Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2002, Qupperneq 66

Læknablaðið - 15.10.2002, Qupperneq 66
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEILBRIGÐISMÁL / MÁLEFNI LÍ Ólafur Ólafsson Höfundur er fyrrverandi landlæknir. Fyrir allmörgum árum kom prófessor R. Anderson, einn af helstu heilsuhagfræðingum Bandaríkja- manna, í heimsókn til íslands í boði embættis land- læknis og félagsvísindadeildar Háskóla íslands. Á stórum fundi í Háskólanum barst talið að einkarek- inni heilbrigðisþjónustu sem sumir fundargesta voru hlynntir. Prófessorinn bað um lýsingu á „slíkri þjón- ustu á Islandi“. Að þeirri lýsingu lokinni kímdi hann og sagði að um væri að ræða „verktakaþjónustu“ sem byggðist á kaupsamningi við ríkið en ekki „einkarek- in þjónusta“ samkvæmt skilgreiningu. Ég man eftir að þetta kom ýmsum á óvart. Slík þjónusta hefur lengi verið rekin á Islandi, til dæmis lengi vel í heim- ilislækningum og í öldrunarþjónustu. Margt hefur þar tekist vel en helsti gallinn er að víða er þröngt set- inn bekkurinn og starfsfólkið í færra lagi. Sérfræðing- ar á stofum reka einskonar verktakaþjónustu og hafa sinnt henni að mörgu leyti vel, það er tekið erfiða sjúklinga til greiningar og sinnt þeim vel. Galli er að oft er erfitt að koma til þeirra jafnvel erfiðum sjúk- lingum því að á föstum lista þeirra eru oft sjúklingar sem heilsugæslulæknar gætu vel sinnt eftir að þessir sérfræðingar hafa farið höndum sínum um þá. Ég sé ekkert athugavert við að heilsugæslulæknar sinni verktakaþjónustu sem sérfræðingar eftir samningi við Tryggingastofnun ríkisins. En þá verða þeir að sinna ungbarna- og mæðravernd og öldrunarþjón- ustu og muna að byggðin nær út fyrir Elliðaárnar! Sérfræðingar kjósa helst að starfa í þéttbýli. Reynsla vestrænna þjóða af slíku verklagi er að þjónustan verður oft dýrari og eigingreiðslur sjúklinga hækka. Þess ber að geta að sjálfsagt geta til dæmis ljósmæður komið upp ungbarna- og mæðravemd og ráðið til sín lækna sem ráðgjafa. Jafnframt gætu hjúkrunarfræð- ingar gert hið sama á sviði öldrunarþjónustu með lækna sem ráðgjafa. Svo virðist sem gamalt og nýtt greiðslukerfi okkar sem tíðkast hefur á íslandi, það er föst fjárlög en að hluta til afkastahvetjandi verk samkvæmt samningi við TR, sé býsna hagkvæmt, bæði kostnaðarlega og faglega. Nýr framkvæmdastjóri LÍ: Gunnar Armannsson Eins og við sögðum frá í síðasta tölublaði Lækna- blaðsins hefur Ásdís Rafnar látið af starfi sem fram- kvæmdastjóri Læknafélags íslands. En maður kemur í manns stað og við stöðu Ásdísar tók Gunnar Ár- mannsson lögfræðingur. Gunnar er 35 ára gamall, fæddur fremst í Eyjafirði og ólst þar upp til fimm ára aldurs þegar fjölskylda hans flutti á Stór-Hafnarfjarðarsvæðið þar sem hann hefur haldið sig að mestu síðan. Hann tók þó stúd- entspróf frá MA og innritaðist í lagadeild Háskóla íslands haustið 1987. Þaðan lauk hann embættisprófi í lögum vorið 1993. Fyrir tveimur árum hóf hann nám í viðskiptafræði meðfram starfi og lauk MBA- prófi í vor. Að loknu lagaprófi réðst Gunnar til starfa hjá Tollstjóranum í Reykjavík og hefur starfað þar síðan, nú síðast sem forstöðumaður innheimtusviðs. Hann hefur tekið virkan þátt í störfum Stéttarfélags lög- fræðinga, sat í stjórn þess á árunum 1994-1998 og var formaður í eitt ár. Einnig sat hann í stjórn Bandalags háskólamanna á árunum 1996-1998 og í laganefnd samtakanna frá 1996-2002. Þá má nefna að á árunum 1993-1996 var hann aðstoðarmaður íslensku fulltrú- anna í norrænni nefnd sem hafði það hlutverk að fylgjast með innleiðingu Evrópuréttar í landslög. í spjalli við Læknablaðið sagðist Gunnar hafa lesið það út úr auglýsingunni um starf framkvæmdastjóra LI að það félli vel að menntun hans og áhugasviði, hann væri lögmaður með menntun á sviði viðskipta- fræði og með töluverða reynslu af starfsemi stéttar- félaga. „Ég hef alltaf haft áhuga á vinnurétti og fund- ist hann vera lifandi fag þar sem menn verða stöðugt að halda vöku sinni. Ég fæ ekki betur séð en að ég geti svalað þeim áhuga mínum vel í þessu starfi," segir hann. Af heimavígstöðvum Gunnars er það helst að segja að hann er giftur Margréti Gunnarsdóttur lög- fræðingi og eiga þau tvö böm. -ÞH 770 Læknablaðið 2002/88
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.