Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 60
S MÁS JÁI N Dánarorsakir 1981-1998 ■ Hagstofan hefur á þessu ári gef- ið út fréttatilkynningar um dánaror- sakir á árunum 1996-1998 og voru þær í fyrsta sinn flokkaðar eftir ICD- 10 sjúkdóma- og dánarmeinaskrá Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Einnig er birtur samanburður á dán- arorsökum frá 1981-1998. Tölurnar sýna að dánartíðni með- al ungs og miðaldra fólks er afar lág hér á landi. Langflest dauðsföll eiga sér stað í hárri elli og veldur því að hlutfall langvinnra sjúkdóma verður mjög hátt. Algengustu dánarorsakir eru blóðrásarsjúkdómar og krabba- rnein og hefur dánartíðni af fyrrnefnd- um sjúkdómum heldur lækkað en dauðsföllum af völdum æxla fjölgað að sama skapi. Aðrar algengar dán- arorsakir eru slys og öndunarfæra- sjúkdómar. Fram kemur í tölum Hagstofunn- ar að dánartíðni er hærri meðal karla en kvenna í öllum aldurshópum en á síðustu tveimur áratugum hafa börn og ungir karlar hagnast mest á bætt- um lífslíkum hér á landi. Ungbarna- dauði er með því lægsta sem þekkist í heiminum, hefur lækkað úr sex í tæp- lega fjögur af hverjum 1000 lifandi fæddum börnum. Þá hefur það einnig gerst að dregið hefur úr dauðsföllum barna af vöidum slysa og er fjöldi þeirra orðinn ntjög áþekkur því sem gerist í nágrannalöndum okkar. Nánari upplýsingar og töflur með greiningu á dánarorsökum er að finna á vefslóðinni hagstofa. is/frettir/ danir98.htm sé jafnan fyrsti viðkomustaður, beri yfir- völdum að afla gleggri vitneskju um það en þau nú búa yfir hverjar séu afleiðingar þeirrar stefnu, bæði heilsufarslegar og fjár- hagslegar ...“. Og í þriðja lagi telur Ríkis- endurskoðun „fulla ástæðu til þess, m.a. í ljósi alþjóðlegra rannsókna og reynslu ann- arra ríkja, að heilbrigðisyfirvöld kanni vand- lega kosti og galla þess að heilsugæslan fái aukið hlutverk við að stýra aðgengi sjúk- linga að heilbrigðiskerfinu ...“. Lögin „ekki í samræmi við veruleikann" I skýrslu Ríkisendurskoðunar um samninga sérfræðilækna við TR 1998-2001 kveður við sama tón. I ábendingum stofnunarinnar er samninganefnd TR gagnrýnd fyrir að hafa ekki látið meta raunkostnað við þjónustu sérfræðilækna. Því er slegið föstu að kaup hennar á þeirri þjónustu hafi „ekki ’byggt á mati fyrir þörf þjónustunnar heldur á samn- ingum. Samið hefur verið um aukin kaup ár frá ári en alltaf hefur verið farið fram úr þeim fjölda." Stefnuleysið birtist að mati Ríkisendur- skoðunar ekki síst í því að lagaramminn sem umlykur íslenska heilbrigðisþjónustu sé ekki í samræmi við raunveruleikann. „1 lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990 kemur fram að öll heilbrigðisþjónusta skuli vera undir yfirstjórn heilbrigðisráðherra og veitt af heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum ... Meginstoðir heilbrigðisþjónustunnar í dag eru því í rauninni þrjár, heilsugæsla, sjúkrastofn- anir og starfsemi sjálfstætt starfandi sérfræði- lækna. Þrátt fyrir umfangsmikla starfsemi þeirra endurspegla lög um heilbrigðisþjónustu ekki þann veruleika sem við blasir í opinberri heilbrigðisþjónustu hér á landi. Brýnt er að bæta úr þessu.'1 Og af því áðan var vitnað í úrskurð Sam- keppnisráðs er forvitnilegt að sjá hvað Rík- Á þessu línuriti má sjá tíðni fjögurra algengustu dánarorsaka á íslandi á árunum 1981-1998. isendurskoðun hefur að segja undir milli- fyrirsögninni „Takmarkanir í lögum sem hindra hagkvæmni“: „Ákvæði samkeppnislaga hafa girt fyrir að tak- marka hafi mátt aðgang einstakra lækna að samningi Tryggingastofnunar við sjálfstætt starf- andi sérfræðilækna. Ríkisendurskoðun telur að sem lið í því að koma á sem hagkvæmustum kaupum á heilbrigðisþjónustu verði að endur- skoða hvort eðlilegt sé að samkeppnislög nái til heilbrigðisstétta." Stefnir í einkarekstur Ljóst er að þrýstingur eykst nú á heilbrigð- isráðherra að hann taki af skarið í þessum efnum. Á næstu vikum þarf hann að svara þeim sem nú hafa sagt upp af eða á um það hvort þeir fái að reka eigin stofur með samningi við TR. Ríkisendurskoðun hefur bent honum á það svo ekki verður misskilið að hann skuldar þjóðinni skýra stefnu í mál- efnum heilsugæslunnar. Ráðamenn geta ekki lengur skýlt sér á bak við lög sem að stofni til eru orðin hartnær þrjátíu ára göm- ul og taka mið af allt öðrum veruleika en nú blasir við. Við skulum láta Gunnstein Stefánsson hafa lokaorðin í þessari samantekt en hann hafði þetta að segja um stöðuna: „Við erum samstæður hópur á Sólvangi og stefnum að því að stofna læknastöð. Með því viljurn við láta á það reyna hvort ríkið vill tryggja sjúklingum rétt sinn hjá okkur því þeir eiga rétt á niðurgreiddri þjónustu. Við gerum þetta ekki vegna þess að við sé- um svo miklir einkarekstursmenn. Flestir vilja vinna í heilsugæslunni en þá þarf að breyta forsendunum í ljósi þróunarinnar. Eins og er stefnir þetta í algeran einka- rekstur og það er í sjálfu sér ekki það sem við stefndum að.“ Varla er það heldur í samræmi við mark- mið ráðherra, eða hvað? 764 Læknablaðið 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.