Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2003, Page 15

Læknablaðið - 15.02.2003, Page 15
FRÆÐIGREINAR / GREINING HÁÞRÝSTINGS Við reiknuðum því hve vel núverandi greiningar- venjur spá fyrir um langtímaháþrýsting, forspá sam- kvæmt meðalþrýstingi þriggja mælinga á þriggja mánaða tímabili, og forspá samkvæmt meðalþrýst- ingi þeirra sem höfðu lítinn breytileika eigin blóð- þrýstings. Sem mælikvarða á breytileika blóðþrýst- ings hvers og eins notuðum við fráviksstuðul (co- efficient of variation = FSBÞ) fyrir síðustu þrjú blóð- þrýstingsgildi gagnagrunnsins innan þriggja mánaða eftirfylgni (FSBÞ = staðalfrávik/meðaltal x 100). Lægsta kvartfl fráviksstuðulsins var notað til að auð- kenna þá sem höfðu minnstan breytileika í blóð- þrýstingi sínum. Nidurstöður Hlutfall hópsins sem velst til meðferðar Hve hátt hlutfall hópsins velst til meðferðar fer eftir meðferðarskilmerkjunum sem valin eru en einnig hve lengi hópnum er fylgt eftir áður en meðferð er hafin (tafla). Þær venjur sem við teljum vera algengar meðal lækna, það er að hefja meðferð eftir færri en þrjár blóðþrýstingsmælingar, velur marktækt stærri hluta (um það bil 10-12%) hópsins til meðferðar heldur en ef ákvörðun um meðferð er ekki tekin fyrr en eftir að minnsta kosti sex mánaða eftirfylgni. Hins vegar má minnka þetta misræmi með því að fylgja eftir í einungis þrjá mánuði og nota meðaltal síðustu þriggja heimsókna til greiningar. Með því móti velst svipað hlutfall til meðferðar eins og ef fylgt er eftir lengur en í sex mánuði (eða í allt að eitt ár). Nákvœmni greiningar Nákvæmni greiningarinnar samkvæmt núverandi venj- um lækna er breytileg, eða 31-92% (mynd 1). Þetta fer eftir meðhöndlunarskilmerkjum sem valin eru og sömuleiðis hvort úrvinnslan miðar við upphafsþrýst- ing fyrir ofan eða neðan viðkomandi meðhöndlunar- skilmerki. Þetta þýðir að ef beitt er núverandi venj- um, það er að greina háþrýsting eftir einungis þrjár heimsóknir, er hugsanlegt að allt að 69% einstaklinga séu meðhöndlaðir á fölskum forsendum (miðað við meðhöndlunarskilmerki >100 mm Hg í hlébili). Þetta greiningarmisræmi má bæta um allt að 18% með því að lengja eftirfylgni í þrjá mánuði og með því að nota meðaltal síðustu þriggja heimsókna til greiningar. Samt sem áður verður að telja nákvæmni greiningar- innar fremur laka, þannig eru einungis 47% einstak- linga sem í upphafi voru með meðalhlébilsþrýsting >100 mm Hg í sama flokki eftir árs eftirfylgni (það er >100 mm Hg) og raunar batnar nákvæmnin ekki þó fólkinu sé fylgt lengur eftir, eins og til dæmis ef 39. vika borin er saman 52. viku (gögn ekki birt). Líkurá raunverulegum háþrýstingi Miðgildi FSBÞ var 5,0 og 25. persentfl við 3,1. Ef beitt er þeim vinnuaðferðum sem algengastar eru núna Fig. 1. Diagnostic accuracy, expressed as the proportion of patients initially classified as hypertensive, that are „truly" hypertensive (see textfor definition). Open symbols relate to current practices. Closed symbols indicate the accuracy ifaverage blood pressure ofthe last three visits ofthree months observation was used for diagnosis. DBP: diastolic blood pressure, SBP: systolic blood pressure, both in mm Hg. Error bars indicate 95% confidence intervals for the estimates. Table 1. The proportion of the sample selected for treatment by different methods and the proportion „truly“ hypertensive as defined in the text. DBP: dia- stolic blood pressure, SBP: systolic btood pressure. Data are % ± 95% Cl. BP: blood pressure. Threshold Proportion selected by current practice Proportion selected by average BP after 3 months observation Proportion “truly" hypertensive DBP >90 mm Hg 67.6 ± 1.5 55.5 ± 1.6 57.8 ±1.5 DBP >100 mm Hg 24.9 ± 1.4 13.8 ± 1.1 12.5 ± 1.0 SBP >160 mm Hg 25.9 ± 1.4 15.4 ± 1.1 18.5 ± 1.2 Fig. 2. „ True“ hypertension is defined as diastolic blood pressure >100 mm Hg beyond six months offollow tip. The dotted line indicates the probability of correct diagnosis according to methods currently employed for ranges ofblood pressure as indicated. The thin solid line indicates the probability calculated by using average blood pressures from the last three visits ofthree months follow up while the thick solid line represents the same group but now including only those with FSBP <3.1 (25'h percentile). Læknablaðið 2003/89 107

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.