Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2003, Qupperneq 44

Læknablaðið - 15.02.2003, Qupperneq 44
UMRÆÐA & FRÉTTIR / A F SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ Ný staða hjá heimilislæknum Þórir B. Kolbeinsson Höfundur er formaður Félags íslenskra heimilislækna og situr í stjórn Læknafélags íslands. Sjónarmið þau er fram koma í pistlunum Af sjónarhóli stjórnar eru höfundar hverju sinni og ber ekki að taka sem samþykktir stjórnar LÍ. Þegar heimilislæknar horfa um öxl til nýliðins árs verður þeim ljóst að það ár einkenndist af baráttu fyrir réttindum og tilveru stéttarinnar. Þessi barátta heimilislækna hefur staðið lengi en náði vissu há- marki á árinu í kjölfar þess sem heilsugæslulæknar upplifðu sem aðför að kjörum sínum þegar reynt var að taka af þeim vottorðagreiðslur. Þær vottorðadeil- ur leystust eftir hörð viðbrögð lækna en höfðu þá misboðið mörgum læknum og tveir stórir hópar lækna gripu meðal annars til uppsagna. Skyndilega varð auðveldara að ná eyrum ráðamanna og útskýra vandamál stéttarinnar en árangur viðræðna og skiln- ingur ráðuneytismanna virtist lítill. Kröfur heimilislækna voru einfaldar að okkar mati; sambærileg launa- og starfskjör við aðra sér- fræðinga. Valkostir um starf á heilsugæslustöðvum en einnig sem sjálfstætt starfandi heimilislæknar með sambærilega gjaldskrársamninga og sérfræðilæknar í stofurekstri hafa. Þessa sögu hef ég reyndar rakið í fyrri pistlum en hér skal getið þess sem gerst hefur síðan og horft til framtíðar. Tveir þýðingarmiklir áfangar náðust í haust. Þann 15. október kom úrskurður um launakjör heilsugæslu- lækna frá kjaranefnd og 27. nóvember gaf heilbrigð- isráðherra út viljayfirlýsingu í þremur liðum. Úrskurður kjaranefndar er mjög þýðingarmikill fyrir heilsugæslulækna þó ekki uppfyllti hann allar væntingar og kjarabætur hafi komið misjafnlega nið- ur á mismunandi hópa. í fyrsta sinn voru fengar þýð- ingarmiklar samanburðartengingar við launakjör annarra sérfræðilækna. Þetta voru í fyrsta lagi að fastalaun sérfræðinga í heimilislæknastétt voru ákveð- in hin sömu og sérfræðinga á sjúkrahúsum. I öðru lagi var gjaldskráreining tengd sérfræðieiningaverði, þó ekki kæmi skýrt fram hvernig, og í þriðja lagi voru gæsluvaktagreiðslur í héruðum tengdar vaktgreiðsl- um sérfræðilækna á sjúkrahúsum þó ekki yrðu þær sambærilegar. Þessar þrjár tengingar eru gífurlega þýðingarmiklar fyrir samningsstöðu heilsugæslulækna í framtíðinni og skapa forsendur til að yfirgefa það fyrirkomulag að kjaranefnd úrskurði um launakjör heilsugæslulækna. Ég er sannfærður um að þessar þýðingarmiklu úrbætur fengust aðeins í kjölfar þeirr- ar baráttu sem heimilislæknar hafa háð. A haustdögum varð töluverð umræða um málefni heilsugæslunnar á Alþingi og í samfélaginu en ljóst varð að stjómarflokkarnir lögðust alfarið gegn hug- myndum heimilislækna um sjálfstæðan stofurekstur sem byggðist á ríkjandi gjaldskrárkerfi sérgreina- lækna en virtust þó opna á aðra möguleika fyrir slík- um stofurekstri. Þannig virtist stefna í harðnandi átök því fyrsta nóvember tóku gildi uppsagnir heilsugæslulækna á Suðurnesjum og fyrsta desember var yfirvofandi útganga heilsugæslulækna í Hafnar- firði. Félag íslenskra heimilislækna (FIH) mótaði nýjar tillögur um úrbætur fyrir heimilislækna og lagði fyrir heilbrigðisráðherra og í framhaldi af því gaf hann út viljayfirlýsingu þann 27. nóvember í þremur liðum. Af hálfu FÍH var talið að þessi yfirlýsing skapaði þær forsendur að rétt væri að vinna eftir henni. í kjölfar þessa ákváðu uppsagnarhópar að fresta aðgerðum. Því miður tóku við farsakennd viðbrögð á Suðurnesjum. Heilsugæslulæknar þar höfðu alltaf verið hvattir til að draga uppsagnir til baka af heima- mönnum og stór borgarafundur í nóvember sam- þykkti að beina þeim tilmælum til læknanna að leita sátta og koma aftur til starfa. Þegar hins vegar lækn- arnir sóttu allir aftur um stöður sínar mætti þeim kuldaleg afstaða stjórnanda Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og þeim var tjáð að ekki stæði til að ráða þá alla og launakjör sem í boði væru yrðu lakari. Rétt er að horfa til þess að fýrir nokkrum árum ríkti alvar- legur heilsugæslulæknaskortur á Suðurnesjum og þá var um helmingur þeirra lækna sem störfuðu þar beinlínis sóttur út fyrir landsteinana með vilyrðum um góð launakjör. Árangurinn varð full mönnun og kröftugt uppbyggingarstarf heilsugæslunnar, kennslu nema og fræðastarfs, en hefur nú verið rústað af skammsýni ráðamanna. Auðvitað réðu lögmál mark- aðarins og í þeim læknaskorti sem ríkir hafa lækn- arnir allir ráðið sig annað en eftir situr almenningur með ófylltar þarfir og óánægju eins og sjá má í fjöl- miðlum. Því miður virðist hróplegt ósamræmi í fram- komu yfirvalda í þessu máli og yfirlýsinga um áherslu á heilsugæslu. En nánar varðandi yfirlýsingu ráðherra. í fyrsta lagi segir að ráðherra undirbúi að heilsugæslulæknar fari undan kjaranefnd ef stjóm FÍH óski þess. Stjórn- in hefur þegar kannað hug heilsugæslulækna og fé- laga FÍH. Níutíu og átta vildu fara undan kjaranefnd og 25 vildu vera áfram. Stjómin hefur undirbúið beiðni um að fara undan nefndinni og ætti að geta orðið af því á þessu vorþingi. Við tekur samninga- nefnd LÍ. í öðru lagi er gert ráð fyrir að skipulag þjónustu heimilislækna geti verið í formi heilsugæslustöðva og hins vegar í formi sjálfstætt starfandi heimilislækna. A heilsugæslustöðvum verði unnið að úrbótum kjara- samnings fyrir heilsugæslulækna þegar búið er að fara undan kjaranefnd. Hugmyndir FÍH eru í þá veru að læknar geti valið um að vera á fastalaunum en einn- ig að hægt sé að vera á allt að 100% gjaldskrárgreiðsl- um. 136 Læknablaðið 2003/89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.