Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2003, Qupperneq 14

Læknablaðið - 15.02.2003, Qupperneq 14
FRÆÐIGREINAR / GREINING HAÞRYSTINGS meðferð er hafin. Aftur á móti ber leiðbeiningum um háþrýsting hvorki fyllilega saman um hve lengi skyldi fylgjast með einstaklingnum áður en meðferð er haf- in né hvernig eigi að nota þær mælingar senr fást á tímabilinu - á að horfa á allar mælingarnar eða bara þær síðustu? Snemma á síðasta áratug var talið að um 90% þeirra sem meðhöndlaðir eru við háþrýstingi hafi fengið greininguna eftir færri en þrjár blóðþrýstings- mælingar (3, 4). Engin gögn eru fyrirliggjandi sem bent gætu til betri vinnubragða hér á landi heldur virðast íslenskir læknar steyptir í svipað mót og er- lendir starfsbræður þeirra hvað varðar fylgni við leið- beiningar (5). Greining háþrýstings eftir ekki fleiri en þrjár blóð- þrýstingsmælingar er ekki mjög frábrugðið vali ein- staklinga inn í bresku Medical Research Council (MRC) rannsóknina (6) þar sem sýnt var fram á töl- fræðilegan ávinning af lyfjameðferð við vægum há- þrýstingi sem skilgreindur var sem slagbilsþrýstingur <200 mm Hg og hlébilsþrýstingur á bilinu 90-109 mm Hg. Með úrvinnslu þeirri er hér birtist reynum við að meta hversu nákvæm greining háþrýstings fæst með núverandi aðferðum (3, 4) en það gerðum við með því að nýta okkur lyfleysuhluta MRC rannsóknar- innar. Við leggjum til þrjú einföld ráð sem gætu bætt greiningu háþrýstings án þess að þurfa mjög langan biðtíma áður en meðferð hefst. Efniviður og aðferðir Þýði og gefnar forseiidur Til úrvinnslu höfðum við blóðþrýstingsgildi 8654 ein- staklinga sem fylgt var eftir í lyfleysuhluta MRC rannsóknarinnar (6). Fullkomin gögn voru til fyrir eitt ár hjá 3965 manns og var fólkið tekið nteð í nú- verandi úrvinnslu. I MRC rannsókninni var blóð- þrýstingur mældur á heilsugæslustöðvum af sérþjálf- uðum rannsóknarmönnum og notast var við Hawks- ley-Random-Zero blóðþrýstingsmæla, þannig að skekkja tengd rannsóknaraðila og tæknilegum mál- um var í lágmarki. Blóðþrýstingur var metinn fjórum sinnum áður en að slembiröðun kom. Meðaltal tveggja fyrstu mælinga var í gagnagrunni kallað skim- unarþrýstingur og meðaltal mælinga þrjú og fjögur var kallað inntökuþrýstingur. Einstaklingar voru teknir inn í rannsóknina ef inntökuþrýstingur var á bilinu 90-109 mm Hg í hlébili og <200 mm Hg í slag- bili. Blóðþrýstingsmælingarnar voru síðan gerðar eft- ir tvær, fjórar, 6,8,10,12,26,39 og 52 vikur. Við höfum valið hlébilsþrýsting >90 eða >100 og slagbilsþrýsting >160 sem skilgreiningu á háþrýstingi (meðhöndlunarskilmerki). Sem nálgun að líklegum núverandi venjum lækna við greiningu háþrýstings völdum við blóðþrýsting á viku tvö (þriðji skráður blóðþrýstingur í gagnagrunni en í raun fimmta heirn- sóknin). Vefjaskemmd af völdum háþrýstings tengist sterkar meðalblóðþrýstingi heldur en einstökum mæl- ingum (7) og þar sem engar klínískar leiðbeiningar leggja til að beðið sé með meðhöndlun lengur en í sex mánuði höfum við valið meðaltal blóðþrýstings þriggja heimsókna við 26., 39. og 52. viku sem ígildi raunverulegs langtímablóðþrýstings. Hlutfall hópsins sem velst til meðferðar Við litum fyrst á hlutfall heildarhópsins sem yrði val- ið til meðferðar samkvæmt ofangreindum skilmerkj- um um háþrýsting ef núverandi klínískum venjum (3, 4) væri fylgt. í öðru lagi litum við á það hlutfall sem yrði valið til meðferðar ef meðalþrýstingur síðustu þriggja heimsóknanna eftir þriggja mánaða biðtíma væri lagður til grundvallar greiningu. Báðar aðferð- irnar voru síðan bornar saman við hlutfallið sem tald- ist raunverulega með háþrýsting samkvæmt okkar skilgreiningu (það er meðalblóðþrýstingur 26., 39. og 52. viku). Nákvœmni greiningar Alþekktur er breytileiki blóðþrýstings hvers einstak- lings. Því er mögulegt að þó það hlutfall hópsins sem velst til meðferðar sé óbreytt frá einum tíma til annars, að ekki sé um sömu einstaklinga að ræða í hvert sinn (fólk gæti verið talið með háþrýsting á einum tíma- punkti en með eðlilegan þrýsting á öðrum tímapunkti - og öfugt). Við reyndum að meta hversu algengt þetta er með því að reikna út greiningarnákvæmni fyrir mis- munandi meðhöndlunarskilmerki miðað við núver- andi klínískar venjur annars vegar og hins vegar flokk- un sem byggir á meðalblóðþrýstingi síðustu þriggja heimsókna eftir þriggja mánaða eftirfylgni. Greiningarnákvæmni var skilgreind sem það hlut- fall manna sem var í ákveðnum hópi í upphafi sem féll í sama hóp við seinna mat. Seinna matið var raun- verulegur langtímaþrýstingur, það er meðaltal eftir að minnsta kosti sex mánaða eftirfylgni (26., 39. og 52. vika). Líkurá raunverulegum háþrýstingi Gagnlegt væri ef finna mætti snemma þá einstaklinga sem líklegastir væru til að vera til langframa ofan til- tekinna meðhöndlunarskilmerkja (og þyrfti því ekki að fylgja eins lengi eftir áður en meðhöndlun hefst). Líklegt er að hér skipti tvennt máli, annars vegar hve hátt fyrir ofan meðhöndlunarskilmerki fyrstu blóð- þrýstingsgildi viðkomandi reynast, og hins vegar hver eðlislægur breytileiki blóðþrýstings viðkomandi er (intraperson blood pressure variability). Með tilliti til þessa skoðuðum við líkur á raun- verulegum langtímaháþrýstingi, í þessu tilfelli skil- greindan sem hlébilsþrýsting >100 mm Hg (allar klín- ískar leiðbeiningar eru sammála um að meðhöndla skuli með lyfjum þá sem hafa hlébilsþrýsting >100 mm Hg). 106 Læknablaðið 2003/89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.