Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2002, Page 55

Læknablaðið - 15.10.2002, Page 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AÐALFUNDUR LÍ Rætt við Sigurbjörn Sveínsson formann LÍ um aðalfund félagsins í septemberblaði Læknablaðsins birtust tillögur stjórnar Læknafélags Islands til breytinga á lögum félagsins. Eins og sjá mátti er um verulegar breyting- ar að ræða og þar sem aðalfundur félagsins verður haldinn dagana 11. og 12. október þótti við hæfi að taka formanninn, Sigurbjörn Sveinsson, tali og spyrja hverju þessar miklu breytingar á lögunum sættu. „I samningunum í vetur leið kom fram gagnrýni á störf samninganefndar og skipulag LÍ. Fullyrt var að læknahópamir væru orðnir svo sérhæfðir og sundur- leitir að ekki væri hægt að semja í einu lagi fyrir þá alla. Þess vegna gæti nefndin ekki beitt sér af alefli í þágu allra sjúkrahúslækna. Sumar þessara radda eru ekki nýjar. Hugmyndir skurðlækna hafa verið nokkur ár í farvatninu og ung- um læknum á öllum tímum hafa fundist hagsmunir þeirra sniðgengnir. „Við erum alltaf seld,“ er fullyrð- ing sem hljómar kunnuglega í eyrum lækna sem komnir eru langt yfir miðjan aldur eins og ég! Stjórn LÍ tók vel í að ræða breytingar á skipulagi félagsins strax og skurðlæknar settu fram hugmyndir sínar um síðustu áramót. Tillögur hennar eru afrakst- ur mikillar umræðu stjórnar við skurðlækna, for- menn sérgreinafélaga, á formannaráðstefnu og fund- um sem formaður hefur haldið með læknum á Akur- eyri og á Norðurlöndum." Brjóst og forysta í baráttunni - Áttu von á því að þessar breytingar, ef samþykktar verða, megni að halda saman félaginu og stöðva mið- flóttann sem virtist vera að bresta á í vetur? „Það er í sjálfu sér ekki markmiðið að halda saman félaginu. Stéttarfélög eru bara tæki fyrir þá sem í þeim eru og öll félög þurfa endurnýjunar við. Þessar tillögur eru settar fram í því skyni að félag lækna geti verið eins gott brjóst og forysta og kostur er í baráttunni fyrir bættum hag. Tillögur stjórnar eru tvíþættar. I fyrsta lagi eru gerðar tillögur um allmiklar breytingar á orðalagi og í samræmingarskyni. Lagabæturnar eru hins vegar fyrst og fremst fólgnar í skipulagi stéttarfélagsins. í stað þess að aðildarfélög LI séu svæðafélög lækna þá verður félagið safn svæðafélaga og þeirra félaga sem kjósa að fara með samningsrétt félaga sinna og hafa fengið umboð þeirra til þess. Það verður í hendi sér- greinafélaganna og lækna sem í þeim eru að taka ákvörðun um það hvemig aðild þeirra að LI er hátt- að.“ - Því er oft haldið fram að LÍ sé félag sem gæti margra og ólíkra hagsmuna, það er fagfélag og stétt- arfélag launamanna, auk þess sem þar eru stjórnend- ur og læknar sem hafa stöðu atvinnurekenda. Verður auðveldara að sameina hagsmunabaráttuna eftir lagabreytingarnar? „Því er erfitt að svara. Hins vegar eru tillögurnar ekki settar fram til þess eins að auðvelda okkur lífið. Ég er ekki einu sinni viss um að þetta sé heppilegt fyrir stéttina eða fyrir stefnumótun í heilbrigðismál- um. En lýðræðissjónarmið krefjast þess að komið sé til móts við þá sem gagnrýnt hafa LÍ og þótt breyting- arnar séu meirihluta félaga ef til vill ekki geðfelldar er nauðsynlegt að kúga ekki minnihlutann í þessu máli.“ Læknalög felld úr gildi? - Hvað um önnur mál sem aðalfundur mun fjalla um? „Ég hafði gert mér vonir um að ég gæti farið með friði á þessum þriðja aðalfundi mínum en mér sýnist lítil von til þess. Enn berast fregnir um að í fagráðu- neyti okkar sé í smíðum frumvarp til laga sem sé læknum ógeðfellt. Þar á ég við frumvarp til laga um heilbrigðisstarfsmenn sem leysa læknalög af hólmi. Um starfsemi lækna hafa gilt sérlög frá því snemma á síðustu öld og þau hafa verið til góðs fyrir almenning, heilbrigðisstjórnina og lækna. Þau hafa verið endur- bætt reglulega og staðist tímans tönn. Þau undirstrika sérstöðu lækna í heilbrigðisþjónustunni sem er þeim nauðsynleg svo þeir geti haft forystu um greiningu og meðferð sjúkdómanna eins og til er ætlast. í lögunum er kveðið skýrt á um ábyrgð lækna og skyldur og um takmarkanir á heimild annarra og ólærðra til að gefa sig að lækningum. Telji Alþingi nauðsynlegt að bæta lagaumhverfi annarra heilbrigðisstétta er óþarft að gera það á kostnað lækna. Það verður óhjákvæmilegt að minnast á þetta frumvarp á aðalfundinum þótt skemmtilegra hefði verið að taka að minnsta kosti einu sinni á móti ráð- herra við afslappaðri aðstæður. Samhliða aðalfundinum verður að vanda efnt til málþings þar sem kynntar verða reglur sem Medical Council í Bretlandi setti nýlega um réttindi og skyld- ur lækna, rætt um kynningu lækna á sjálfum sér í breyttri tækni og um símenntun sem er ofarlega á baugi hjá evrópskum læknum um þessar mundir. Aðalfundurinn er mér tilhlökkunarefni. Það er spennandi að hitta kollegana, takast á um málin og ráða fram úr þeim í mikilli spekt eins og jafnan hefur verið gert innan Læknafélags íslands,41 segir Sigur- björn Sveinsson formaður. Þröstur Haraldsson Læknablaðið 2002/88 759

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.