Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2003, Page 16

Læknablaðið - 15.01.2003, Page 16
FRÆÐIGREINAR / ALGENGI GEÐLYFJANOTKUNAR að fólk fer iðulega ekki eftir ráðleggingum lækna og hætlir fljótt að taka lyf ef það finnur ekki neina verk- un eða finnur fyrir einhverjum aukaverkunum. Sér- staklega má gera ráð fyrir að þetta eigi við um geð- deyfðarlyfin sem oftast verka ekki fyrr en eftir nokkra daga eða vikur og valda oft ýmsum aukaverk- unum sem jafnvel koma áður en lyfin fara að verka á geðdeyfðina. Yfirlitsrannsóknir á klínískum tilraun- um með geðdeyfðarlyf hafa sýnt að 21-33% hætta meðferð vegna ónógs árangurs, aukaverkana eða af öðrum ástæðum óháð því hvaða tegund lyfja er not- uð (4). Sennilega hætta enn fleiri meðferð þegar ekki er jafn nákvæmt eftirlit með lyfjatökunni (5). Margir óttast að verða háðir svefnlyfjum og taka því ekki meira en þeir telja bráðnauðsynlegt. Fyrir aldarfjórð- ungi lét borgarlæknirinn í Reykjavík athuga lyfjanotk- un aldraðra og fann að flestir tóku minna af lyfjunum en ráðlagt var (6). Svipuð niðurstaða fannst í lítilli at- hugun á bráðamóttöku í Bandaríkjunum (7). í Egils- staðahéraði tóku sjúklingarnir svefnlyf samkvæmt fyrirmælum lækna eða minna, og flestir sem tóku ró- andi lyf gerðu það eins og læknar mæltu fyrir um, en enginn meira (8). Lyf, sérstaklega ný lyf, eru dýr og miklum verð- mætum sóað ef margir sem fá lyfin nota þau ekki. Slíkt er einnig fallið til þess að kasta rýrð á hugsanlegt gagn lyfjanna. Þetta á ekki hvað síst við um geðdeyfðarlyf. Því er mikilvægt að læknar skimi fyrir þunglyndisröskun og reynist líklegt að sjúklingur hafi slíka röskun verði gerð nákvæm greining. Ef þörf krefur ávísi læknar hæfilegum skömmtum lyfja eða beiti annarri viðeigandi meðferð og fylgi sjúklingunum vel eftir meðan á meðferð stendur. Nýlegar umfangsmiklar rannsóknir benda til að einföld skimun fyrir þunglyndi með spurningum um hvort sjúklingurinn hafi á síðustu tveimur vikum verið dapur, þunglyndur eða vonlaus og hvort hann hafi verið áhugalaus um það sem hann hefur þurft að gera eða ekki haft neina ánægju af því. Sé svo er nákvæm greining (9) ásamt frekari aðgerðum til að auka gæði meðferðarinnar líkleg til að gera hana markvissari og betri (10). Markmið rannsóknar okkar er að afla vitneskju um hver notkun þessara lyfja sé hjá fólki almennt og hver séu tengsl hennar við ýmsa lýðfræðilega og klíníska þætti eins og fólk skýrir frá þeim sjálft. Frá þessari vitneskju má fá hugmynd um meðferðarheldni og nýt- ingu lyfjanna og þeirra fjármuna sem varið er til kaupa á þeim. Rannsókn okkar beinist fyrst og fremst að geðlyfjanotkun, geðdeyfðarlyfjum, kvíðalosandi lyfj- um og svefnlyfjum, en hvorki að sefandi lyfjum né örv- andi. Einnig var spurt um notkun verkjalyíja og ann- arra lyfja sem ekki verður fjallað um að sinni. Gögn og aðferð í tengslum við Gallup-könnun Afengis- og vímuvarna- ráðs í nóvember 2001 á neyslu áfengis og annarra vímuefna sem einn höfunda (KT) tók þátt í að undir- búa fékk hann að leggja fram nokkrar spurningar um lyfjanotkun, almenna líðan og reykingar, auk spurn- inga sem vörðuðu áfengismisnotkun og meðferð. Ráð- ið hefur góðfúslega leyft okkur að nota gögn könnun- arinnar í þessa rannsókn. Efniviður hennar var feng- inn úr þjóðskrá með 4000 manna slembiúrtaki af öllu landinu á aldrinum 18-75 ára, 9,6% reyndust búsettir erlendis, veikir, látnir eða áttu ekki að vera í úrtakinu. Svör fengust frá 2439,1168 körlum og 1271 konum. Af aðferðafræðilegum ástæðum var könnunin framkvæmd í tveimur hlutum, pósthluta og símahluta. Þó hefur áð- ur verið sýnt að ekki er verulegur munur á upplýsing- um sem fást hvorri aðferðinni sem beitt er (11). Til þess að bæta svarhlutfallið var hluti af símakönnuninni styttur og skýrir það að mestu innra brottfall sem kem- ur fram í niðurstöðunum. Greint er hvernig geðlyfjanotkunin skiptist milli kynja, eftir aldri, eftir því hve mikinn hluta ársins fólk hefur notað lyf, tengsl lyfjanotkunar við líðan, lækn- isleit. reykingar, áfengisvandamál, menntun, hjúskap- arstétt, tekjur, störf og vinnuálag. Upplýsingar um magn lyfjasölu og verð lyfjanna út úr apóteki eru fengnar frá heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneyti, skrifstofu lyfjamála. Við tölfræðilega útreikninga var notað SPSS forrit (12). Við samanburð á tíðnitölum var notað kí-kvaðr- at próf og áhættuhlutföll (relative risks) og líkinda- hlutföll (odds ratios) reiknuð með 95% vikmörkum. Þegar tekið var tillit til fleiri þátta, svo sem kyns og ald- urs, voru líkindahlutföll fyrir hugsanlega áhættuþætti reiknuð með lógistískri aðhvarfsgreiningu til að meta áhættuhlutföll. Kí-kvaðrat fyrir leitni (test for trend) var notað til að kanna stigvaxandi breytingar. Mark- tækni mörk voru sett við p<0,05 og 95% vikmörk eru kynnt án þess að leiðrétt sé fýrir fjölda prófana. Niðurstöður Nettósvarhlutfall var 63,6%. Svörun var heldur lak- ari hjá körlum en konum, en ekki reyndist marktæk- ur munur á aldursdreifingu karla og kvenna meðal svarenda og íbúa á sama aldri. Talsvert innra brottfall var, einkum að því er varðaði upplýsingar um fjöl- skyldutekjur og um hve lengi lyfin hefðu verið tekin, en sú spurning var ekki lögð fyrir þá sem svöruðu stuttri símakönnun (um 10% svarenda). Tæplega 20% höfðu notað einhver geðlyf ein- hvern tíma á undanförnum 12 mánuðum, tafla I. Af töflunni má sjá að 1,7% tóku geðdeyfðarlyf, kvíðalyf og svefnlyf á árinu og 3,6% tóku eingöngu geðdeyfð- arlyf, 1,9% tóku kvíðalyf eingöngu og 8,1% tóku ein- göngu svefnlyf. Tafla II sýnir ársalgengi notkunar lyfjanna eftir kyni. Ekki er marktækur munur nema að því er varðar kvíðalyf. En sé tekið tillit til þeirra sem hafa leitað að- 16 Læknablaðið 2003/89

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.