Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2003, Síða 57

Læknablaðið - 15.02.2003, Síða 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VIÐBÓTARSAMNINGUR UM VERNDUN MANNRÉTTINDA lægar og tilhlýðilega réttlættar reglur samkvæmt læknisfræðilegum skilmerkjum. Einstaklingarnir eða hóparnir, sem eru ábyrgir íyrir ákvörðunum um út- hlutun, skulu tilnefndir innan þessa kerfis. Pegar um alþjóðleg skipti á líffærum er að ræða, verða starfshættirnir að tryggja réttlætta, virka dreif- ingu innan ríkjanna, á þann hátt að tekið sé mið af meginreglunni um einingu í hverju ríki. í flutningskerfinu skal tryggt að safnað sé upplýs- ingum og þær skráðar, svo sem þörf er á, til þess að tryggja að hægt sé að rekja uppruna líffæra og vefja. Fjórða grein (Starfsstaðlar) Sérhverri íhlutun á sviði líffæra- eða vefjaflutninga skal beitt samkvæmt viðeigandi starfsskyldum og starfsstöðlum. Fimmta grein (Upplýsingar fyrir þegann) Þeganum, og þegar við á, þeim aðila eða aðilum sem veita leyfi fyrir ígræðslunni, skulu fyrirfram gefnar viðeigandi upplýsingar um tilgang og eðli ígræðsl- unnar, um afleiðingar hennar og um áhættuna, svo og um aðra kosti en íhlutunina. Sjötta grein (Heilbrigði og öryggi) Allir starfsmenn, sem aðild eiga að flutningi líffæra og vefja, skulu gera allar réttmætar ráðstafanir, til þess að halda í lágmarki hættunni á því, að nokkur sjúkdómur verði fluttur í þegann og forðast að gera neitt það, sem gæti haft áhrif á hagkvæmni líffæris eða vefjar til flutnings. Sjöunda grein (Læknisfræðileg eftirskoðun) Viðeigandi eftirskoðun skal boðin gjöfum og þegum eftir ígræðslu. Attunda grein (Upplýsingar fyrir heilbrigðisstarfs- menn og almenning) Aðilar skulu veita heilbrigðisstarfsmönnum og almenn- ingi upplýsingar um þörfina fyrir líffæri og vefi. Þeir skulu einnig veita upplýsingar um skilmála, sem gilda fyrir brottnám og ígræðslu líffæra og vefja, þar með talin atriði er varða það að veita samþykki eða leyfi, sérstaklega að því er veit að brottnámi úr látnu fólki. Þriðji kafli - Brottnám líffæra og vefja úr lifandi fólki Níunda grein (Almenn regla) Líffæri og vefi má einvörðungu nema brott úr lifandi einstaklingi, í því skyni að nota til þess að lækna þeg- ann, þegar ekkert heppilegt Iíffæri eða vefur eru í boði úr látnum manni og engin önnur sambærilega virk lækningaaðferð er til. Tíunda grein (Mögulegir gjafar) Líffæri skal aðeins numið úr lifandi gjafa til hagsbóta fyrir þega, sem gjafinn er í nánum persónulegum tengslum við, eins og það er skilgreint í lögum eða ef slík tengsl eru ekki fyrir hendi, þá skal það aðeins gert í samræmi við skilyrði, sem skýrgreind eru í lög- um og með samþykki viðeigandi óháðs aðila. Ellefta grein (Mat á áhættu fyrir gjafann) Áður en líffæri og vefir eru numin brott, skal gera viðeigandi læknisfræðilegar rannsóknir og íhlutanir, til þess að meta og minnka líkamlega og sálfræðilega áhættu fyrir heilbrigði gjafans. Brottnámið má ekki gera ef í því felst alvarleg hætta fyrir líf og heilsu gjafans. Tólfta grein (Upplýsingar fyrir gjafann) Gjafanum, og þegar við á, aðilanum eða aðilunum, sem veita leyfi samkvæmt fjórtándu grein, annarri málsgrein viðbótarsáttmála þessa, skal fyrirfram veita viðeigandi upplýsingar um tilgang og eðli brottnáms- ins, svo og um afleiðingar þess og áhættu því samfara. Þá skal einnig upplýsa um þau réttindi og þær ör- yggisráðstafanir, sem mælt er fyrir um í lögum til vernd- ar gjafanum. Sér í lagi skulu þeir upplýstir um réttinn til þess að eiga aðgang að óháðri ráðgjöf um slíka áhættu frá heilbrigðisstarfsmanni, sem hefir viðeigandi reynslu og er hvorki þátttakandi í brottnámi líffærisins eða vefjarins né ígræðslunni, sem á eftir fylgir. Þrettánda grein (Samþykki lifandi gjafa) Háð ákvæðum fjórtándu og fimmtándu greinar Við- bótarsamnings þessa má því aðeins nema brott líffæri eða vef úr lifandi gjafa, að viðkomandi hafi áður gef- ið fyrir því frjálst, upplýst og sértækt samþykki sitt, annaðhvort skriflega eða fyrir opinberum aðila. Viðkomandi einstaklingi er frjálst að draga sam- þykkið til baka hvenær sem er. Fjórtánda grein (Vernd einstaklinga sem ekki eru færir um að veita samþykki fyrir brottnámi líffæra og vefja) 1. Ekkert h'ffæri eða vef má nema brott úr einstaklingi, sem ekki er hæfur til þess að gefa samþykki í sam- ræmi við þrettándu grein viðbótarsamnings þessa. 2. í undantekningartilvikum og háð verndarskilyrð- unum, svo sem mælt er fyrir í lögum, er hægt að leyfa, að vefur er getur endurnýjað sig, sé numinn brott úr einstaklingi, sem ekki er hæfur til að veita samþykki, að því tilskildu að eftirfarandi skilyrð- um sé fullnægt: i. að enginn samrýmanlegur gjafi sé tiltækur, sem er hæfur til þess að veita samþykki; ii. að þeginn sé bróðir eða systir gjafans; iii. að gjöfin feli í sér möguleika á að lífi þegans verði bjargað; iv. að leyfi forráðamanns viðkomandi eða stjórn- valds eða einstaklings eða aðila, sem lög mæla fyrir um, hafi verið gefið sértækt og skriflega og með leyfi þar til bæra aðilans; v. að mögulegur gjafi mótmæli ekki. Læknablaðið 2003/89 149
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.