Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2003, Síða 17

Læknablaðið - 15.02.2003, Síða 17
FRÆÐIGREINAR / GREINING HÁÞRÝSTINGS þjóðarinnar og því er án efa hluti misræmisins í flokkun vegna aðhvarfs að meðaltali (regression to the mean), til dæmis fyrir blóðþrýsting hærri heldur en meðferðarskilmerkin sem valin voru. Samt sem áður er líklegt að eðlilegur breylileiki blóðþrýstings hjá hverjum einstaklingi skipti einnig máli og þar sem blóðþrýstingsgildi þjóðarinnar dreifast samfellt er viss ónákvæmni í greiningu háþrýstings óumflýjan- leg. Það kemur ekki á óvart að þeir sem eru með blóð- þrýsting talsvert hærri en meðferðarskilmerkin eru líklegastir til þess að vera í sama flokki eftir lengri eftirfylgni. Hins vegar eru líkurnar á því að hver ein- staklingur sé réttilega greindur með háþrýsting í mesta lagi 0,4 ef miðað er við núverandi vinnubrögð (mynd 2). Nákvæmnina í greiningunni má bæta veru- lega með því að lengja eftirfylgnina í allt að þrjá mán- uði og nota meðalblóðþrýsting og enn frekar með því að leggja mat á breytileika blóðþrýstings hvers og eins með FSBÞ (sem er bæði auðvelt og fljótlegt). Sá hópur sem hefur lægstan breytileika blóðþrýstings (þykka og efsta línan á mynd 2) eru þeir sem voru með FSBþ <3,1. Þetta er fjórðungur þeirra sem tóku þátt í þessari rannsókn. Það er athyglisvert að þrátt fyrir að nákvæmni greiningarinnar batni verulega þá eru líkurnar á réttri greiningu í besta falli um það bil 0,7. Við hljótum að draga þá ályktun af þessum út- reikningum sem kynntir eru hér að við þurfum betri aðferðir til þess að greina vægan háþrýsting. Ferli- þrýstingur (ambulatory blood pressure monitoring) eða endurteknar heimamælingar gera okkur kleift að safna fjölda mælinga án þess að missa af fólkinu sem myndi ef til vill gerast ef það væri sífellt beðið um að koma aftur í heimsóknir á læknastofur en ákvarðanir ekki teknar svo mánuðum skipti. Samkvæmni (re- producibility) ferliþrýstings er talin vera að minnsta kosti tvöföld á við stofuþrýsting (14) og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að sjúklingurinn þurfi að venjast endurteknum mælingum (15). Þannig getum við einnig auðveldlega greint þá sem hafa eingöngu háþrýsting í nærveru heilbrigðisstarfsfólks (white coat hypertension) (16). Þessar nýju aðferðir gætu því bætt verulega greininguna og flýtt fyrir því að við greindum þá sem hafa raunverulegan háþrýsting en það eru einnig þeir sem mest gagn hafa af blóðþrýst- ingslækkandi meðferð (17). Önnur skynsamleg að- ferð er að nota áhættureiknivélar eða -kort sem taka tillit til fleiri áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma, en það gæti hjálpað við ákvarðanatöku þegar blóðþrýst- ingsmælingar liggja rétt við meðferðarskilmerki. Þar til tæki til ferliþrýstingsmælinga verða algengari mætti styðjast við heimamælingar sjúklinganna sjálfra (18) eða nota þær aðferðir sem við höfum kynnt í þessari grein. Þannig leggjum við til þijú einföld ráð sem gætu bætt talsvert nákvæmni greiningar háþrýstings: a) Mæla blóðþrýsting átta sinnum á þriggja mán- aða tímabili. b) Greina einstaklinga eftir meðalblóðþrýstingi síðustu þriggja heimsókna. c) Leggja mat á breytileika blóðþrýstings hvers og eins með því að reikna fráviksstuðul (FSBt>). Þakkir Við kunnum Prof. TW Meade og Medical Research Council þakkir fyrir að fá að skoða og vinna með gögnin úr MRC Mild Hypertension rannsókninni. Skoðanir þær sem hér birtast eru eingöngu höfund- anna. Heimildir 1. WHO-ISH Guidelines Subcommittee. 1999 World Health Organization-International Society of Hypertension Guide- lines for the Management of Hypertension. J Hypertens 1999; 17:151-83. 2. Guðmundsson A. Greining og meðferð háþrýstings hjá öldr- uðum. Læknablaðið 2001; 87:1007-9. 3. Smith TD, Clayton D. Individual variation between general practitioners in labellingof hypertension. BMJ 1990; 300:74-5. 4. Fotherby MD, Harper GD, Potter JF. General practitioners' management of hypertension in elderly patients. BMJ 1992; 305:750-2. 5. Sigurðsson EL, Jónsson JS, Þorgeirsson G. Medical treatment and secondary prevention of coronary heart disease in general practice in Iceland. Scand J Prim Health Care 2002; 20:10-5. 6. Medical Research Council Working Party. MRC trial of treat- ment of mild hypertension: principal results. BMJ 1985; 291: 97-104. 7. Lauer MS, Anderson KM, Levy D. Influence of contemporary versus 30-year blood pressure levels on left ventricular mass and geometry: the Framingham Heart Study. J Am Coll Cardiol 1991; 18:1287-94. 8. Grimshaw JM, Russell IT. Effect of clinical guidelines on medical practice: a systematic review of rigorous evaluations. Lancet 1993; 342:1317-22. 9. Tu K, Mamdani MM, Tu JV. Hypertension guidelines in elder- ly patients: is anybody listening? Am J Med 2002; 113:52-8. 10. Worrall G, Chaulk P, Freake D. The effects of clinical practice guidelines on patient outcomes in primary care: a systematic review. CMAJ 1997; 156:1705-12. 11. Millar JA, Lever AF. Adjustment of the apparent benefits of treatment on stroke risk in the MRC mild hypertension trial using data from the placebo- treated group. J Hum Hypertens 1995; 9: 409-12. 12. Korner PI, Bauer GE, Doyle AE. Untreated mild hyperten- sion. A report by the management committee of the Austra- lian therapeutic trial in mild hypertension. Lancet 1982; 1:185- 91. 13. Watson RDS, Lumb R, Young MA, Stallard TJ, Davies P. Littler WA. Variation in cuff blood pressure in untreated outpatients with mild hypertension - implications for initiating antihypertensive treatment. J Hypertens 1987; 5: 207-11. 14. Mansoor GA, McCabe EJ, White WB. Long-term reproducti- bility of ambulatory blood pressure. J Hypertens 1994; 12:703- 8. 15. Stewart MJ, Padfield PL. Blood pressure measurement: an epitaph for the mercury sphygmomanometer? Clin Sci 1992; 83:1-12. 16. Pickering TG, James GD, Boddie C, Harshfield GA, Blank S, Laragh JH. How common is white coat hypertension. JAMA 1988; 259:225-8. 17. Chatellier G, Battaglia C, Pagny JY, Plouin PF, Ménard J. De- cision to treat mild hypertension after assessment by ambula- tory monitoring and World Health Organisation recommen- dations. BMJ 1992; 305:1062-6. 18. Rickerby J. The role of home blood pressure measurement in managing hypertension: an evidence-based review. J Hum Hypertens 2002; 16:469-72. Læknablaðið 2003/89 109
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.