Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2002, Side 78

Læknablaðið - 15.10.2002, Side 78
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÁ SÓTTVARNALÆKNI Dreifibréf Landlæknisembættisins nr. 2/2002 Tilkynning frá sóttvarnalækni Bólusetning gegn inflúensu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ráðleggur að inflúensubóluefni á norðurhveli fyrir tímabilið 2002- 2003 innihaldi eftirtalda stofna (WHO Weekly Epi- demiological Record 2002; 77: 62-6); • A/Nýju Caledoniu/20/99 (HlNl) - lík veira • A/Moskvu/10/99 (H3N2) - lík veira* • B/Hong Kong/330/2001 - lík veira • A/Panama/2007/99 stofn sem oft er notaður er A/Moskvu/ 10/99 - lík veira Hverja á aö bólusetja? Alla einstaklinga eldri en 60 ára. Öll börn og fullorðna sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykur- sýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum. Starfsfólk heilbrigðisþjónustu og aðra þá sem dag- lega annast fólk með aukna áhættu. Hvatt er til þess að bólusetningar gegn inflúensu hefjist sem fyrst og verði lokið að mestu fyrir byrjun nóvember. Þetta er gert til að auðvelda bólusetning- arátak gegn meningókokkasjúkdómi C sem hefst í október og nóvember á þessu ári. Frábendingar Ofnæmi gegn eggjum, formalíni eða kvikasilfri. Bráð- ir smitsjúkdómar. Bólusetning gegn pneumókokkasýkingum Sóttvarnalæknir vill einnig minna á bólusetningar gegn pneumókokkasýkingum á 10 ára fresti fyrir alla þá sem eru eldri en 60 ára og á fimm ára fresti fyrir þá sem eru í sérstökum áhættuhópum. Detrusitol® Retard (tolterodin) RE Hvert hylki inniheldur: Tolterodintartrat 2 mg og 4 mg, samsvarandi tolterodini 1,4 mg eða 2,8 mg. Litarefni í 1,4 mg forðahylkinu: Indigókarmín (E132), gult járnoxíð (E172) og titantvioxíð (E171). Litareíni i2,8 mg foröahylkinu: Indígókarmín (E132) og títantvíoxíð (E171). Ábendingar: Detrusitol Retard er ætlaðtil meðferðar á bráða þvagleka (urge incontinence) og/eða tíöum og bráðum þvaglátum, svo sem getur komið fyrir hjá sjúklingum meö óstöðuga þvagblöðru (unstable bladder). Skammtar og lytjagjöl: Forðahylkin má taka meö mat eða án og þau verður að gleypa I heilu lagi. Eftir 6 mánaða meðferö skal endurskoða þört fyrir áframhaldandi meðferð. Skammtastæröirhanda fullorönum (þarmeð talið aldraöir): Ráðlagður skammtur er 2,8 mg einu sinni á sólarhring. Hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi er ráðlagður skammtur 1,4 mg einu sinni á sólarhring. Komi óþægilegar aukaverkanir fram má minnka skammtinn úr 2,8 mg 11,4 mg einu sinni á sólarhring. Skammtastæröirhanda börnum: Ekki hefur enn veriö sýnt fram á öryggi og verkun hjá börnum. Notkun Detrusitol Retard forðahylkja er því ekki ráðlögð handa börnum fyrr en frekari upplýsingar liggja fyrir. Frábendingar: Frábendingar fyrir gjöf tolterodins eru: Þvagteppa (urinary retention). Ómeðhöndluð (uncontrolled) þrönghornsgláka. Vöövaslensfár. Þekkt ofnæmi fyrir tolterodini eða einhverju hjálparefnanna. Alvarleg sáraristilbólga. Risaristill vegna bólgu (toxic megacolon). Varnaðarorö og varúðarreglur: Gæta skal varúðar við notkun tolterodins hjá sjúklingum með: Marktæka tæmingarhindrun þvagblööru (bladder outlet obstruction) og hættu á þvagtregðu. Þrengsli í meltingarvegi t.d. portþrengsli í maga. Nýrnasjúkdóm. Taugakvilla I ósjálfráða taugakerfinu. Vélindisgapshaul (hiatus hernia). Hættu á skertum hreyfanleika I meltingarvegi. Svo sem ætíö á við þegar óstöðug blaðra er meðhöndluð skal athuga skal líffræðilegar ástæður fyrir bráða þvagleka og tlðum þvaglátum áður en meðferö er hafin. Samtímis notkun kröftugra CYP3A4- hemla er ekki ráðlögð (sjá Milliverkanir). Sjúklingar með sjaldgæfa, erföabundna sjúkdóma er varða frúktósaóþol, skert frásog glúkósu-galaktósu eða skerta virkni súkrasa-ísómaltasa eiga ekki að nota þetta lyf. Milliverkanir: Ekki er mælt með samtímis gjöf öflugra CYP3A4-hemla til almennrar (systemic) notkunar eins og sýklalyfja í flokki makróliöa (erýtrómýcin og klaritrómýcín), sveppalyfja (ketócónazól og ítracónazól) og próteasa-hemla, vegna aukinnar þéttni tolterodins I sermi hjá þeim sem eru með litil CYP2D6 umbrot og eru I hættu hvað varðar ofskömmtun. Verkun og aukaverkanir tolterodins geta aukist við samtímis notkun lyfja sem hafa andmúskarínvirk áhrif. Hins vegar getur verkun tolterodins minnkað við samtímis notkun lyfja með múskarínkólínvirk áhrif (muscarinic cholinergic receptor agonists). Tolterodin getur dregið úr verkun hreyfingahvetjandi lyfja eins og metóklópramíös og cisapríðs. Samtimis notkun meö flúoxetíni (öflugur CYP2D6?hemill) veldur ekki kllnískt marktækri milliverkun því tolterodin og CYP2D6 umbrotsefni þess, 5-hýdroxýmetýltolterodin, eru jafnvirk. Rannsóknir á milliverkunum við lyf hafa hvorki leitt I Ijós milliverkanir við warfarin né samsett getnaðarvarnarlyf (etinýlestradíól/levonorgestrel). Klínísk rannsókn hefur gefið vísbendinguar um aö tolterodin hamli hamli ekki umbrot sem verður fyrir tilstilli CYP2D6,2C19,3A4 eða 1A2. Meðganga og brjósfagjöf: Ekki mælt með notkun Detrusitol Retard á meðgöngu. Forðast skal notkun tolterodins þann tíma sem barn er haft á brjósti. Akstur og stjórnun vinnuvéla: Þar sem lyfiö getur valdið sjónstillingartruflunum og haft áhrif á viðbragðsflýti getur það dregiö úr hæfni til aksturs og notkunar véla. Aukaverkanir: Tolterodin getur valdið vægum til i meöallagi miklum andmúskarinvirkum áhrifum t.d. munnþurrki, meltingartruflun og augnþurrki. Algengar (>1%); Augu: Augnþurrkur, óeðlileg sjón (þar á meðal sjónstillingartruflanir). Almennar: Þreyta, höfuðverkur, brjóstverkur. Meltingarfæri: Meltingartruflanir, hægðatregða, kviðverkur, vindgangur, uppköst. Taugakerfi: Sundl, svefnhöfgi, náladofi (paraesthesia). Geðrænar: Taugaóstyrkur. Húð og undirliggjandi vefur: Húðþurrkur. Sjaldgæfar (0,1-1%): Almennar: Bjúgur, bjúgurá útlimum. Mjög sjaldgæfar (< 0,1%): Ónæmiskerfi: Ofnæmi, ekki nánartilgreint. Geðrænar: Rugl (confusion), ofskynjanir. Nýru og þvagfæri: Þvagteppa (urinary retention). Hjarta: Hraðsláttur (tachycardia). Önnur aukaverkun sem greint hefur verið frá við notkun tolterodin er bráðaofnæmi (kemur örsjaldan fyrir). Útlitslýsing: 1,4 mg forðahylkiö er blágrænt með hvítri áletrun (tákn og 2). 2,8 mg forðahylkið er blátt með hvítri áletrun (tákn og 4). Markaðsleyfishafi: Pharmacia AS, Danmörku. Umboðsaðili á islandi: PharmaNor hf., Hörgatún 2, Garðabær. Pakkningar og verð 1. september 2002: Forðahylki, hart 1,4 mg: 30 stk. kr. 6.987,- Forðahylki, hart2,8 mg: 30 stk.Kr. 7.230,- Forðahylki, hart 2,8 mg: 100 stk. kr. 21.097,- Stytting á texta Sérlyfjaskrár janúar 2002. Hægt er að nálgast sérlyfjaskrártexta og samantekt á eiginleikum lyfs SPCI fullri lengd hjá lyfjaumboðsdeild Pharmacia, PharmaNor hf. Heimildir: 1. Appell RA. Efficasy and Safety ofTolterodine in the Treatment of Overactive Bladder. A pooled analysis. Urology (Supplement 6A) Dec.1997; 50:90-96. 2. R Van Kerrebroek et al. Urology, vol. 57 (3) 2001. Tolderodine once-daily; Superior Efficacy and Tolerability in Treatment of the Overactive bladder. PHARMACIA ýpetrusitolRetard tolterodin 782 Læknablaðið 2002/88

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.