Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2003, Síða 46

Læknablaðið - 15.01.2003, Síða 46
FRÆÐIGREINAR / STOFNFRUMUR um utan líkama hafa gengið illa. Enda þótt blóð- myndandi stofnfrumur skipti sér auðveldlega án sér- hæfingar in vivo þá sérhæfast þær fljótt í rækt og er því erfitt að rækta upp magn af eiginlegum stofnfrum- um fyrir ígræðslur. Mikil áhersla er nú lögð á að skilgreina hvað þarf til að rækta blóðmyndandi stofnfrumur í ósérhæfðu ástandi. Mikilvægir þættir í þroskun stofnfrumna eru tengsl milli frumna og tengsl þeirra við millifrumuefn- ið. I beinmerg eru margvíslegir vaxtarþættir og boð- efni, svo sem granulocyte-macrophage colony stimu- lating factor (GM-CSF) og interleukin-3 (IL-3), sem hafa áhrif á sérhæfingu fruma (18, 19). Beinmergur inniheldur einnig bandvefsfrumur sem eru taldar nauð- synlegar fyrir þroskun blóðmyndandi stofnfrumna. Nýlega tókst að einangra og rækta stofnfrumur úr beinmerg af bandvefsuppruna (mesenchymal pro- genitor cells) úr mönnum. Frumur þessar gátu sér- hæfst í allar frumutegundir miðlags, svo sem bein- frumur, brjóskfrumur, fitufrumur, vöðvafrumur og æðaþelsfrumur (20). Ólíkt sérhæfðum frumum í rækt taka þessar frumur ekki öldrunarbreytingum. Stofn- frumur af bandvefsuppruna gætu því komið að gagni við meðhöndlun vefjarýmunarsjúkdóma sem eiga upptök sín í miðlagi. Nýlega hafa Verfaillie og fleiri sýnt fram á áhugaverða eiginleika svipaðra frumna, svokallaðra „Multipotent Adult Progenitor Cells“, úr beinmergsbandvef músa (21). í frumurækt undir sérstökum skilyrðum var unnt að sérhæfa þessar fjöl- hæfu fullorðinsstofnfrumur í frumur allra þriggja kím- laga fóstursins (útlag, miðlag og innlag). Þegar frum- unum var komið fyrir í kímblöðru fósturvísis tóku þær þátt í myndun allra vefjagerða fóstursins. Nýlega fóru fram talsverðar umræður um tilraunir sem sýndu að samruni frumna gæti átt sér stað í sam- rækt fullorðinsstofnfrumna og fósturstofnfrumna. Nið- urstöður þessar þóttu benda til þess að sveigjanleiki fullorðinsstofnfrumnanna til að sérhæfast væri til kom- inn vegna ríkjandi áhrifa fósturstofnfrumna og að full- orðinsstofnfrumur sem slíkar hefðu því ekki eins mikla stofnfrumueiginleika og áður var talið (22,23). Þessum áhyggjum hefur að mestu verið eytt með staðfestingu á tilvist fjölhæfra fullorðinsstofnfrumna. I tilraunum Varfaillie og fleiri (21) voru frumurnar aldrei ræktaðar með öðrum frumum heldur voru rækt- unarskilyrðin svipuð og hjá stofnfrumum úr fóstur- vísum, það er með skilgreindum vaxtarþáttum en án stoðfrumna. Eins og nefnt hefur verið hér að ofan þá geta stofnfrumur úr fósturvísum myndað svokölluð furðuæxli eftir ígræðslu. Þetta gerist ekki (svo vitað sé) við notkun fjölhæfra fullorðinsstofnfrumna. Mikl- ar vonir eru því bundnar við notkun þessara stofn- frumna við meðferð vefjarýrnunarsjúkdóma. Því hefur lengi verið haldið fram að taugavefur geti ekki endurnýjast en nú er ýmislegt sem bendir til hins gagnstæða. Taugastofnfrumur hafa fundist á tveimur svæðum í heila fullorðinna músa, annars veg- ar í „hippocampus“ og hins vegar í „subventricular zone“ (24, 25). Einnig hafa fundist stofnfrumur á sumum svæðum í mænunni (26). Stofnfrumur í mið- taugakerfinu eru skilgreindar með tilliti til tjáningar þeirra á merkigenum og hæfileika þeirra til að sér- hæfast í taugafrumur, smágriplufrumur (oligodentro- cyte) og stjarnfrumur (astrocyte). Stofnfrumur í mið- taugakerfinu hafa gefið vonir um að í framtíðinni verði hægt að meðhöndla Parkinsons-sjúkdóm og multiple sclerosis (MS) og jafnvel lagfæra skaða sem verða á heila eða mænu eftir slys. Tilraunir með ígræðslu á taugavef í Parkinsons-sjúklinga hafa verið framkvæmdar og gengið misjafnlega. Með einangrun stofnfrumna í heila hefur skapast möguleiki á að þróa aðferðir til að rækta og sérhæfa taugastofnfrumur yfir í dópamín framleiðandi frumur sem nota má til ígræðslu. Eins og bent hefur verið á hér að framan þá hefur verið sýnt fram á að hægt er að rækta stofn- frumur fósturvísa músa og láta þær sérhæfast í dópa- mínframleiðandi taugafrumur í rækt og græða þær síðan inn í miðheila músa (8). ígræddu taugafrum- urnar náðu að starfa á eðlilegan hátt in vivo, sem leiddi til þess að einkenni Parkinsons-sjúkdómsins gengu að einhverju leyti til baka (8). Brjóstkirtillinn er einstakt líffæri hvað stofnfrum- ur, frumusérhæfingu og frumudauða varðar. Fram að fyrstu blæðingum kvenna er brjóstkirtillinn tiltölu- lega óþroskaður. Eftir fyrstu blæðingar og í hverjum tíðarhring þar á eftir á sér stað ákveðin hringrás sem felst í frumufjölgun, frumusérhæfingu og stýrðum frumudauða. Þetta bendir til þess að í brjóstkirtli séu stofnfrumur sem viðhalda því dýnamíska ferli sem á sér stað. Það hefur lengi verið grunur þó án nokkurra beinna sannana að brjóstakrabbamein hefjist í stofn- frumum brjóstsins. Því til stuðnings má nefna að kon- ur sem eignast mörg börn eru í mun minni áhættu en aðrar konur á að fá brjóstakrabbamein. Hugsanlegt er að sú hámarks frumusérhæfing sem næst á með- göngu og í mjólkandi brjósti hafi verndandi áhrif á myndun krabbameins (35). Staðsetning stofnfrumna í brjóstkirtli hefur verið töluvert á reiki. Nýlega hefur annar höfundur þessarar greinar ásamt samstarfsað- ilum sýnt fram á tilvist mögulegra stofnfrumna í þekju- vef brjóstkirtils (36). Með því að kortleggja svipgerð ýmissa þekjuvefsfruma í brjóstkirtli með mótefnalit- un reyndist mögulegt að einangra á mótefnasúlu frumugerð sem gat bæði sérhæfst í skautaðar kirtil- frumur og vöðvaþekjufrumur. Nú standa yfir rann- sóknir sem ætlað er að varpa ljósi á hvort brjósta- krabbamein eigi frekar upptök sín í þessum frumum en hinum meira sérhæfðu frumum. Stofnfrumur og krabbameinsfrumur eiga það sam- eiginlegt að báðar frumugerðirnar komast hjá öldrun auk þess sem þær geta endurnýjað sjálfar sig. Auk þess eru margar boðleiðir sameiginlegar. Til dæmis finnst oft sterk tjáning á Bcl-2 prótíninu í stofnfrum- um og krabbameinsfrumum en Bcl-2 kemur í veg 46 Læknablaðið 2003/89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.