Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2002, Síða 77

Læknablaðið - 15.10.2002, Síða 77
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BROSHORNIÐ 30 Latex og dónaskapur Hjúkka eöa nunna í lok langrar og annasamrar vaktar á bráðamóttök- unni hallaði hjúkkan sér upp að afgreiðsluborðinu og stundi. „Ertu að niðurlotum kornin?" spurði deildar- hjúkkan. „Þú átt kollgátuna. Á stundum sem þessum deym- ir mig um að vera nunna.“ „Nunna? Af hverju segirðu það?“ „Sko, hér eru í það minnsta tíu læknar á hverri vakt, dag eftir dag. Nunna þarf aðeins að þjóna ein- um Guði.“ Úr latexi Læknir sem taldi sig vera húmorista var að fara að skoða eldri konu sem var augsýnilega mjög tauga- óstyrk. Til þess að dreifa athygli konunnar og létta henni stundina brá hann fyrir sig því sem hann hélt að væri læknaskop. „Veistu hvemig þeir fara að því að búa til svona gúmmíhanska?“ „Nei, hvemig?“ spurði konan. „I hanskaverksmiðjunni er stór tankur fullur af efni sem heitir latex og er efnið í gúmmíhönskunum. Verkamennirnir raða sér upp eftir handarstærð, ganga upp að tanknum og dýfa báðum höndum ofan í. Síðan sveifla þeir handleggjunum þannig að latexið þornar fljótt og að því búnu taka þeir hanskann af sér og byrja á öllu upp á nýtt.“ Konunni stökk ekki bros. Læknirinn byrjaði að skoða hana, vandræðalegur á svip og hálfvonsvikinn að hafa ekki tekist að fá konuna til að hlæja. Fimm mínútum seinna fór hún að flissa og síðan að skríkja. „Fyrirgefðu læknir,“ sagði konan eldrauð í framan. „Ég fór bara að spá í hvernig smokkar eru búnir til.“ Dónalegur læknir Eldri kona hringdi í son sinn og var alveg miður sín. „Ég hringdi í lækninn minn í morgun og hann var alveg með endemum dónalegur við mig. Ég trúði varla mínum eigin eyrurn," sagði konan. Sonurinn var steinhissa á þessari lýsingu móður sinnar og hringdi í lækninn og krafðist skýringar. „Ég biðst innilega afsökunar,“ sagði læknirinn. „Hefur þú nokkurn tíma átt einn af þessum dögum þar sem allt fer úrskeiðis? Þegar móðir þín hringdi í mig voru tveir sjúklingar æpandi á mig og þar af ann- ar ælandi, tíu sjúklingar biðu eftir mér á biðstofunni, móttökuritarinn var í kaffipásu og krakki var nýbú- inn að pissa á mig. Þegar móðir þín spurði mig svo hvernig hún ætti að nota endaþarmsmæli lét ég orðin flakka sem komu fyrst upp í hugann.“ Lifandi eöa dauöur Þegar sjúklingurinn var að ganga út af læknastofunni dró læknirinn eiginkonuna aðeins afsíðis og sagði: „Það amar ekkert að manninum þínum. Hann heldur bara að hann sé veikur.“ Nokkrum dögum síðar hringdi læknirinn til að spyrjast fyrir um sjúklinginn. „Hvernig hefur maður- inn þinn það í dag?“ spurði hann konuna. „Hann er verri. Nú heldur'ann að hann sé dauður.“ Á barnum Ungur myndarlegur maður settist við hlið konu á barnum og horfði á hana girndaraugum. „Við hvað starfar þú?“ spurði hann flauelsmjúkri og kynæsandi röddu. „Ég er læknir." „Ég vildi óska að ég væri sjúkur og þú mundir lækna mig,“ hvíslaði hann í eyra hennar. „Þú skalt nú fara varlega í að óska þér,“ sagði kon- an. „Ég vinn nefnilega á „Húð og kyn“.“ Verðandi feöur Þrír verðandi feður biðu í pabbaherbergi fæðingar- deildarinnar og nöguðu á sér hnúana. í því birtist ljósmóðirin í dyrunum og sagði við þann fýrsta: „Til hamingju, þú er búinn að eignast tvíbura.“ „En sú tilviljun, ég vinn einmitt á skyndibitastaðn- um „Tveir fyrir einn“.“ Eftir skamma stund birtist ljósmóðirin á ný og sagði við karl númer tvö: „Hjartanlegar hamingjuóskir því konan þín var að eignast þríbura.“ „Þetta er nú alveg stórmerkilegt því ég vinn á veit- ingastaðnum „Þrír Frakkar“.“ Hinir nýorðnu feður skiptust á hamingjuóskum en varð síðan litið til þess þriðja sem sat samankrepptur úti í horni, hvítur sem mjöll í framan. „Svona nú lagsi, hafðu engar áhyggjur. Konan þín hlýtur að fæða hvað úr hverju.“ Maðurinn svaraði því engu en tuldraði stöðugt: „Af hverju í ósköpunum tók ég að mér starfið í „Tíu - ellefu“.“ Bjarni Jónasson Bjarni.Jonasson@hg.is Læknablaðið 2002/88 781
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.