Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MÁLEFNI H E I L S U G Æ S L U N N A R skilgreind í lögunum frá 1973 en neita að horfast í augu við að þeir hafa sjálfir kippt undan henni stoð- unum. Við það hafa heimilislæknar breytt grundvall- arafstöðu sinni og þar með er möguleikinn á óbreyttu ástandi ekki lengur til staðar. Ráðuneytið hefur hins vegar komist upp með það að hlusta ekki á heimilislækna. Það er gert í krafti einokunar sem veldur því að við höfum engan annan vinnumarkað en ríkið. I þessu er fólgin fornaldarleg starfsmannastefna sem er ekki í neinu samhengi við þá staðreynd að við lifum í vestrænu markaðsþjóðfé- lagi. Þótt ríkið hafi ekki staðið við lögin frá 1973 er þeim samt beitt til að halda okkur föstum í ríkisein- okuninni. Þegar Samkeppnisstofnun úrskurðaði um það hvort þjónusta heimilislækna væri á samkeppnis- markaði var einblínt á lögin frá 1973 þar sem segir að heilbrigðisþjónustan skuli vera tvískipt. Þess vegna séum við ekki á samkeppnismarkaði. Veruleikinn sem við horfumst í augu við er sá að heilsugæslan er ekki nema hluti af grunnþjónustunni. Fólkið hefur frjálst val um það hvert það leitar. Ef bamið þitt er með eyrnabólgu hefur þú í það minnsta þijá kosti: að panta tíma á heilsugæslustöð, hjá barna- lækni eða háls-, nef- og eyrnalækni. Ég vil þó taka það fram til þess að fyrirbyggja allan vafa að við erum ekki að biðja um að tilvísanakerfið verði endurvakið. Það er afgreitt mál og þýðingarlaust að ræða það við okkur. Ráðuneytið getur þverskallast ansi lengi við en á endanum munu menn nýta sér stöðu sína og brjótast út úr einokuninni. Það er það sem við erum að gera með því að segja upp starfi okkar. Við erum búnir að fá nóg. “ Bragö er aö þá barniö finnur Stefnuleysi stjórnvalda sker í augun. Um það bera tvær skýrslur sem Ríkisendurskoðun gaf út á dögun- um glöggt vitni. Raunar er umíjöllun fjölmiðla um þessar skýrslur athyglisverð því ef marka má hana snúast skýrslurnar annars vegar um svæfingalækni sem svæfir fólk á stofu úti í bæ fyrir 40 milljónir króna á ári en er meðfram því í fullri vinnu á sjúkrahúsi; hins vegar um rýrnandi afköst hjá heilsugæslulæknum. Þegar skýrslumar eru skoðaðar sést að ábending- ar Ríkisendurskoðunar snúast ekki nema að litlu leyti um þessi tvö atriði þótt þau séu vissulega til um- fjöllunar. Meginþunginn í ábendingunum er á stefnu- leysi stjórnvalda eins og sést af eftirtöldum tilvitnun- um. I úttektinni á Heilsugæslunni í Reykjavík sem ber titilinn „Fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerf- inu“ segir á bls. 9: „Markmiðið um að heilsugæslan sé jafnan „fyrsti við- komustaður'' í heilbrigðiskerfinu rekst að nokkru leyti á við annað yfirlýst markmið stjómvalda, sem er að sjúk- lingar eigi að hafa nokkurt val um hvert þeir sæki þjón- ustu innan heilbrigðiskerfisins.“ Og á bls. 10 segir: „Ekki hefur verið skilgreint af yfirvöldum hversu víðtækt val sjúklingur skuli hafa þegar hann leitar eftir þjónustu heilbrigðiskerfisins, né heldur hvort ofangreindra tveggja markmiða skuli hafa forgang. Miðað við tölur um þróun komufjölda til sjálfstætt starfandi sérfræðilækna á höfuð- borgarsvæðinu og komufjölda á bráðamóttökur L-H, verður þó ekki annað séð en að stefna heilbrigðisyfirvalda sé í raun sú að markmiðið um valfrelsi sjúklinga skuli ganga framar markmiðinu um að heilsugæslan sé jafnan fyrsti viðkomustaður í heilbrigöiskerfinu." Forystumenn heimilis- lœkna á fundinum 19. september. Þórir formaður í rœðustól en nœr eru Jón Bjarni Þorsteinsson fundarstjóri og nœstur Böðvar Örn Sigurjónsson sem var fundarritari. Með öðrum orðum: Stefna heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins er ekki sú sama í orði og á borði. Menn segja eitt og gera annað. Verst er þó að þeir nota hina yfirlýstu stefnu til að berja á heilsu- gæslulæknum og halda þeim föstum í núverandi ástandi, samanber niðurstöður Samkeppnisráðs. Það er því engin furða að Ríkisendurskoðun beini því til yfirvalda að þau „þurfi að móta skýrari stefnu um verkaskiptingu innan heilbrigðiskerfisins, stöðu og hlutverk heilsugæslunnar innan þess, og framfylgja þeirri stefnu". Einnig segir stofnunin að sé það í raun stefna yfirvalda „að markmiðið um valfrelsi sjúklinga skuli ganga framar markmiðinu um að heilsugæslan Læknablaðið 2002/88 763
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.