Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2003, Síða 26

Læknablaðið - 15.01.2003, Síða 26
FRÆÐIGREINAR / ÚTGJÖLD VEGNA HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU ið vaxandi á undanförnum áratugum, þó dregið hafi úr vexti opinberra útgjalda síðustu árin (1). Vaxandi hlutur heilbrigðisútgjalda í heildarútgjöldum hins op- inbera innan OECD var (og er sums staðar enn) mik- ilvæg ástæða þráláts fjárhagsvanda ríkis og sveitar- félaga sem brugðist hefur verið við með ýmsum að- gerðum, svo sem auknu almennu aðhaldi í fjárveit- ingum til stofnana, takmörkun á framboði þjónustu (til dæmis rekstri biðlista), og síðast en ekki síst með því að auka beina þátttöku sjúklinga (almennings) í kostnaði heilbrigðisþj ónustunnar. Heilbrigðiskerfi Vestur-Evrópu, hvort sem um er að ræða svokölluð félagsleg kerfi (socialized health system) eða skyldutryggingakerfi (decentralized national health system), byggja á því meginmarkmiði að þegnarnir hafi jafnan og greiðan aðgang að þjón- ustunni (3). í 1. grein laga um heilbrigðisþjónustu á íslandi frá 1990 stendur meðal annars að „allir lands- menn skuli eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjón- ustu sem á hveijum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði“ (4). Samstaða er um það hér á landi að heilbrigðisþjón- ustan sé að mestu leyti kostuð af almannafé og bein útgjöld fólks megi ekki verða það mikil að það komi í veg fyrir að fólk leiti sér þeirrar þjónustu sem það þarfnast (5). Samkvæmt núgildandi reglum um greiðslur sjúk- linga fyrir læknisþjónustu og heilsugæslu frá 1. febrú- ar 2002 eru almenn komugjöld sjúklinga vegna heim- sókna til sérfræðinga 1600 krónur + 40% umfram- kostnaðar, og almenn komugjöld á heilsugæslustöðv- ar og til heimilislækna eru 400 krónur (lífeyrisþegar og börn bera lægri komugjöld). Sjúklingar sem safna upp komugjöldum frá upphafi árs geta fengið útgefin sérstök afsláttarkort sem lækka gjöld fyrir hverja komu út árið. Þann 1. júlí 2001 hækkuðu stjómvöld almenn mörk til útgáfu afsláttarkortanna úr 12.000 krónum í 18.000 krónur (mörkin fyrir lífeyrisþega eru 4500 krónur og börn undir 18 ára 6000 krónur) (6,7). Loks er að nefna að árið 1999 settu stjórnvöld 6000 króna almennt þak á gjald sjúklings fyrir hverja komu til læknis (áður höfðu ekki gilt sérstakar reglur um hámarksgreiðslur). Pann 1. júlí 2000 hækkuðu stjórnvöld síðan þakið í 18.000 krónur (7). Rétt er að hafa í huga að gjöld sjúklinga vegna sérfræðingsheim- sókna ráðast að miklu leyti af áðurnefndum „um- framkostnaði“, en hann hefur hækkað verulega á undanförnum árum vegna hækkana á umsömdu ein- ingarverði fyrir þjónustu sérfræðinga. Þátttaka sjúkratrygginga í lyfjakostnaði sjúklinga miðast við fjórflokkun lyfja: *-merkt lyf (til dæmis sykursýki- og krabbameinslyf, og sterk geðlyf) sem sjúkratryggingar greiða að fullu, B-merkt lyf (til dæmis asmalyf, hjarta- og æðasjúkdómalyf, og geð- deyfðarlyf) þar sem sjúklingar greiða nú fyrstu 1700 krónurnar, auk 65% af umframkostnaði (en þó ekki meira en 3400 krónur), E-merkt lyf (til dæmis floga- veikilyf, þvagfæralyf og augnlyf) þar sem sjúklingar greiða nú fyrstu 1700 krónurnar auk 80% af umfram- kostnaði (en þó ekki meira en 4950 krónur), og 0- merkt lyf (til dæmis vítamín, sýkla- og sveppalyf, al- geng verkjalyf, svefnlyf og róandi lyf) sem sjúklingar greiða að fullu (8). Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið breytir í sífellu reglum um greiðsluflokk- un lyfja, og fastagjald, greiðsluþak, og hlutfallskostn- að sjúklings (í B- og E-flokki). Almennt stefna þessar breytingar í átt til aukinnar hlutdeildar sjúklinga í lyfjakostnaði. Rétt er þó að geta þess að sjúklingar sem taka lífsnauðsynleg lyf, taka lyf að staðaldri, eða taka mörg lyf samtímis, geta fengið útgefin tímabund- in, endumýjanleg lyfjaskírteini sem lækka lyfjakostn- að þeirra (8). Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði við almenn- ar tannlækningar bama undir 18 ára, sem og tannlækn- ingar elli- og örorkulífeyrisþega. Aðrir fullorðnir em al- mennt ekki tryggðir fyrir tannlækniskostnaði og þurfa að greiða hann að fullu nema um sé að ræða tannað- gerðir vegna fæðingargalla, slysa og sjúkdóma (9). Þá greiða sjúkratryggingar 75% af þjálfunarkostn- aði barna og lífeyrisþega fyrstu 15 skiptin á ári, en eftir það allan þjálfunarkostnað út árið gegn framvís- un sérstaks skírteinis. Sjúkratryggingar greiða einnig 50% af þjálfunarkostnaði annarra fullorðinna fyrstu 24 skiptin á ári, en eftir það 75% þjálfunarkostnaðar vegna annarra skipta út árið gegn framvísun skír- teinis (10). Loks er að nefna að sjúklingar sem orðið hafa fyrir miklum útgjöldum vegna læknishjálpar, lyfja og þjálfunar geta átt rétt á endurgreiðslu samanlagðs kostnaðar að hluta. Er þá miðað við að þessi útgjöld fjölskyldu nemi yfir 0,7% af fjölskyldutekjum. Sjúkra- tryggingar endurgreiða 60-90% af þeim útgjöldum fjöl- skyldna sem eru umfram 0,7% af fjölskyldutekjum og er endurgreiðslan hærri í lægri tekjuhópunum. Þó er ekkert endurgreitt í fjölskyldum sem hafa tekjur yfir 3530 þúsund (7). Undanfarin ár hafa bein útgjöld íslendinga vegna heilbrigðisþjónustu aukist jafnt og þétt. Samkvæmt tölum frá Þjóðhagsstofnun vörðu heimilin 2,1 millj- arði, eða sem svarar 1,0% af vergri landsframleiðslu, til heilbrigðisþjónustu árið 1987, en árið 2000 var þessi tala komin í 10,7 milljarða, eða sem svarar 1,6% af vergri landsframleiðslu (11). Þegar nánar er rýnt í samsetningu kostnaðar íslenskra heimila vegna heil- brigðismála fyrir árið 2000 sést að stærsti útgjaldalið- urinn er tannlæknakostnaður (3,5 milljarðar eða 33,0%), þá kemur lyfjakostnaður (3,2 milljarðar eða 29,6%) og í þriðja sæti eru komugjöld vegna Iæknis- þjónustu (2,4 milljarðar eða 22,0%) (11). Utlagður kostnaður einstaklinga vegna heilbrigð- isþjónustu getur haft veruleg áhrif á áframhaldandi notkun þjónustu. Erlendar rannsóknir benda til að aukin kostnaðarhlutdeild sjúklinga og lakari trygg- ingastaða fækki læknaheimsóknum og spítalainnlögn- 26 Læknablaðið 2003/89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.