Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2003, Page 19

Læknablaðið - 15.02.2003, Page 19
FRÆÐIGREINAR / BERATÍÐNI GBS í ÞUNGUN Beratíðni (3-hemólýtískra streptókokka af flokki B meðal þungaðra kvenna á Islandi og smitun nýbura Ingibjörg Bjarnadóttir1 Karl G. Kristinsson2 Arnar Hauksson3 Guðjón Vilbergsson4 Gestur Pálsson' Atli Dagbjartsson' 'Baraaspítala Hringsins, 2Sýklafræðideild og 4Kvennadeild Landspítala Hringbraut 'Miðstöð mæðraverndar, Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Fyrirspumir og bréfaskipti: Atli Dagbjartsson, Baraaspítala Hringsins, Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími 5431000. atlid@landspitali. is Lykilorð: /3-hemólýtískur streptókokkus af flokki B (GBS), beratíðni, þungun, nýburi. Ágrip Inngangur: Blóðsýkingar hjá nýburum eru enn alvar- legt sjúkdómsástand með hárri dánartíðni. f rann- sókn á faraldsfræði blóðsýkinga meðal nýbura á ís- landi á árunum 1976 til 1995 voru blóðsýkingar stað- festar hjá tveimur af hveijum 1000 lifandi fæddum börnum og dánartíðni var 17%. Nýgengi blóðsýkinga af völdum (1-hemólýtískra streptókokka af flokki B (GBS) fór verulega vaxandi á rannsóknartímabilinu og var orðið 0,9/1000 á síðustu fimm árunum. Til- gangur þessarar rannsóknar var að kanna beratíðni GBS meðal þungaðra kvenna á íslandi og smitun nýbura í fæðingu þess vegna. Efniviður og aðferðir: Gerð var framsýn rannsókn þar sem tekin voru strok frá neðri hluta legganga og endaþarmi þungaðra kvenna á 23. og 36. viku með- göngu svo og í fæðingu. Einnig voru tekin strok frá holhönd, nafla og koki nýburanna þegar eftir fæð- ingu. Urtakið voru þungaðar konur sem fæddar voru fjórða hvern dag hvers mánaðar og komu til mæðra- eftirlits á Kvennadeild Landspítalans eða Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur á tímabilinu frá október 1994 til október 1997. Ekki voru gefin sýklalyf til að uppræta berastig á meðgöngu, en hins vegar var Penisillín G gefið í æð í fæðingunni ef síðasta ræktun fyrir fæðingu var jákvæð fyrir GBS og jafnframt einu eða fleiri af eftirtöldum skilyrðum fullnægt: Með- göngulengd <37 vikur, legvatn farið >12 klukku- stundum fyrir fæðingu eða hiti >38°C. Niðurstöður: Sýni voru tekin frá 280 konum. Bera- tíðni þungaðra kvenna hérlendis reyndist vera 24,3%. Tólf börn reyndust hafa GBS í ræktunarsýnum sem tekin voru þegar eftir fæðingu. Ekkert barn í rann- sókninni fékk staðfesta blóðsýkingu. Fjórðungur (25%) barna þeirra kvenna, sem enn voru GBS ber- ar í fæðingunni, smitaðist. Jákvætt forspárgildi GBS sýnatöku við 23 vikna meðgöngu er 64% en 78% við 36 vikna meðgöngu. Neikvætt forspárgildi er samsvarandi 95% og 99%. Ályktun: Fjórðungur þungaðra kvenna á íslandi ber GBS í leggöngum eða endaþarmi. Tuttugu og fimm prósent barna þeirra smitast af sýklinum við fæðingu. Þannig má reikna með að 5% allra nýbura á Islandi á umræddu tímabili hafi smitast af GBS við fæðingu. Ef verðandi móðir er ekki GBS beri samkvæmt ræktunum frá leggöngum og endaþarmi á meðgöng- unni, eru hverfandi líkur á að barn hennar smitist af GBS í fæðingunni. ENGLISH SUMMARY Bjarnadóttir I, Hauksson A, Kristinsson KG, Vilbergsson G, Pálsson G, Dagbjartsson A Carriage of group B p-haemolytic streptococci among pregnant women in lceland and colonisation of their newborn infants Læknablaöiö 2003; 89: 111 -5 Objective: To determine the carrier rate of group B (3- haemolytic streptococci (GBS) of pregnant women in lceland and the colonisation of their newborns. Material and methods: A prospective study was con- ducted from October 1994 until October 1997, where culture specimens for GBS were taken from vagina and rectum of pregnant women attending the prenatal clinics at the Department of Obstetrics and Gynecology, Landspitali University Hospital and the Reykjavik Health Centre. The samples were taken at 23 and 36 weeks gestation and at delivery. Culture samples were also taken from axilla, umbilical area and pharynx of their newborn infants immediately after birth. Included in the study were pregnant women born on every fourth day of each month. Carrier state was not treated during pregnancy, but Penicillin G was given i.v. at delivery if the last culture before delivery was positive and gestational age was <37 weeks, rupture of membranes was >12 hours before delivery or the mother had a fever >38°C. Results: Cultures were taken from 280 women and their children. GBS carrier rate of pregnant women in lceland was 24.3%. Twelve newborns had GBS positive cultures. No newborn had a confirmed septicemia. Cultures from 25% of newborns, who's mothers were still GBS carriers at birth, were positive for GBS. Positive predictive value of cultures taken at 23 weeks gestation was 64% and 78% at 36 weeks. Negative predictive value was 95% and 99% respectively. Conclusion: One out of every four pregnant women in lceland is a GBS carrier. Twentyfive percent of newborns become colonised with GBS if the mother is a GBS carrier at delivery. When screening for GBS carrier state is done cultures from both vagina and rectum is more sensitive than cultures from vagina only. At least five percent of all newborns in lceland are therefore expected to have positive skin cultures at birth. If the mother does not have positive GBS cultures during pregnancy, the likelihood that she will give birth to a GBS colonised child is almost none. Keywords: Group B streptococcus, pregnancy, carrier rate, neonatal colonisation. Correspondence: Atli Dagbjartsson, atlid@landspitali.is Læknablaðið 2003/89 111

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.