöndunar. Hætta veröur notkun strax, ástand sjúklings skal metiö og hefja aöra meðferö, ef þörf krefur. Pakkningar og verö: Diskus - tæki. Innúöaduft
50 mikróg + 100 mikróg/skammt: 60 skammtar x 1, 60 skammtar x 3. Innúðaduft 50 míkróg + 250 mikróg/skammt: 60 skammtar x 1, 60 skammtar x 3. Innúöaduft 50 mikróg + 500 mikróg/skammt: 60 skammtar x 1, 60 skammtar
x 3. Seretide 50/100: 6.008 krónur, Seretide 50/250: 7.532 krónur, Seretide 50/500:10.045 krónur. 10.09.02
Tilvitnun 1: KR Chapman, N Ringdal Et al. Can. Respir. J. 1999; 6 (1): 45-51.
Tilvitnun 2: G Shapiro Et al, Am. J, Respir. CritCare Med. 2000; 161:527-534.
Þverholti 14 • 105 Reykjavik • Sími 530 3700 • www.gsk.is
Læknablaðið 2002/88 751