Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2003, Qupperneq 57

Læknablaðið - 15.01.2003, Qupperneq 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BARNASPITALI Aðstaðan batnar umtalsvert Að sögn Ásgeirs verða legurúm á spítalanum um það bil 80 talsins sem er svipað og á núverandi barnadeild- um. Þótt rúmunum fjölgi ekki mun öll aðstaða til að sinna veikum börnum batna verulega, svo ekki sé minnst á það hversu miklum framförum allur aðbún- aður að bömum og aðstandendum þeirra tekur. Auðheyrt er á honum að mikið hefur verið lagt upp úr því að gera vist barna og unglinga sem þama þurfa að dvelja sem bærilegasta. Inni á öllum stofum eru sófar fyrir foreldra þar sem þeir geta lagt sig yfir nótt ef svo ber undir. Auk þess eru herbergi á nokkr- um stöðum fyrir foreldra, meðal annars tvö með eld- unaraðstöðu þar sem mamma getur eldað grjóna- grautinn fyrir Nonna sinn. Eitt herbergi er ætlað unglingum en þar geta þeir tekið á móti gestum. Þar er allt til alls: sjónvarp, tölva og stereógræjur. „Þau geta bara lokað að sér og spilað Rammstein," segir Ásgeir. Við hvert rúm eru líka lagnir fyrir sjónvarp og tölvu og fyrir yngri bömin er ævintýraherbergi með tilheyrandi búnaði. Á spítalanum verður starfræktur grunnskóli og leik- skóli fyrir böm sem þar dvelja. Kennarar eru starfandi á Bamaspítalanum og hafa yfir að ráða fjarfundabún- aði svo bömin geti verið í beinu sambandi við skólann sinn og fylgst með bekkjarfélögunum. Fjarfundabún- aður verður einnig fyrir starfsfólk spítalans, til dæmis lækna sem fara íjómm sinnum á ári á nokkrar heilsu- gæslustöðvar á landsbyggðinni og geta svo sinnt eftir- fylgninni með því að vera í ijarfundasambandi. Smekkvísi og útsjónarsemi Ásgeir hleður arkitekta hússins miklu lofi en þeir eru hjónin Sigríður Magnúsdóttir og Hans Olav Ander- sen á Teiknistofunni Tröð. Hann segir að þau hafi reynst ákaflega smekkvís og útsjónarsöm enda beri byggingin þess merki. Undir þau orð er hægt að taka því húsið er afskaplega fallegt. Veggirnir eru að sjálf- sögðu flestir hvítir eins og á öðrum sjúkradeildum en hvíti liturinn er brotinn upp með ýmsu móti, ekki síst með viði sem er mjög áberandi og notaður á nýstár- legan hátt. Gluggar eru stórir og standa gjarnan út úr veggnum sem eykur sjónsviðið verulega. Margt er athyglisvert í búnaði spítalans. Til dæmis er loftræstingu þannig háttað að hægt er að stjórna loftstraumi inn eða út úr herbergjum með því að mynda ýmist undir- eða yfirþrýsting. Með því móti er hægt að sporna gegn því að bakteríur berist inn eða út úr herbergjum. Ásgeir leggur áherslu á að þótt spítalinn sé vissu- lega vel búinn sé þar enginn íburður. Hann sýnir blaða- manni skrifstofur sem eru 11 m2 að stærð og hýsa al- mennt tvo lækna. „Þetta er fyrst og fremst skynsam- legt hús fyrir góða starfsemi," segir Ásgeir og full ástæða til að óska honum og raunar okkur öllum til hamingju með nýja Barnaspítalann. Nýja spítalabyggingin er u- laga og í u-inu er risið listaverk eftir Sigurð Guð- mundsson sem hér má sjá. Þar er stóll sögumannsins sem kailast á við giugga inni í spítalanum þar sem gefur að líta texta úr þekktum œvintýrum, Nœturgalanum, Litla Kláusi og Stóra Kláusi og fleirum. Við þetta eiga eftir að bœtast pússaðir nátt- úrusteinar sem börnum þykir svo gaman að strjúka að sögn listamannsins. Eins og þessar myndir sýna er þröngt setinn bekkurinn á gömlu vökudeildinni og viðbrigðin verða eflausl mikil þegar starfsemin fœr nýtt og rúmbetra húsnœði. Læknablaðið 2003/89 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.