Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2003, Qupperneq 88

Læknablaðið - 15.01.2003, Qupperneq 88
Levonova Schering LYFJALYKKJA; G 02 B A 03 R 0 Hver lykkja inniheldur: Levonorgestrelum INN 52 mg: gefur frá sér 20 mfkróg/24 klst. Litarefni: Járnoxíð (E172). Ábendingan Getnaðarvörn, miklar legblæðingar. Vörn gegn ofvexti legslímu við samhliða östrógen uppbótarmeðferð. Skammtar og lytjagjöf: Lykkjan er sett I legið og verkar i 5 ár. Upphaflegur losunarhraði in vivo er 20 míkróg/24 klst. og minnkar eftir 5 ár í u.þ.b. 11 mikróg /24 klst. Losunarhraði lev- ónorgestrels á 5 ára tímabili er 14 míkróg/24 klst. að meðaltali. Við hormónauppbótarmeðferð er hægt að nota lykkjuna ásamt östrógenlyijum í inntöku eöa á formi plásturs án gestagena. Frábendingar: Staðfest þungun eöa grunur um þungun. Yfirstandandi eða endurteknar sýkingar í kynfærum. Sýking i leggöngum. Legslímuvilla eftir barnsburð. Sýking eftir fósturlát á síðusu 3 mánuðum. Leghálsbólga. Afbrigðilegur vöxtur í leghálsi. Illkynja breytingar f legi eða leghálsi. Ósjúkdómsgreindar óeðlilegar legblæðingar. Meðfæddur eða áunninn afbrigðleiki í legi, þ.á m. góðkynja bandvefsæxli ef þau aflaga legholið. Aðstæður sem leiða til aukinnar hættu á sýkingu. Bráðir lifrarsjúkdómar eða lifraræxli. Ofnæmi fyrir einhverju af innihaldsefnunum í lyfinu. Varnaðarorð og varúðarreglur: Ef eitthvert af eftirfarandi er til staðar eða kemur fram f fyrsta skipti skal athuga hvort fjarlægja þurfi lykkjuna eða nota megi hana í nánu samráði við sérfræðing: Mígreni, staðbundið mígreni með ósamhverfum sjónmissi eða öðrum einkennum sem geta bent til tímabundins blóðskorts í heila; alvarlegur nístandi höfuðverkur; gula; greinileg aukning í blóðþrýstingi; staðfest eða grunur um hormónaháða æxlismyndun, þ.á m. brjóstakrab- bamein; alvarlegir slagæðasjúkdómar eins og heilablóðfall eða kransæðastífla. Hjá konum sem nota töflur sem eingöngu innihalda gestagen (mínf-pillur), hafa nýjar faraldsfræðilegar rannsóknir sýnt að það getur verið örlítil aukin hætta á bláæðasegareki en niðurstöður voru ekki tölfræðilega marktækar. Við einkenni eða vísbendingar um segarek á undir eins að gera viðeigandi sjúkdómsgreiningu og mælingar. Einkenni um segamyndun f blá- eða slagæðum geta verið: Beinverkur f annarri hlið líkamans og/eða bólga, skyndilegur öflugur verkur fyrir brjósti sem getur dreifst út f vinstri handlegg, skyndleg and- nauð; skyndileg hóstaköst; óvanalegur mikill langvarandi höfuðverkur, skyndilegur sjónmissir að hluta til eða alger; tvfsýni; óskýrt tal eða málstol; svimi; yfirlið með eða án staðfloga, slappleiki eða tilfinningaleysi sem hefur áhrif á aðra hliðina eða allan líkamann; hreyfitruflanir; miklir magaverkir. Einkenni eða merki sem benda til blóðtappamyndunar í sjónhimnu eru: Óútskýrður sjónmissir að hluta til eða alger, upphaf á úteygð eða tvfsýni, doppubjúgur eða æðaskemmd í sjónhimnu. Ekki er vitað hvort hugsanlegt samhengi er á milli bláæðasegareks og æðahnúta og segabláæðabólgu. Konum, sem hafa meðfædda hjartasjúkdóma eða hjartsláttartruflanir með hættu á hjartaþelsbólgu, á aðgefa fyrirbyggjandi sýklalyfjameðferó við uppsetningu og þegar lykkjan er fjarlægð. Levónorgestrel f litlum skömmtum getur haft áhrif á sykurþol, og skal fylgjast með blóðstyrk glúkósu hjá sykursjúkum sem nota Levonova. Óreglulegar blæðingar geta dulið einkenni og merki um krabbamein eða sveppasýkingu í legslímhúð. í þeim tilvikum á að huga vel að sjúkdómsgreiningu. Levonova er ekki fyrsta val hjá konum sem ekki hafa átt barn, og ekki heldur hjá konum eftir tíðahvörf með verulega rýrnun á legi (uterin atrophy). Uppsetning og brottnám/endumýjun: Áður en lykkjan er sett upp á að upplýsa sjúklinginn um verkun, áhættu og aukaverkanir Levonova. Framkvæma á almenna skoðun og kvenskoðun, sem felur í sér leghálsstrok og brjóstaskoðun. Útiloka skal þungun og smitandi kynsjúkdóma og meðferð sýkinga í kynfærum áað vera lokið. Ákvarða skal stöðu legsins og stærð legholsins. Það er sérstaklega mikilvægt að lykkjan sitji við botn legsins til þess að ná jafnri losun gestagensins f legslímu, til að koma f veg fyrir að hún ýtist út og að hún gefi sem mesta verkun. Fylgja skal leiðbeiningum um uppsetningu van- dlega. Sjúkling á að skoða 4-12 vikum eftir uppsetningu og einu sinni á ári eftir það, eða oftar ef þörf er á. Hjá konum á barneignaraldri á að setja lykkjuna í legið innan 7 daga frá upphafi tíðablæðinga. Levonova má skipta út fyrir nýja lykkju hvenær sem er f tíðahringnum. Lykkjuna má einnig setja í leg strax eftir fósturlát á fyrsta þriðjungi meðgöngu. Lykkjuna má setja í leg í fyrsta lagi 6 vikum eftir fæðingu. Levonova hentar ekki sem getnaðarvörn eftir samfarir. Sé Levonova notuð til þess að vernda legslímu við östrógenuppbótarmeðferð á breytingaskeiði, má setja hana upp hvenær sem er hafi konan engar tíðablæðingar, en annars á síðustu dögum blæðinga eða sýndarblæðinga. Þar sem óreglulegar blæðingar/blettablæðingar verða yfirleitt á fyrstu mánuðum meðferöar, er mælt með útilokun á sjúkdómum í legslímu áður en lykkjan er sett upp. Útiloka veröur sjúkdóma f legslímu hjá konum sem fá blæðingartru- flanir þar sem Levonova hefur verið sett upp eftir að östrógenuppbótarmeðferð hefur verið hafin. Verði óreglulegar blæðingar við langtímameðlerð, skal einnig gera viðeigandi sjúkdómsgreiningu. Lykkjan er fjarlægð með því að toga varlega i þræðina með töng. Ef þræðirnir sjást ekki og lykkjan liggur f legholinu, er hægt að fjarlægja hana með því að nota litla töng. Það getur þurft að víkka út leghálsinn. Lykkjuna á að fjarlægja eftir 5 ár. óski konan eftir að nota sömu getnaðarvörn áfram má setja nýja lykkju á sama tíma. Til þess að foröast þungun á að taka lykkjuna út við tíðablæðingar hjá konum á barneignar- aldri, sé um tíðahring að ræða. Ef lykkjan er fjarlægð í miðjum tíöahring og ný lykkja ekki sett í staðinn er hætta á að konan verði þunguð ef hún hefur haft samfarir innan viku áður en lykkjan var fjarlægð. Þegar lykkjan er sett upp eða fjarlægð geta komið fram verkir og blæðingar. Aðgerðin getur valdið svima, sem æða- og skreyjutaugaviðbrögð, eða krampaköstum hjá konum með flogaveiki. TídafæMdateppa: Tíðafæð og/eða tíðateppa kemur smám saman fram hjá um 20% kvenna á barneignaraldri sem nota Levonova. Líði meira en 6 vikur frá síðustu blæðingum þarf að athuga hvort þungun hafi átt sér stað. Eftir það þarf ekki að endurtaka þungunarpróf hjá þeim sem hafa engar tíðir nema önnur einkenni þungunar komi f Ijós. Þegar Levonova er notuð samhliða stöðugri östrógenuppbótarmeðferð, stöðvast blæðingar smám saman hjá flestum konum á fyrsta ári meðferðarinnar. Grindarholssýking: Hlífðarrör utan um Levonova ver hana gegn örverumengun á meðan hún er sett upp og er hönnuð þannig að sýkingarhætta sé sem minnst. Hjá notendum koparlykkju er sýkingarhætta f grindarholi mest fyrsta mánuðinn eftir að hún er sett upp en minnkar síðar. Nokkrar rannsóknir benda til að tíðni grindarholssýkinga sé lægri hjá þeim sem nota Levonova en þeim sem nota koparlykkju. Þekktur áhættuþáttur fyrir grindarholsbólgu eru margir rekkjunautar. Grindarholssýking getur haft áhrif á frjósemi og aukið hættu á utanlegsfóstri. Ef kona fær endurteknar legslímubólgur eða grindarholssýkingar, eða ef bráð sýking svarar ekki meðferð innan nokkra daga, verður að fjarlægja Levonova. örverupróf eru ráðlögð og reglulegt eftirlit, jafnvel við væg einkenni um sýkingu. Lykkjan ýtist út: Helstu einkenni ef lykkjan ýtist að hluta til eða algerlega úr leginu geta verið blæðingar eða verkir. Hins vegar getur lykkjan ýst úr legholinu án þess að konan taki eftir því. Ef Levonova vtist að hluta til út geta áhrif hennar minnkað. Þar sem Levonova dregur úr tíðablæðingum geta auknar tíðablæðingar bent til að hún hafi ýst úr leginu. Lykkju sem ekki situr rétt þarf að fjarlægja og setja má upp nýja á sama tíma. Upplýsa skal konuna um hvernig hún athugar að þræðirnir sitji rétt. Rauf/gat: I sjaldgæfum tilvikum getur rauf/gat komið i legbol eða legháls, oftast við uppsetningu. Ef það gerist á að fjarlægja hana eins fljótt og hægt er. Utanlegsþykkt: Meiri hætta er á utanlegsþykkt hjá konum með fyrri sögu um utanlegsþykkt, sem hafa farið í aögerð á egg- jastokkum eða fengið grindarholssýkingar. Kviðverkir í neðri hluta kviðarhols með eða án samtímis blæðingartruflunum geta verið vfsbending um utanlegsþykkt, Tíðni utanlegsþykktar hjá þeim sem nota Levonova er 0,06 fyrir hver 100 kvenár, sem er töluvert lægri en 1,2-1,6 sem áætlað er hjá konum sem nota engar getnaðarvarnir. Týndir þrædir: Ef þræðirnir á lykkjunni sjást ekki við leghálsinn við skoðun þarf fyrst að útiloka þungun. Þræðirnir gætu hafa dregist upp (legið eða leggöngin og geta þá sést aftur við næstu tíðir. Ef þungun hefur verið útilokuð, er yfirleitt hægt að finna þræðina með varfærnisle- gri könnun með viðeigandi tæki. Ef þeir finnast ekki gæti lykkjan hafa ýst úr leginu. Hægt er að staðsetja Levonova með ómskoðun. Ef ekki er hægt að nota ómskoðun má nota röntgenmyndatöku til þess að staðsetja lykkjuna. Seinkun á eggbúslokum: Þar sem getnaðarvarnandi áhrif Levonova eru aðalle- ga vegna staðbundinna áhrifa verður egglos með eggbússundrun hjá konum á barneignaraldri. Stundum seinkar lokun eggbúsins og vöxtur eggbúsins heldur áfram. Þessi stækkuðu eggbú er ekki hægt að greina klínískt frá eggjastokksblöðrum. Stór eggbú hafa verið greind hjá um 12% þeirra sem nota Levonova. Flest þessara eggbúa eru einkennalaus, þó geta komið fram verkir f grindarholi eða sársauki við samfarir. (flestum tilvikum hverfa þessi stærri eggbú sjálfkrafa eftir 2-3 mánuði. Ef það gerist ekki, er mælt með áframhaldandi eftirliti með ómskoðun og öðrum greininga/lækningalegum aðferöum. í sjaldgæfum tilvikum getur verið þörf á skurðaðgerð Meðganga og brjóstagjöf: Lykkjuna má ekki nota sé um þungun að ræða eða við grun um þungun. Ef þungun verður á meðan Levonova er notuð þarf að fjarlægja lykkjuna þar sem lykkjan getur aukið hættu á fósturláti eða fyrirmálsfæðingu. Ef lykk- jan er fjarlægð eða legið skoðað getur það leitt til sjálfkrafa fósturláts. Ef ekki er hægt að fjarlægja lykkjuna varlega má íhuga fóstureyðingu. Ef konan óskar eftir því að halda þunguninni og ekki er hægt að fjarlægja lykkjuna á að upplýsa hana um áhættu og afleiðingar fyrir barnið ef það fæðist of snemma. Fylgjast skal vel með slíkri meðgöngu. Útiloka skal utanlegsfóstur. Upplýsa á konuna um að hún eigi að tilkynna öll einkenni, sem geta verið merki um kvilla af völdum meðgöngunnar t.d. móðurlífsverki með krömpum og hita. Vegna legu sinnar f legi og staðbundinna áhrifa hormónsins, er ekki hægt að útiloka algjörlega að lyfið valdi fósturskaða (einkum aukin karlkynseinkenni fósturs). Klínísk reynsla af þungun þegar Levonova er til staðar er takmörkuð vegna öflugra getnaðarvarnaráhrifa. Þó skal upplýsa konur um að enn hafa ekki komið fram sannanir um fæðingargalla af völdum notkunar Levonova á meðgöngu. Dagsskammtur og blóðþéttni levónorgestrels við notkun Levonova er lægri en eftir aörar hormónagetnaðarvarnir. Levónorgestrel hefur þó greinst í óverulegu magni f brjóstamjólk kvenna sem nota Levonova. Hormónagetnaðarvarnir eru ekki ráðlagðar sem tyrsta val á getnaðarvörn hjá konum með barn á brjósti en næst á eftir getnaðarvörnum án hormóna virðast þær sem eingöngu innihalda gestagen vera hentugastar. Engin skaðleg áhrif á vöxt eða þroska barna sem eru á brjósti hafa komið fram ef notuð eru lyf sem einungis innihalda gestagen sex vikum eftir fæðingu. Lyf sem einungis innihalda gestagen viröast hvorki hafa áhrif á magn eða gæði brjóstamjólkur. Sjaldan hefur verið tilkynnt um blæðingu frá legi hjá konum með barn á brjósti sem nota Levonova Aukaverkanir: Aukaverkanir eru algengari fyrstu mánuðina eftir uppsetningu, en hjaðna við langtíma notkun. Eitthvert form blæðingatru- flana koma fram hjá um 30%. Sjaldan er greint frá grindarholssýkingum sem getur haft alvarlegar afleiðingar. Algengar (>1%): Almennan Þyngdarbreytingar, verkir í neðri hluta kviðarhols og bakverkir. Midtaugakerfi: Höfuðverkur, þunglyndi og aðrar skapbreytingar. Innkirtlar: Brjóstaverkur og aðrir góðkynja brjóstkvillar, bjúgur. Meltingarfæri: Ógleði. Þvag-/kynfæri: Blæðingar (tíðari eða lengri tíðablæðingar, blettablæðingar), tíðateppa, tíðaþrautir, fátíðir, útferð, leggangaþroti, blöðrur á eggjastokkum sem ganga til baka. Húð: Húðvandamál (t.d. þrymlabólur, útbrot og kláði). Sjaldgæfar (0,1- 1%): Miötaugakerfi: Minnkuð kynhvöt. Innkirtlar: Ofloðna, aukin svitamyndun, hárlos, feitt hár. Meltingarfæri: Uppþemba. Mjög sjaldgæfar (<0,1%): Þvag-/kynfæri: Grindarholssýkingar. Miðtaugakerfi: Mígreni. Fjöldi blettablæðingadaga minnkar smám saman að meðaltali úr 9 dögum í 4 daga á fyrstu 6 mánuðunum hjá konum með miklar blæðingar. Hundraðshluti kvenna með lengri blæðingar (fleiri en 8 daga) lækkar úr 20% í 3% á fyrstu 3 mánuðunum. I klínískum rannsóknum fengu 17% kvenna tíðateppu í minnst 3 mánuði á fyrsta ári notkunar. Þegar Levonova er notuð samhliða östró- genuppbótarmeðferö, fengu konur fyrir tíðahvörl blettablæðingar og óreglulegar blæðingar á fyrstu mánuðunum. Blæðingar minnkuðu með tímanum og í lok fyrsta árs voru þær óverulegar og 30-60% af notendum höfðu ekki blæðingar. Þungun sem verður þegar Levonova er til staðar getur verið utanlegs. Grindarholssjúkdómar geta komið fram hjá þeim sem nota Levonova en tíðnin er lág. Lykkjan eða hluti hennar getur farið f gegnum legvegginn. Stærri eggbú (startraenar blöðrur á eggjastokkum) geta mjmdast (sjá Seinkun á eggbúslokum). Ofnæmisviðbrögð geta verið af völdum lykkjunnar. Ákvæði um notkun/meðhöndlun lyfsins: Levonova er í dauðhreinsuðum pakkningum sem ekki á að opna fyrr en við uppsetningu lykkjunnar. Viöhafa skal smitgát þegar lykkjan er meðhöndluð. Ef innsigli dauðhreinsaða pokans er rofið á að farga lykkjunni sem lyfjaleilum. Lykkju sem hefur verið fjarlægð á einnig að meðhöndla sem lyfjaleifar þar sem hún getur innihaldið hormóna. Pakkningar: 1 stk. Verð október 2002:16.128 kr. Afgreiðslutilhögun: Lyfið er lyfseðilskylt. Greiðslufyrirkomulag: 0. Umboð á íslandi: Thorarensen Lyf ehf. Lynghálsi 13,110 Reykjavík. UIS 02-280 Seroquel AstraZeneca, 960203 TÖFLUR; N 05 A H 04 (Styttur sérlyfjaskrártexti og heimildaskrá) Hver tafla inniheldur: Quetiapinum INN, fúmarat, samsvarandi Quetiapinum INN 25 mg, 100 mg eða 200 mg. Töflumar innihalda mjólkursykur (laktósu). Ábendingar: Seroquel er notað til meðhöndlunar á geðklofa. Skammtar og lyfjagjöf: Seroquel á að gefa tvisvar á dag, með eða án matar. Fullorðnir: Heildardagskammtur fyrstu fjóra daga meöferöarinnar er 50 mg (dagur 1), 100 mg (dagur 2), 200 mg (dagur 3) og 300 mg (dagur 4). Eftir þessa fjóra daga er mælt með 300 mg dagskammti. Dagskammtinn má aðlaga að klínískum viðbrögöum og þoli viðkomandi sjúklings, á bilinu 150-750 mg/dag. Aldraðir: Eins og með önnur geðlyf, skal lyfiö notað með varúð hjá öldruöum, sérstaklega í upphafi meðferðar. Skammtaaukning getur þurft að vera hægari og dagsskammtur lægri en hjá yngri sjúklingum, og fer það allt eftir klfnfskum viðbrögðum og þoli viðkomandi sjúklings. Klerans quetiapfns var að meðaltali um 30-50% minni hjá öldruöum samanboriö við yngri sjúklinga. Börn og unglingar: Mat á öryggi og verkun lyfsins hjá bömum og unglingum er ekki fyrirliggjandi. Sjúklingar með nýrnabilun: Ekki er nauösynlegt að aðlaga skammtinn. Sjúklingar með lifrarbilun: Quetiapin umbrotnar að miklu leyti f lifur, og skal þvf notaö með varúð hjá sjúklingum með lifrarbilun, sérstaklega í upphafi meðferðar. Upphafsskammtur lyfsins skal vera 25 mg/dag hjá sjúklingum með lifrarbilun. Skammtinn skal auka daglega um 25-50 mg þar til viöunandi skammti er náð, og fer það allt eftir klínfskum viðbrögðum og þoli viökomandi sjúklings. Frábendingar: Ofnæmi fyrir innihaldsefnum lyfsins. Varnaðarorð og varúðarreglur: Samtímis sjúkdómar: Lyfið skal nota með varúð fyrir sjúklinga með þekkta hjarta- og æðasjúkdóma, sjúkdóma f heilaæöum og fyrir sjúklinga sem hættir til að fá of lágan blóöþrýsting. Seroquel getur orsakaö stöðubundið blóðþrýstingsfall, sérstaklega í upphafi þegar verið er að auka skammta smám saman. Flog: í klínískum samanburðarrannsóknum var enginn munur f tfðni floga hjá sjúklingum sem fengu lyfið eða lyfleysu. Eins og með önnur geölyf, skal gæta vaniðar við meöhöndlun sjúklinga sem fengið hafa flog. Síðkomin hreyfitruflun (tardive dyskinesia): í klínískum samanburðarrannsóknum var enginn munur í tíöni extrapýramídal einkenna hjá sjúklingum sem fengu ráðlagða meðferöarskammta af lyfinu eða lyfleysu. Þetta bendir til að lyfið valdi síður síðkominni hreyfitruflun en venjuleg sefandi lyf. Hafa skal í huga að minnka skammta lyfsins eða hætta notkun þess ef vísbending og einkenni um sfðkomna hreyfitruflun koma fram. Illkynja sefunarheilkenni: lllkynja sefunarheilkenni hefur vehð tengt við sefandi lyfjameðferö. Klínfsk einkenni eru t.d. ofurhiti, breytt andlegt ástand, vöðvastífni, óstöðugleiki í ósjálfráða taugakerfinu og hækkun á kreatínin fosfókinasa. í slíkum tilvikum skal hætta notkun á lyfinu og gefa viöeigandi lyfjameðferð Milliverkanir: Aöalverkun lyfsins er á miðtaugakerfið, og því skal gæta varúöar við samtímis notkun annarra lyfja sem verka á miötaugakerfiö og alkóhóls. Lyfjahvörf lithíums breytast ekki ef það er notaö samtímis lyfinu. Samtímis notkun á sefandi lyfjunum risperidon eða halóperidól hefur ekki marktæk áhrif á lyfjahvörf quetiapins. Samtimis notkun á thíoridazín eykur klerans quetiapins. Lyfið örvar ekki lifrarensímin sem taka þátt í umbrotum fenazóns. Samtimis notkun á fenýtóíni (örvar microsomal ensím) veldur aukningu í klerans quetiapins. Sjúklingar sem taka samtímis lyfinu og fenýtóín, eða önnur lyf sem örva lifrarensím s.s. karbamazepín, barbítúröt og rífampicín, geta þurft að auka skammtinn af lyfinu til að hafa stjóm á einkennum sjúkdómsins. Ef sjúklingur hættir að taka fenýtóín °g IsKur f staðinn lyf sem örva ekki lifrarensím, s.s. natríum valpróat, getur þurft að minnka skammtinn af lyfinu. Ensímið CYP3A4 er helst ábyrgt fyrir sýtókróm P450 tengdum umbrotum quetiapins. Samtímis notkun á címetidíni, sem letur P450 ensímiö, hefur ekki áhrif á lyfjahvörf quetiapins. Samtímis notkun á geödeyföarlyfjunum imipramfn (letur CYP2D6) eða flúoxetín (letur CYP3A4 og CYP2D6) hefur ekki marktæk áhrif á lyfjahvörf quetiapins. Samt sem áður er mælt með að gæta varúöar þegar lyfið er notað samtímis lyfjum sem letja CYP3A4 (t.d. ketókónazól eöa erýthrómýcfn). Meðganga og brjóstagjöf: Ekki hefur verið færð sönnun á öryggi og verkun lyfsins á meðgöngu. Þvf skal aðeins nota lyfið á meðgöngu ef kostir þess réttlæta hugsanlega áhættu af notkun þess. Ekki er vitaö að hve miklu leyti lyfið útskilst í móöurmjólk. Því skal ráðleggja konum sem nota lyfiö að forðast að hafa böm á brjósti. Akstur og stjórnun annarra véla: Sjúklingum skal ráðlagt að aka ekki bifreiö eða stjórna öðrum tækjum fyrr en þeir vita hvaða áhrif lyfiö hefur. Aukaverkanir: Algengasta aukaverkunin er svefnhöfgi, sem kemur helst fram í upphafi meöferöar, en hættir yfirieitt við áframhaldandi meðferð. Lyfið veldur ekki hækkun á prólaktfni líkt og mörg önnur geölyf. Algengar (>1 %): Taugakerfi: Svefnhöfý. Almennt: Þróttleysi, svimi. Hjarta- og æðakerfi: Réttstöðuþrýstingsfall, of lágur blóðþrýstingur, hraðtaktur. Meltingarfæri: Hægðatregða, munnþurrkur, meltingartruflun. Blóð: Fækkun hvítra blóðkorna, hlutleysiskyrningafæð. Efnaskipti: SGPT (ALT) hækkun, SGOT (AST) hækkun, þyngdaraukning. Öndunarfæri: Nefslimubólga. Sjaldgæfar (0,1-1%): Almennt: lllkynja sefunarheilkenni. Hjarta- og æðar: Yfirlið. Efnaskipti: Kólesterólhækkun, blóðfituhækkun, hækkun á gamma-GT. Blóö: Fjölgun eósínfíkla. Taugakerfi: Ftykkjakrampi, grand mal rykkjakrampi. Meðferö með lyfinu hefur tengst örlítilli skammtaháðri lækkun á skjaldkirtilshormónum, sérstaklega í heildar T4 og fríu T4. Lækkunin náði hámarki á fyrstu 2-4 vikum meðferðarinnar, en við áframhaldandi notkun varð ekki frekari lækkun. Ofskömmtun og eiturverkanir: Takmörkuö reynsla er af ofskðmmtun á lyfinu í klínískum rannsóknum. Útlit: Töflur 25 mg: Kringlóttar, 0 6 mm, ferskjulitaðar, kúptar og filmuhúðaðar. Töflur 100 mg: Kringlóttar, 0 8,5 mm, gular að lit, kúptar og filmuhúðaöar. Töflur 200 mg: Kringlóttar, 0 11 mm, hvítar að lit, kúptar og filmuhúðaðar. Pakkningar: Pakkningar: Töflur 25 mg: 100 stk (þynnupakkað); 11.607 kr„ Töflur 100 mg: 30 stk (þynnupakkað); 7.876 kr„ 100 stk (þynnupakkað); 21.100 kr„ Töflur 200 mg: 30 stk (þynnupakkað); 11.412 kr„ 100 stk (þynnupakkað); 32.500 kr. Töflur, samsett pakkning: 10 stk (þynnupakkað; 6x25mg,3x 100 mg, 1 x 200 mg); 1.082 kr. Afgreiðslutilhögun: Lyflð er lyfseðllskylt. Tryggingastoínun ríkisins greiöir lyfiö að fullu. Júlí 2002. Heimildaskrá 1. ARVANITIS LA, MILLER BG: Multiple fixed doses of Seroquel (quetiapine) in patients with acute exacerbation of schizophrenia: a comparison with haloperidol and placebo. The Seroquel Trial 13 Study Group. Biological Psychiatry ( 1997) 42:233-46. 2. SMALL JG, HIRSCH SR, ARVANITIS LA, MILLER BG, LINK CG: Quetiapine in patients with schizophrenia. A high- and low-dose double-blind comparison with placebo. Seroquel Study Group. Arch. Gen. Psychiatry (1997) 54:549-57. 3. BRECHERM, RAK TW, MELVIN K, JONES AM: The long-term effect of quetiapine (Seroquel monotherapy on weight in patients with schitzophrenia). International Journal of Psychiatry in Clinical Practice (2000) 4:287-91. Umboð á íslandi: PharmaNorhf. AstraZeneca, Hörgatúni 2, 210 Garðabæ, Sími:535 7152 Fax: 565 7366 88 Læknablaðið 2003/89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.