Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2002, Síða 62

Læknablaðið - 15.10.2002, Síða 62
UMRÆÐA & FRETTIR / SIÐFRÆÐI OG TÆKNIHYGGJA Læknavísindin eru alltaf að koma róti á hugmyndaheim manna Rætt við Stefán Hjörleifsson lækni og heimspeking í Björgvin Stefán Hjörleifsson lœknir. A Haukeland háskólasjúkrahúsinu í Björgvin í Noregi starfar nokkur hópur íslenskra lækna. Einn þeirra er Stefán Hjörleifsson sem stundar rann- sóknir við háskólaskor í heimilislækningum. Áður hafði hann tekið inntökupróf í læknisfræði við Há- skóla íslands og staðist það en snerist hugur og hóf nám í heimspeki í staðinn. Að loknu BA-prófi í heimspeki lá leið hans til Björgvinjar þar sem hann lauk prófi í læknisfræði fyrir þremur árum. Menntunar sinnar vegna hefur Stefán verið virkur þátttakandi í umræðum um siðfræði lækna- vísinda. Undanfarin fjögur ár hefur hann tekið þátt í störfum áhugahóps um siðfræði sem nefnir sig Filosofiskpoliklinikk og mætti útleggja „Heim- spekileg göngudeild". Stefán hélt fyrirlestur á ráð- stefnu Líffræðingafélags íslands og Siðfræðistofn- unar um lífvísindi sem fram fór hér á landi í sept- ember og þá hitti Læknablaðið hann að máli. Fyrst Þröstur var Stefán beðinn að greina frá starfi Filosofisk Haraldsson poliklinikk. Heimspekileg göngudeild „Þetta er lítill hópur lækna og læknanema í Björg- vin sem hefur staðið fyrir opnum fundum um sið- fræði mánaðarlega í fjögur ár. Þetta eru kvöld- fundir þar sem við fáum góða fyrirlesara og á eftir eru umræður. Áhuginn á þessum málum er mikill því á þessa fundi mæta frá 50 upp í 300 manns, alls konar fólk, læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn, nemendur og almenningur. Þarna er tekið á ýmsum málum sem eru ofar- lega á baugi í stefnumótun og opinberri umræðu um heilbrigðisþjónustu, einkum þó þá hluti sem ekki tengjast ákveðnum greinum og vilja þar af leiðandi verða dálítið útundan í umræðunni. Á þessum fundum hefur verið rætt töluvert um læknanámið og almennt um tæknivæðingu lækna- vísindanna en einnig um afmarkaðri mál. Til dæm- is höfum við efnt til umræðu um fíkniefnamál þar sem Norðmenn fylgja fremur íhaldssamri og gamaldags stefnu. Þá var húsfyllir og greinilegt að það brunnu margar siðferðilegar spurningar á fundarmönnum. Þessir fundir hafa fest sig í sessi og eru orðnir að einskonar stofnun. Fólk veit að þama er boðið upp á góða fyrirlestra og reynt að taka á málum í sam- einingu. Þama fer ekki fram neitt rifrildi heldur er fjallað um mikilvæg mál. Nú erum við að undirbúa fund um stjórnun spítala í ljósi þess að í Noregi á að taka upp einþætta stjórnun á sjúkrahúsdeildum. Það er opnað fyrir það að yfirmenn deilda þurfi ekki að vera læknar heldur geta til dæmis hjúkrunarfræðing- ar eða rekstrarfræðingar orðið yfirmenn þeirra. Þetta er hitamál og við viljum reyna að varpa ljósi á það í hverju góð stjórnun er fólgin." Menningarlegar aukaverkanir Erindi Stefáns á ráðstefnu Líffræðingafélagsins og Siðfræðistofnunar nefndist Erfðavísindi og sam- félag en í því velti hann fyrir sér víðtækum áhrifum vísinda á samfélagið, ekki bara vegna tilkomu nýrra lækningaaðferða eða lyfja heldur almenn áhrif. „Það má taka dæmi af getnaðarvarnapillunni sem kom fram upp úr 1960 og hafði gífurleg áhrif. Hún veitti fólki frelsi til kynlífs og gjörbreytti við- horfum okkar til þess. Hún hafði mikil áhrif á jafn- réttisbaráttu kvenna sem blossaði upp skömmu 766 Læknablaðið 2002/88
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.