Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2003, Side 76

Læknablaðið - 15.01.2003, Side 76
RÁÐSTEFNUR / ÞING Ársþing Skurðlæknafélags íslands og Svæfinga- og gjörgæslulækna- félags íslands veröur haldið á Grand hóteli Reykjavík 8. og 9. maí 2003. Á þinginu verða m.a. flutt frjáls erindi og kynnt veggspjöld. Nánari dagskrá þingsins verður auglýst síðar. Ágrip erinda skulu berast fyrir 15. mars til Margrétar Aðalsteinsdóttur hjá Fræðslustofnun lækna, með tölvupósti eða á disklingi, sjá upplýsingar hér að neðan. Þau ágrip sem vísindanefnd félaganna samþykkir til flutnings á þinginu verða birt í Læknablað- inu. Vísindanefnd áskilur sér rétt til að hafna innsendum ágripum og einnig rétt til að hafna ágripum til flutnings en samþykkja þau í formi veggspjalds. Höfundar geti þess hvort þeir óska eftir aö flytja erindi eða sýna veggspjald. Ágrip skulu skrifuð á íslensku. Hámarkslengd ágripa er 1800 letureiningar (characters). Nafn flytjanda skal feitletrað. Við ritun ágripa skulu eftirtalin atriði koma fram í þeirri röð sem hér segir: • Titill ágrips, nöfn og vinnustaður höfunda, inngangur, efniviður og aðferðir, niðurstöður og ályktanir. Nánari upplýsingar um þingið veita: Helgi H. Sigurðsson, Landspítala Fossvogi og Sveinn Geir Einarsson, St. Jósefsspítala Hafnarfirði. Ritari þingsins er Margrét Aðalsteinsdóttir hjá Fræðslustofnun lækna, Hlíðasmára 8, 201 Kópa- vogi, sími: 564 4100, bréfasími: 564 4106, netfang: magga@icemed.is AstraZeneca dagur 1. mars 2003 Að venju verður hinn árlegi fræðslu- og fagnaðardagur heimilislækna haldinn á Hótel Loftleiðum fyrsta laugardag í mars. Öldrunarlæknar eru sem fyrr einnig hjartanlega velkomnir. AstraZeneca dagurinn er sem áður skipulagður af FÍH og AstraZeneca. Yfirskrift dagsins er Heilsuvernd - Vonir og vonbrigði. Dagskráin hefst kl. 9:00 með tveggja klukkustunda almennum fundi þar sem fjallað verður um heilsuvernd í víðasta skilningi. Að því loknu verður boðið upp á tvíþætta samhliða dagskrá fram að almennum fundi milli kl. 16:00 og 17:00. Nánari dagskrá mun verða send læknum sérstaklega. Fræðslunefnd FÍH AstraZeneca 76 Læknablaðið 2003/89

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.