Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2003, Side 35

Læknablaðið - 15.01.2003, Side 35
FRÆÐIGREINAR / GALLBLÖÐRUNÁM Gallblöðrunám með kviðsjártækni. Fyrstu 400 tilfellin á FSA Aðalsteinn Arnarson Haraldur Hauksson Valur Þór Marteinsson Sigurður M. Albertsson Shree Datye Ágrip Tilgangur: Að meta árangur við fyrstu 400 gall- blöðrunám með kviðsjártækni á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri (FSA). Efniviður og aðferðir: Gerð var framsæ rannsókn á tímabilinu júlí 1992 til febrúar 2001. Tíðni fylgikvilla og breytingar yfir í opna aðgerð var athuguð, auk þess sem lengd sjúkrahúsdvalar og tími til fyrri færni voru borin saman við niðurstöður annarra sjúkrahúsa. Niðurstöðun Alls voru framkvæmd 426 gallblöðrunám á sjúkrahúsinu. í 26 tilfellum var um hefðbundna opna aðgerð að ræða frá byrjun. Gallblöðrunám með kviðsjártækni var reynt hjá 400 sjúklingum. Hjá 41 sjúklingi (10,3%) var um að ræða aðgerð vegna bráðr- ar gallblöðrubólgu og 359 sjúklingar voru teknir í val- aðgerð. Snúa þurfti 16 (4%) kviðsjáraðgerðum í opna aðgerð, hlutfall opnunar við bráðaaðgerðir var 12,2% á móti 3,1% við valaðgerðir. Meðalfjöldi legudaga var 3,6 dagar (1-45) eftir kviðsjáraðgerðir á móti 12,3 dögum (4-31) eftir opnar aðgerðir. Meðal aðgerðar- tími við fyrstu 100 kviðsjáraðgerðirnar var 89 mínút- ur (45-270) og 75 mínútur (30-180) við síðustu 100 aðgerðirnar. Meðalfjöldi veikindadaga eftir kviðsjár- aðgerðir var 13,5 dagar (4-70). Eftir gallblöðrunám með kviðsjártækni var tíðni fylgikvilla 10% (40/400). Enduraðgerð þurfti að framkvæma hjá fjórum sjúk- lingum. Ályktun: Gallblöðrunám með kviðsjártækni er örugg aðgerð á FSA. Hlutfall kviðsjáraðgerða, sem breyta þurfti í opna aðgerð, tíðni fylgikvilla og fæmi sjúk- linga stenst fyllilega samanburð við aðrar rannsóknir. Inngangur Fj órðungssj úkrahúsið á Akureyri. Fyrirspumir og bréfaskipti: Aðalsteinn Arnarson, Kirurg- kliniken, Blekingesjukhuset, 371 85 Karlskrona, Sverige. aarnarson@hotmail. com Lykilorð: gallblöðrunám með kviðsjártœkni, fylgikvillar, opnunartíðni, legutími. Fyrsta gallblöðrunám með kviðsjártækni á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri (FSA) var framkvæmt þann 27. júh' 1992. Þá höfðu þessar aðgerðir verið gerðar frá því um haustið 1991 á sjúkrahúsum í Reykjavík (1-3). Þessi aðferð virtist samkvæmt rannsóknum hafa vissa yfirburði miðað við hefðbundnar opnar aðgerðir, svo sem minni verki, styttri legutíma sjúklinga eftir aðgerð og skemmri tíma til að ná aftur fyrri fæmi (4,5). Við framkvæmdum framsæja rannsókn á tímabil- inu júlí 1992 til febrúar 2001 og bárum árangur af gall- blöðranámi með kviðsjártækni á FSA saman við ár- angur annarra sjúkrahúsa. Athuguð var tíðni fylgi- kvilla og breytingar yfir í opna aðgerð, auk þess sem lengd sjúkrahúsdvalar og tími til fyrri fæmi voru at- huguð. ENGLiSH SUMMARY Arnarson A, Hauksson H, Marteinsson VÞ, Albertsson SM, Datye S Laparoscopic cholecystectomy. The first 400 cases at Akureyri Central Hospital Læknablaðið 2003; 89: 35-40 Objective: To assess the outcome of the first 400 laparoscopic cholecystectomies (LC) in Akureyri Central Hospital (FSA), lceland. Methods: We carried out a prospective study of LCs performed between July 1992 and February 2001. Primary endpoints were complication- and conversion rate, hospital stay and duration of convalescence. Results: A total of 426 operations were performed in the period. In 26 cases it was decided beforehand to perform an open cholecystectomy (OC). A LC was begun on 400 patients. Indication for operation was acute cholecystitis in 41 cases (10,3%) and an elective LC was performed in 359 (89,7%) cases. Conversion to OC was required in sixteen (4%) cases with a conversion rate in acutely performed LCs of 12,2% versus 3,1% in elective LCs. Mean hospital stay after LC was 3,6 days (1-45) versus 12,3 days (4-31) after OC. Mean operation time was 89 minutes (45-270) in the first 100 LCs versus 75 minutes (30-180) in the last 100 LCs. Duration of convalescence of patients undergoing LC was 13,5 days (4-70). Complica- tion rate in LCs was 10% (40/400). Four patients required a reoperation. Conclusions: Our results show that LC is a safe procedure in FSA. Conversion rate to OC, complication rate and duration of convalescence stands good comparison to other studies. Key words: laparoscopic cholecystectomy, complications, conversion rate, hospital stay. Correspondance: Aðalsteinn Arnarson, aarnarson@hotmail. com Efniviður og aðferðir Upplýsingar um sjúklinga sem fóru í gallblöðrunám á fyrrgreindu tímabili voru skráðar inn í gagnagrunn (FileMaker Pro). Auk einkenna fyrir innlögn voru niðurstöður helstu rannsókna á gallblöðrusteinasjúk- dómnum, upplýsingar um aðgerðina sjálfa og fylgi- kvilla hennar, niðurstöður vefjagreiningar og upplýs- ingar um líðan sjúklinga eftir aðgerð skráðar. Upp- lýsingar um lengd vinnutaps og/eða tíma þar til fyrri færni var náð voru fengnar við eftirlit hjá viðkomandi lækni eða hjá heimilislækni. Hringt var í sjúklinga ef Læknablaðið 2003/89 35

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.