Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2003, Síða 55

Læknablaðið - 15.01.2003, Síða 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ / SÝNDARSJÚKRAHÚS sinni við lausn vandamála sjúkrahússins og að það hafi því enga þýðingu að tala við það. Það er svo kapítuli út af fyrir sig hvernig staða yfirlæknis er í þessum málum en sú nafnbót virðist vera nafnið tómt. Af þessari reynslu dregur undirritaður þá ályktun að leiðin frá yfirstjóm að starfsmönnum sé of löng, starfsemi sjúkrahússins of margbreytileg fyrir eina stjórn og að LSH sé því of stór eining. Lausnin felst ekki endilega í því að skipta starfseminni upp í tvö sjúkrahús að nýju eins og gert hefur verið annars staðar þar sem sameining þótti ekki skila árangri. Eft- ir sem áður standa þau rök að samfélagið geti ekki rekið fleiri en einn hátæknispítala í Reykjavík. Það má hins vegar hugsa sér að vissar einingar verði sjálf- stæðari og tengist sjúkrahúsinu með þjónustusamn- ingi eða að gerður verði slíkur samningur við samfé- lagið (ráðuneyti eða Tryggingastofnun) og formleg tengsl við sjúkrahúsið þannig laustengd eða afnumin með öllu. Það er knýjandi að Læknafélag íslands leggi aftur vinnu í að skoða uppbyggingu og hugmyndafræði sjúkrahússreksturs í landinu og taki virkari þátt í skoðanamyndun með hagsmuni þeirra að leiðarljósi Nýtt sjúkrahús á Islandi - Sýndarsjúkrahúsið Það er ekki á hverjunr degi sem nýtt hátækni- sjúkrahús er stofnað á íslandi með þjónustu við alla landsmenn. Nú hefur slíkt sjúkrahús verið sett á laggirnar, Sýndarsjúkrahúsið (e. Virtual Hospital). Sjúkrahúsið er staðsett á Landspítalalóðinni við Hringbraut. Hér er um að ræða kassa sem er 30 x 30 cm að stærð og er speglunarstaður (e. mirror site) fyrir Sýndarsjúkrahúsið sem staðsett er við University of Iowa, í Iowa City í Bandaríkjunum. Þetta er rafrænt gagnasafn um heilbrigðisvísindi sem stofnað var við háskólann í Iowa árið 1992 í þeim tilgangi að hjálpa heilbrigðisstarfsmönnum og sjúklingum að finna upplýsingar við hæfi (1). Markmiðið með rafrænu gagnasafni Sýndarsjúkra- hússins er að gera netið að gagnlegum stað til að fá upplýsingar um læknisfræði og heilsuvernd fyrir heilbrigðisstarfsmenn og sjúklinga (2). í gagna- safni Sýndarsjúkrahússins eru hundruð gagnlegra texta og bæklinga. Nú geta íslendingar sótt allar upplýsingar innanlands mjög hratt og greiðlega. Mikið af þeim gögnum sem hægt er að sækja í Sýndarsjúkrahúsið eru stórar skrár, svo sem kvik- myndir af aðgerðum og þá kemur sér afar vel hraðinn sem spegill innanlands veitir. Þá er einnig til efni á íslensku í Sýndarsjúkrahúsinu, til dæmis um lungnahlustun (3). Gagnasafn sem þetta getur nýst sérlega vel til upplýsingar við vinnu á deildum sjúkrahúsa, heilsugæslustöðvum og á vöktum þegar finna þarf fróðleik hratt og örugglega. Þetta er sér- lega hentug námsaðferð fyrir okkur lækna og mjög hjálplegt tæki til kennslu á sjúkrahúsum, heilsu- gæslustöðvum og á vöktum til viðbótar hefðbundn- um kennsluaðferðum (4). Hér var um að ræða eitt fyrsta vefsvæði sinnar tegundar og hefur síðan ver- ið í fararbroddi í heiminum (1). Til vitnis um þetta er að árið 2001 fékk Sýndarsjúkrahúsið verðlaun sem tímaritið Scientific American veitti þá í fyrsta sinn og nefnast „SciTech Web Awards 2001“. Að auki hefur Sýndarsjúkrahúsið unnið til fjölda ann- arra verðlauna. Anægjulegt er fyrir Landspítalann að hafa verið valinn einn af speglunarstöðum þess. Sýndarsjúkrahúsið hýsir mjög mikilvægt kennslu- efni fyrir íslenska heilbrigðisstarfsmenn og er ástæða til að hvetja alla til að kynna sér það. Slóðin er www.vh.org og má síðan velja ísland, eða fara strax á slóðina http://iceland.vh.org Heimildir 1. D'Alessandro MP, Galvin JR, D'Alessandro DM, Erkonen WE, Choi TA. The Virtual Hospital: The Digital Library Moves from Dream to Reality. Acad Radiol 1999; 6: 78-80. 2. Graber MA, D'Alessandro DM, D'Alessandro MP, Bergus GR, Levy B, Ostrem SE Usage Analysis of a Primary Care Medical Resource on the Internet. Comp Biol Med 1998; 28: 581-8. 3. Guðmundsson G, Asmundsson T. Lungnahlustun. The Virtual Hospital 1999. URL: http://iceland.vh.org/adult/provider/ inter- nalmedicine/PulmonaryCoreCurric/HyperPneum/ 4. Baldursson Ó, Arnar DO. Notkun tölvutækra gagna og marg- miðlunar við kennslu í klínískri lyflæknisfræði. Læknablaðið 1997; 83: 588-9. Gunnar Guðmundsson Ólafur Baldursson Höfundar eru læknar við Landspítala háskólasjúkrahús. Læknablaðið 2003/89 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.