Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2003, Síða 21

Læknablaðið - 15.02.2003, Síða 21
FRÆÐIGREINAR / BERATlÐNI GBS í ÞUNGUN Gefnar voru fimm milljón einingar fyrst og eftir það tvær milljón einingar á fjögurra klukkustunda fresti þar til barnið fæddist. Ef um staðfest penisillínofnæmi var að ræða hjá konunni var sýkla- lyfjagjöf sleppt. Ef grunur um ofnæmi var óstað- festur var gefið cefradín (Velocef®), 1 g, á fjögurra klukkustunda fresti, í stað penisillíns, þar til barnið fæddist. Eftirlit Nýfæddu börnin voru skoðuð nákvæmlega af barna- lækni og fýlgst með lífsmörkum þeirra fyrstu einn til tvo sólarhringana eftir fæðingu. Rannsóknin var samþykkt af siðanefnd Landspít- alans (26.01.1994). Niðurstöður GBS beratíðni á meðgöngu Alls voru tekin strok frá 280 konum og reyndust 68 þeirra (24,3%) hafa að minnsta kosti eina jákvæða ræktun fyrir GBS. Við 23 vikna meðgöngu voru tekin ræktunarsýni frá 270 konum og var ræktun jákvæð fyrir GBS hjá 53 (19,6%) kvennanna. Við 36 vikna meðgöngu fengust jákvæð sýni hjá 53 konum af 259 (20,5%) og í fæðingu hjá 40 konum af 250 (16%) (sjá mynd 1). Samtals voru tekin 779 ræktunarsýni frá hvorum stað, leggöngum og endaþarmi. I 72 tilvikum reyndust sýni frá báðum stöðum já- kvæð fyrir GBS, í 49 tilvikum eingöngu endaþarms- sýni og einungis leggangasýni í 18 tilvikum. Frá þeim 68 konum sem voru GBS berar reyndust þannig 90 sýni frá leggöngum jákvæð fyrir GBS en 121 sýni já- kvætt frá endaþarmi og er það staðtölulega marktæk- ur munur (p= 0,0021). Jákvætt forspárgildi reyndist 64% þegar sýni var tekið við 23 vikna meðgöngu sem þýðir að 64% þeirra kvenna sem höfðu jákvæða GBS ræktun við 23 vikna meðgöngu voru GBS berar í fæðingunni. Já- kvætt forspárgildi var 78% þegar sýni var tekið við 36 vikna meðgöngu. Neikvætt forspárgildi við 23 vikna meðgöngu var 95%. Þannig reyndust fáar konur sem höfðu nei- kvæða GBS ræktun við 23 vikna meðgöngu, vera GBS berar í fæðingunni. Neikvætt forspárgildi við 36 vikna meðgöngu var 99% (tafla 1). GBS smitun frá móður til barns Teknar voru yfirborðsræktanir frá 234 barnanna og reyndust 12 þeirra hafa jákvæða ræktun í að minnsta kosti einu sýni. Mæður flestra þessara barna, eða samtals 10, höfðu jákvæða GBS ræktun í fæðingunni en ekki áhættuþátt. Hinar tvær höfðu jákvæða GBS ræktun við 36 vikna meðgöngu en neikvæðar GBS ræktanir í fæðingunni. % 25-i Tafla 1. Forspárgildi um jákvæða GBS ræktun við fæðingu reyndist vera 64% þegar konan var GBSjákvæð við 23 vikna meðgöngu en 78% við 36 vikna meðgöngu. Á sama máta var forspárgildi um neikvæða GBS ræktun við fæðingu 95% við 23 vikna meðgöngu og 99% við 36 vikna meðgöngu. Meögöngulengd Jákvætt Neikvætt 23 vikur 36 vikur 64% 95% 78% 99% Mynd 1. Hlutfall kvenna með jákvœð rœktunarsýni var 19,6% við 23 vikna meðgöngu, 20,5% við 36 vikna meðgöngu og 16% þegar konurnar komu til að fœða á Kvennadeild Landspítalans. Þannig reyndust 5% allra barnanna í rannsókn- inni hafa jákvæða GBS ræktun. Ef móðirin var GBS beri þegar kom að fæðingunni, smituðust tíu börn af 40 (25%). Eitt barn í rannsókninni var grunað um blóðsýkingu, en blóðræktanir voru neikvæðar. Ekk- ert hinna barnanna í rannsókninni veiktist og því var ekki tekið blóð til ræktunar frá neinu þeirra. Umræða Beratíðni meðal þungaðra kvenna á íslandi reyndist vera 24,3%, sem er svipað og fundist hefur í erlend- um rannsóknum þar sem tíðnin í hinum vestræna heimi er á bilinu 10 til 30% (4,7,21-23). Þekkt er að konur geta borið GBS í meltingarvegi og leggöngum án þess að hafa einkenni og geta enn- fremur haft einkennalausa sýkingu í þvagi (4, 5, 7). Við leit að slíkum GBS berum hefir reynst árangurs- ríkast að rækta sýni bæði frá leggöngum og enda- þarmi (4, 18-20). í þessari rannsókn voru eingöngu endaþarmssýni jákvæð fyrir GBS í 49 tilvikum sem sýnir vel þýðingu ræktunar frá endaþarmi. Hafa ber í huga að í sumum tilvikum er ekki mögulegt að sýna fram á tilvist GBS í leggöngum samfellt alla meðgönguna, heldur einungis á ákveðn- um tímabilum (4,20,22). Því er álitamál hvenær á meðgöngunni er best að taka sýni til ræktunar. Sýnt hefur verið fram á að sýnataka á 26. til 28. viku meðgöngu er góð aðferð til að finna GBS bera (4, 5,12,16-18). Með sýnatöku á 23. til 24. viku meðgöngu má finna GBS bera á þeim Læknablaðið 2003/89 113 L
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.