Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2003, Síða 59

Læknablaðið - 15.02.2003, Síða 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VIÐBÓTARSAMNINGUR UM VERNDUN MANNRÉTTINDA... Tuttugasta og sjötta grein (Viðurlög) Aðilar skulu setja viðurlög við hæfi, sem beitt verði ef brotið er gegn ákvæðunum í Viðbótarsamningi þessum. Níundi kafli - Samstarf milli aðila Tuttugasta og sjöunda grein (Samstarf milli aðila) Aðilar skulu gera viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja, að milli þeirra sé skilvirk samvinna um líf- færaflutninga, meðal annars með upplýsingaskiptum. Sér í lagi skulu þau gera viðeigandi ráðstafanir til þess að auðvelda hraðar og öruggar sendingar líffæra að og frá landsvæðum sínum. Tíundi kafli - Tengsl Viðbótarsamnings þessa og Samningsins, og um endurskoðun Viðbótarsamningsins Tuttugasta og áttunda grein (Tengsl Viðbótarsamn- ings þessa og Samningsins) Milli aðila skulu ákvæði fyrstu til tuttugustu og sjö- undu greinar Viðbótarsamnings þessa skoðuð sem viðbótargreinar við Samninginn um mannréttindi og líflæknisfræði og öll ákvæði þess Samnings skulu gilda samkvæmt því. Tuttugasta og níunda grein (Endurskoðun Viðbótar- samningsins) í því skyni, að fylgjast með framþróun vísinda skal skoða núverandi Viðbótarsamning í nefndinni, sem vísað er til í þrítugustu og annarri grein Samningsins um mannréttindi og líflæknisfræði, eigi síðar en fimm árum eftir gildistöku Viðbótarsamnings þessa og síð- an á því bili, sem nefndin kann að ákveða. Ellefti kafli (Lokaákvæði) Þrítugasta grein (Undirritun og fullgilding) Viðbótarsamningur þessi skal liggja frammi til undir- ritunar fyrir aðila, sem undirritað hafa Samninginn. Hann skal fullgilda, viðurkenna eða samþykkja. Að- ili getur ekki fullgilt, viðurkennt eða samþykkt Við- bótarsamning þennan nema hafa áður, eða samtímis, fullgilt Samninginn, viðurkennt hann eða samþykkt. Fullgildingar-, viðurkenningar- eða samþykktar- skjölum skal komið í vörzlu Aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins. Þrítugasta og fyrsta grein (Gildistaka) 1. Viðbótarsamningur þessi skal öðlast gildi á fyrsta degi þess mánaðar, er hefst eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi, að fimm ríki, þar með talin að minnsta kosti fjögur aðildarríki Evrópuráðs- ins, hafa lýst samþykki sínu við að vera bundin af Samningnum í samræmi við ákvæði þrítugustu greinar. 2. Að því er varðar hvert það ríki, sem síðar lætur í ljósi samþykki sitt við að vera bundið af honum, skal Viðbótarsamningurinn öðlast gildi frá fyrsta degi þess mánaðar, er hefst eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi, að fullgildingar-, viður- kenningar- eða samþykktarskjölum hefir verið komið í vörzlu. Þrítugasta og önnur grein (Aðild) 1. Þegar Viðbótarsamningur þessi hefir öðlazt gildi, getur hvert það ríki, sem gerzt hefir aðili að Samn- ingnum, orðið aðili að Viðbótarsamningi þessum. 2. Aðild skal komið á með því að koma aðildarskjali í vörzlu Aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins og skal hún öðlast gildi frá fyrsta degi þess mánaðar, er hefst eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi, að aðildarskjali hefir verið komið í vörzlu. Þrítugasta og þriðja grein (Uppsagnir) 1. Sérhver samningsaðili getur, hvenær sem er, sagt upp viðbótarsamningi þessum með tilkynningu til Aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins. 2. Slík uppsögn skal taka gildi fyrsta dag þess mán- aðar, sem hefst eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi að Aðalframkvæmdastjóranum barst slík tilkynning. Þrítugasta og ijórða grein (Tilkynningar) Aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðsins skal tilkynna aðildarríkjum Evrópu-ráðsins, Evrópusambandinu, hverjum aðila og hverju öðru ríki, sem hefir verið boðið að gerast aðili að samningnum, a. um sérhveija undirritun, b. um afhendingu sérhvers fullgildingar-, viður- kenningar- eða samþykktarskjals, c. um sérhvern gildistökudag Viðbótarsamnings þessa samkvæmt þrítugustu og fyrstu og þrítug- ustu og annarri grein; d. um hverja aðra gjörð, tilkynningu eða yfirlýs- ingu varðandi Viðbótarsamning þennan. Þessu til staðfestu hafa neðanritaðir, sem tU þess hafa fullt umboð, undirritað þennan Viðbótarsamning. Gjört í Strasborg, 24. dag janúarmánaðar 2002, á ensku og á frönsku, í einu eintaki, sem varðveitt skal í skjalasafni Evrópuráðsins og skulu báðir textarnir jafngUdir. Aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðsins skal senda staðfest endurrit til sérhvers aðildarríkis Evr- ópuráðsins, til ríkja er hafa tekið þátt í að semja Við- bótarsamning þennan og ekki eru aðildarríki Evr- ópuráðsins, til sérhvers ríkis, sem boðið er að gerast aðili að samningi þessum og til Evrópusambandsins. (ETS no. 186) íslenzk þýðing © Örn Bjarnason 2002 Læknablaðið 2003/89 151
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.