Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2003, Side 61

Læknablaðið - 15.02.2003, Side 61
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEILBRIGÐISMÁL Á K O S N I N G A V ET R I Heilbrigðismál á kosningavetri Ríkið stendur ekki við eigin lög Rætt við Gunnar Þór Jónsson heimilislækni og fyrrverandi heilsugæslulækni á Suðurnesjum í janúarblaði Læknablaðsins hófst umræða um heilbrigðismál á kosningavetri en hún er framlag blaðsins til þess að halda uppi málefnalegum og for- dómalausum umræðum eins og lýst var eftir í leiðara Morgunblaðsins í lok nóvember. Ljóst er að slíkri umræðu þarf að halda á lofti í aðdraganda kosninga svo stjórnmálamenn geti myndað sér skoðun á traust- um grunni og kjósendur tekið afstöðu til hennar. Stefán E. Matthíasson reið á vaðið og ræddi málin af sjónarhóli sjúkrahúslæknis sem jafnframt starf- rækir eigin stofu. Næsti viðmælandi er einn þeirra sem barist hafa fyrir því að fá sama rétt en án ár- angurs enn sem komið er. Hann heitir Gunnar Þór Jónsson heimilislæknir og starfar nú í afleysingum á heilsugæslustöðinni Sólvangi í Hafnarfirði. Fram til 1. nóvember á nýliðnu hausti starfaði hann í Heil- brigðisstofnun Suðumesja en eins og kunnugt er sögðu heilsugæslulæknar sem þar unnu starfi sínu lausu í því skyni að knýja á um breytingar á starfsum- hverfi heimilislækna. Ég bað hann fyrst að lýsa því sem gerðist í þeirri deilu. Deilan á Suðurnesjum „Uppsagnir okkar komu til vegna reglugerðarbreyt- ingar og annarrar íhlutunar heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins í málefni heilsugæslunnar, breyt- inga sem höfðu mikið að segja um starfsumhverfi heimilislækna. Ráðuneytið eyddi ekki einu einasta orði á okkur varðandi það hvernig þessum málum væri best hagað áður en hann setti reglugerðina. Við vildum knýja á um breytingar á kerfinu, að opnað yrði fyrir sveigjanleika í starfsemi heimilis- lækna innan heilsugæslustöðvanna en einnig þannig að heimilislæknar ættu rétt á reka stofur sínar sjálfir samkvæmt gjaldskrársamningi við hið opinbera. Það kom strax skýrt fram að uppsagnir okkar beindust ekki gegn Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þetta var alls ekki staðbundin launadeila eins og einhverjir virðast halda enn í dag. Við kvöddum suðurfrá með þeim orðum að vonandi myndi deilan leysast sem fyrst svo starfsemin og þjónustan við sjúklinga kæm- ist í eðlilegt horf á ný. Eftir að viljayfirlýsing ráðherra lá fyrir 27. nóv- ember síðastliðinn kom í ljós að skiptar skoðanir voru um hana í röðum heilsugæslulækna í Hafnar- firði og á Suðurnesjum sem sagt höfðu upp störfum, Gunnar Þór Jónsson heimilislœknir á vinnustað sínum í Sólvangi. en meirihlutinn vildi þó láta reyna á vilja ráðherra til að koma til móts við okkur heimilislækna. Við ákváð- um því að fresta aðgerðum um þrjá mánuði. Þess vegna settum við okkur í samband við nýráð- inn framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja og buðumst til að koma aftur til starfa í að minnsta kosti í þrjá mánuði eins og um var talað eftir viljayfirlýsingu ráðherra. Það var hins vegar ljóst að hún hafði aðrar hugmyndir en við um framtíðar- skipulag heilsugæslunnar á Suðurnesjum. Hún vildi breyta starfseminni og draga úr mönnun frá því sem hafði verið. Hún sagðist heldur ekki hafa umboð til að gera við okkur samninga um þau kjör sem voru í gildi áður en til uppsagna kom. Þar var mest rætt um akstur á vinnutíma. Það var hennar túlkun því í raun var þetta aðeins spurning um sveigjanlegan vinnu- tíma, ekki um það hvort menn skiluðu sínu vinnu- framlagi heldur hvenær þeir unnu þessa vinnu.“ Fingraför ráðuneytisins „Meðan á fjarveru okkar stóð hafði verið fastráðinn læknir sem áður hafði aðeins verið í stuttri afleysingu Þröstur á staðnum. Sú ráðning fór ekki eðlilega leið í gegnum Haraldsson Læknablaðið 2003/89 153

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.