Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2003, Síða 64

Læknablaðið - 15.01.2003, Síða 64
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEILBRIGÐISMÁL Á K O S N I N G A V E T R I sem hefur mótast undir þeim formerkjum að hún skuli vera miðstýrð og að starfsmenn búi við tak- markað sjálfræði hvað rekstrarform snertir. Þetta er rangt. Við eigum að stuðla að því að menn geti opnað sjálfstætt reknar heilsugæslustöðvar sem geta tryggt meiri framleiðni og fjölbreytilegri þjónustuform. Mál- efni heilsugæslustöðvanna þarf að taka til gagngerrar endurskoðunar með það að yfirlýstu markmiði að auka framleiðni. Ríkið á ekki að kappkosta að hafa sama miðstýrða rekstrarformið heldur leyfa heilbrigð- isstarfsfólki að spreyta sig á því sem það kann best. Um sjúkrahúsin í landinu má segja að þau séu enn of dreifð. Þeim hefur vissulega fækkað á undanförn- um árum en of víða er verið að halda úti þjónustu sem ætti að vera á einum eða færri stöðum. Þetta kostar að sjálfsögðu peninga. í dag eru það að mikl- um hluta landsbyggðarpólitískar ákvarðanir fyrir því hvar haldið er úti þjónustu og hvar ekki og að hvaða marki. Oft eru það alls ekki læknisfræðilegar ástæður fyrir því hvar þjónusta er veitt. Það gleymist stundum að það hlýtur að vera réttur íbúa þessa lands að fá að- gang að sambærilegum gæðum heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Þetta er ekki það sama og að alla þjón- ustu eigi að veita í sama landshluta. Þegar kemur að stóra sjúkrahúsinu þá er nýbúið að sameina þrjú sjúkrahús í eitt. Akvörðunin um þá sameiningu var tekin án þess að búið væri að setja sér langtímamarkmið. í raun og veru var kannski eina markmiðið að spara peninga. Ég held að öllum sé nú ljóst að það markmið hefur ekki náðst og vafasamt að það muni nást við núverandi aðstæður. A hinn bóginn hefur miðstýringin í þessu stóra sjúkrahúsi vaxið, boð- leiðir orðið lengri, stjórnun og hlutverkaskipun er ekki skýr. Þetta stafar meðal annars af því stjómunar- umhverfi sem spítalinn býr við. Samkvæmt lögum er stjórnkerfi spítalans skipt upp í marga þætti, svo sem lækningastjóm og hjúkrunarstjórn, en að auki er rekstrarleg og fagleg ábyrgð á sitt hvorri hendinni. Þetta fer iðulega allt í kross. í stað þess að fagleg og rekstrarleg ábyrgð sé á einni hendi er hún dreifð á marga. Fyrir vikið verða boðleiðir lengri og þetta stuðlar hvorki að skilvirkni né aukinni framleiðni. Stjórnendum þessa fyrirtækis er vandi á höndum og eru á margan hátt ekki í öfundsverðu hlutverki“ Er einkarekstur hagkvæmari? Sjálfstæður stofurekstur sérfræðilækna hefur mikið verið til umræðu að undanfömu. Sérfræðilæknar liggja undir því ámæli að rekstur þeirra sé dýr og að þeir maki krókinn ótæpilega. Hveiju svarar Stefán því? „íslenskt heilbrigðiskerfi hvílir á þremur megin- stoðum sem eru heilsugæslan, sjálfstætt starfandi sér- fræðingar og sjúkrahús. Komur til sjálfstætt starfandi sérfræðinga voru 457.000 á síðasta ári en sama ár voru komur á heilsugæsluna í Reykjavík um 200.000. Þetta sýnir hversu stór póstur sérfræðiþjónustan er. Því er oft haldið fram að hún sé dýr en tölurnar sýna annað. Heimsókn til sérfræðings kostaði að meðaltali rétt rúmar 6.000 krónur á komu og er þá bæði talinn hlutur sjúklings og hins opinbera og allur kostnaður meðtalinn. Því er einnig haldið fram að kostnaður við sérfræði- þjónustuna hafi hækkað óeðlilega mikið á milli ára. Þetta er rangt. Ef litið er á þróunina síðasta áratug sést að útgjöld til sérfræðilækna hafa hækkað hlutfallslega minna en til annarra hluta heilbrigðisþjónustunnar. Þrátt fyrir það hefur komum Ijölgað á sama tíma og mun dýrari verk eru gerð á samningnum. Það er því hægt að halda því fram með góðum rökum að sér- fræðilæknaþjónustan sé skilvirkasta og ódýrasta kerfið þegar allt er skoðað. Þar að auki er vel vitað hvað gert er við þessa fjármuni og hvað framleitt er innan þessa kerfis. Þetta liggur alls ekki fyrir á sama hátt á sjúkra- húsunum eða í heilsugæslunni. Ég vil þó leggja áherslu á að fyrsti viðkomustaður sjúklinga á að vera í heilsu- gæslunni að mínu áliti. Það er mikilvægt að sérfræði- læknar styðji heilsugæslulækna í því efni.“ - Eitt er það sem fólk á erfitt með að skilja. Af hverju er ódýrara að lækna fólk á einkarekinni stofu úti í bæ en á ríkisreknu sjúkrahúsi eða heilsugæslustöð? „Áður en ég svara því þá vil ég leggja áherslu á að menn skilji á milli einkavæðingar og einkarekstrar. Einkarekstur er annað rekstrarform en ríkisrekstur. Ríkið og sjúklingarnir greiða fyrir þjónustuna eftir sem áður en sá sem annast þjónustuna er í vinnu hjá sjálfum sér eða fyrirtæki í einkaeigu. Grundvallarmun- urinn á þessum tveimur rekstrarformum er fólginn í því að í einkarekstri lækna er yfirbyggingin í lágmarki, skilvirkni í stjómun mikil og reksturinn á forsendum lækna. Þetta leiðir til þess að framleiðnin verður mun meiri en í þunglamalegu og miðstýrðu kerfi þar sem ein höndin veit á stundum ekki hvað hin aðhefst. Ég hef stundum líkt þessu saman við vegagerðina forðum. Á árum áður var Vegagerð ríkisins allt í öllu, hún hannaði vegi, lagði þá og hafði eftirlit með sjálfri sér. Hverjum myndi detta í hug að hverfa aftur til þess tíma? Engum. Nú býður Vegagerðin verk út en ríkið greiðir fyrir þau og hefur eftirlit með fram- kvæmdum. Þetta er form sem við mættum innleiða í heilbrigðisþjónustu. Við erum á margan hátt að eiga við „tabú“ í þessum geira. Það þykir „ljótt“ að græða á heilbrigðisþjónustu en á sama tíma er allt í lagi að græða á lyfjaframleiðslu eða dreifingu þeirra. Lyfja- fyrirtækjum er hrósað í hástert ef vel gengur og þau skila miklum arði. Þessi tvískinnungur er hættulegur því hann hindrar það að ný rekstrarform líti dagsins ljós.“ Sérkenni íslensks heilbrigðiskerfis - Þetta helst að vissu leyti í hendur við ímynd sér- fræðilækna sem er heldur slæm. I hugum margra eru þeir fégráðugir menn sem eru í fullu starfi á sjúkra- 64 Læknablaðið 2003/89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.