Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2002, Page 51

Læknablaðið - 15.10.2002, Page 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ lækna er réttindabarátta. Hér þarf dýpri skilning á starfsemi heimilislækna og pólitískt hugrekki til að koma með varanlegar og viðunandi úrlausnir. Heimilislæknar hafa margoft bent á þá staðreynd að forsendur starfsemi heimilislækna í heilsugæslu hafa breyst síðan lög um heilsugæslu voru sett 1973. Það ár kom fyrsti sérfræðingurinn í heimilislækna- stétt til starfa en í dag eru meira en 80% heimilislækna með sérfræðingsmenntun. Nýliðun meðal heimilis- lækna byggist á sérmenntuðum heimilislæknum sem eru fulltrúar hinnar faglegu hliðar heimilislækninga og frumkvöðlar þróunar. Starfsréttindi og launakjör sérfræðinga í heimilislækningum verða að vera hin sömu og annarra sérfræðinga í læknastétt annars fara unglæknar ekki í þetta nám og starfandi heimilis- læknar munu hverfa til annarra verkefna eins og gerst hefur hérlendis. Við þetta bætist að margir læknar vilja hafa meira að segja um stjórnun og vinnubrögð en £ núverandi rekstrarskipulagi heilsugæslustöðva er læknirinn aðeins einn stólpinn af þremur sem þar kemur að stjórnun. Það er eðlilegt að læknar vilji brjótast úr þessum viðjum og takast á við stjómun en slíkt kallar á kerfisbreytingar þar sem sjálfstæður rekstur virðist eðlilegastur. Þar með er ekki sagt að leggja eigi niður heilsugæslustöðvar en valkosturinn á vinnu í öðru kerfi þarf að vera fyrir hendi fyrir þá sem þess óska. Forvitnilegt er að skoða þróun mála heimilislækna erlendis. Helstu samanburðarlönd okkar þar eru Norðurlöndin. Finnland og Svíþjóð hafa byggt á kerfi heilsugæslustöðva og standa nú frammi fyrir miklum vanda í mönnun heimilislæknisstarfa sem nú er reynt að setja fjármagn í að leysa. Danir hafa hins vegar í fjölda ára byggt á öflugri heilsugæslu sem heimilis- læknar hafa borið uppi með einkarekstri og ríkir þar sátt meðal lækna og ánægja skjólstæðinga. Aðstæður í Noregi líkjast um margt kringumstæðum á Islandi. Lengi höfðu nkt vandamál með mönnun lækna í heilsugæslu í Noregi og fóru vaxandi. Svar heilbrigð- isyfirvalda þar var að taka höndum saman við sam- tök lækna og greina vandamálið. Niðurstaðan var að koma á fót tilraunaverkefni sem kallað er fastlækna- kerfi og árangur þess var það góður að árið 2001 var þetta fyrirkomulag tekið upp almennt. Þetta kerfi er sjúklingalistunarkerfi sem er á ábyrgð sveitarfélag- anna og læknar reka sínar eigin móttökur. Læknar hafa verið ánægðir með þetta fyrirkomulag og mönn- un breyst til batnaðar. A nýafstöðnu þingi Norrænna heimilislækna var ánægjulegt að finna hvernig nýir vindar blása meðal norsku læknanna. Þar sem áður var vansæld og óánægja er nú mikil fagleg uppbygging í gangi með áherslu á gæðamál, símenntun og faglega umræðu. Þetta er í sama farvegi og hjá dönskum heimilislækn- um sem hafa unnið mikla vinnu í þessum málum og meðal annars komið upp rannsóknar- og fræðslumið- stöðvum til að efla faglega vinnu. í Svíþjóð hefur einnig verið komið upp miðstöð fræða í frumþjón- ustu til að efla heilsugæsluna. íslenskir og finnskir heimilislæknar standa hins vegar enn í baráttu fyrir réttindum og kjörum. Almennt voru menn sammála á þessu þingi um að heilbrigðiskerfi Norðurlandanna væri sérstakt og heilsugæsla til fyrirmyndar. Því mið- ur virðist afstaða stjórnvalda á íslandi í garð heimilis- lækna ekki bera þess merki að þau hafi fylgst með þeirri þróun. Læknablaðið 2002/88 755

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.