Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2003, Síða 20

Læknablaðið - 15.02.2003, Síða 20
FRÆÐIGREINAR / BERATÍÐNI GBS í ÞUNGUN Inngangur Blóðsýkingar hjá nýburum (sepsis neonatorum) eru enn í dag mjög alvarlegt sjúkdómsástand með hárri dánartíðni (1-4,6,8,10,14,18,20). í nýlegri rannsókn sem gerð var á faraldsfræði blóðsýkinga meðal nýbura á íslandi á tímabilinu frá 1976 til 1995 kom í ljós að blóðsýking var staðfest hjá tveimur börnum af hverjum 1000 lifandi fæddum. í 23% tilvika var um að ræða Streptococcus agalactiae (P-hemólýtískir streptókokkar af flokki B, GBS), sem var algengasta bakteríutegundin. Þar á eftir komu kóagúlasa nei- kvæðir stafýlókokkar í 21% tilfella, Staphylococcus aureus í 15%, E. coli í 13% og Listeria monocyto- genes í 4% tilfella (1). Nýgengi blóðsýkinga af völd- um GBS fór verulega vaxandi á þessu 20 ára tímabili. Fyrstu fimm árin var það 0,1/1000 lifandi fædd börn, eða 7% af öllum sýkingunum á því tímabili, en á síð- asta fimm ára tímabilinu hafði nýgengið aukist í 0,9/1000, eða 37% af öllum sýkingum á því tímabili. Dánartíðni var 17% í heildina en 26% ef um var að ræða heilahimnubólgu. Á síðustu þremur árum rann- sóknartímabilsins ollu GBS helmingi allra dauðsfalla vegna blóðsýkinga meðal nýbura á Islandi (1). Rannsóknir, bæði austanhafs og vestan, hafa sýnt sömu þróun og hér á landi sem virtist þó vera þar að minnsta kosti áratug fyrr á ferðinni en hér á landi (1- 6, 15, 20). Sænsk rannsókn á árunum 1975 til 1980 sýndi að GBS var þá þegar orðinn algengasti orsaka- valdur nýburablóðsýkinga þar í landi (2) og finnsk rannsókn á árunum 1981 til 1985 leiddi það sama í ljós (3). í Mið-Evrópu, Bandaríkjum Norður-Ameríku og Ástralíu var GBS orðinn algengasta orsök blóðsýk- inga hjá nýburum á árunum 1970 til 1975 (4-6,15,20). Algengasta smitleið GBS til nýbura er smit í fæðingu frá móður sem er GBS beri (4,5,7-9,12,18- 20). Erlendar rannsóknir hafa sýnt mismunandi bera- tíðni mæðra á meðgöngu, eða frá 10 til 40%. Rösk- lega helmingur (50-70%) barnanna sem þær ólu virt- ist smitast, þannig að bakterían ræktaðist frá yfir- borði þeirra. Eitt til tvö prósent barnanna fengu síð- an snemmkomna, lífshættulega blóðsýkingu. Meðal áhættuþátta sem juku líkur á hættulegri sýkingu hjá nýburanum voru: Fyrirburafæðing (meðgöngulengd <37 vikur), farið legvatn >12 klukkustundum fyrir fæðingu og sótthiti hjá móður. Aðrir áhættuþættir voru: GBS vöxtur í þvagi á meðgöngunni, mikið magn GBS í leggöngum og að konan hafði áður fætt barn sem sýktist af GBS. Samt sem áður voru 23 til 70% sýktu bamanna full- burða böm með enga þekkta áhættuþætti (4,5,7,10,20). Með tilliti til niðurstaðna ofangreindra rannsókna var ákveðið að gera framsýna rannsókn á GBS bera- tíðni þungaðra kvenna á íslandi og tíðni smitunar í fæðingu meðal nýfæddra barna þeirra. Efniviður og aðferðir Rannsóknarþýði Gerð var framsýn rannsókn á úrtaki þungaðra kvenna sem fæddar voru fjórða hvern dag hvers mánaðar og komu til mæðraeftirlits á Kvennadeild Landspítalans eða Fleilsuverndarstöð Reykjavíkur frá október 1994 til október 1997. Rœktanir Tekin voru strok til ræktunar frá neðri hluta leg- ganga og endaþarmi kvennanna á 23. og 36. viku meðgöngu (við mæðraskoðun) og í þriðja skiptið þegar konan kom til fæðingar á fæðingadeild Kvennadeildar Landspítalans. Ef sýklalyf voru gefin í fæðingunni voru ræktunarsýni tekin fyrir fyrstu sýklalyfjagjöfina. Einnig voru tekin strok frá hol- hönd, nafla og koki nýfæddu barnanna þegar eftir fæðingu. Ræktanir voru teknar með Culturette® (Becton Dickinson Europe, Meylan cedex, France) strokpinnum og flutningsæti, send samdægurs eða að morgni næsta dags á Sýklafræðideild Landspítalans. Öllum sýnum var sáð á á blóðagar og Islam’s agar (Oxoid® Hampshire, England) innan 24 klukku- stunda frá sýnatökunni og auk þess var sýnum frá leggöngum, nafla og endaþarmi sáð fyrst í sérstakt valbroð (Todd Hewitt broð með 5% kindablóðkorn- um, 15mg/l nalidixín sýru og 4mg/l gentamísín súlf- ati). Sáð var úr valbroðinu á blóðagar og Islam’s agar næsta dag. Eftir ræktun á skálum í 24 klukkustundir voru dæmigerðar sýklaþyrpingar greindar sem GBS með greiningu yfirborðsmótefnavaka (Streptex® latex kekkjunarpróf). Skilgreiningar Þunguð kona taldist vera GBS beri ef bakterían rækt- aðist úr einhverju þeirra sýna sem tekin voru frá henni. Á sama hátt taldist bam smitað ef bakterían ræktaðist frá einhverju af sýnunum sem tekin voru frá því. Fjöldi einstaklinga, bæði kvenna og barna með jákvæðar ræktanir, var skráður. Forspárgildi um beraástand við fæðingu var skil- greint sem jákvætt ef bakterían ræktaðist frá sömu konu bæði úr sýni á meðgöngu og í fæðingu og á sama hátt neikvætt ef bakterían ræktaðist ekki úr sýnun- um. Tölfræðiútreikningar voru gerðir með kí-kvaðrat (ChiSquare) prófi. Forvamarsýklalyfjameðferð Ekki voru gefin sýklalyf til að uppræta berastig á meðgöngu en hins vegar var Penisillín G gefið í æð í fæðingunni, ef síðasta ræktun fyrir fæðingu var já- kvæð fyrir GBS og jafnframt einn eða fleiri af eftir- töldum áhættuþáttum til staðar: Meðgöngulengd <37 vikur, legvatn farið >12 klukkustundum fyrir fæðingu eða konan með hita >38°C. 112 Læknablaðið 2003/89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.