Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2003, Page 71

Læknablaðið - 15.02.2003, Page 71
FRÁ HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTI OG LANDLÆKNI Lyfjamál 112 Sparnaðarmöguleikar í flokki blóðþrýstingslyfja NÝlega voru birtar niðurstöður úr stærstu rann- sókn á blóðþrýstingslyfjum sem gerð hefur verið; svo- kölluð ALLHAT-rannsókn í Ameríku (JAMA 2002; 288). Þátttakendur voru rúmlega 33.000. Aðal niður- staða rannsóknarinnar er að ódýr þvagræsilyf eru fyllilega sambærileg að virkni til blóðþrýstingslækk- unar og hin nýrri lyf í flokkum kalsíumgangaloka (C08) og ACE-hemla (C09). Ljóst er að menn hafa yfirleitt verið í góðri trú um að nýju lyfin væru eitt- hvað verulega betri og skýrir það væntanlega hina miklu og vaxandi notkun þeirra. í ljósi niðurstöðu þessarar rannsóknar verður okkur hugsað til þess að ef hægar hefði verið farið í sakirnar með nýja með- ferð hefði sparast umtalsvert fé sem nota hefði mátt til þarfari hluta. Samanlagt söluverðmæti kalsíumgangaloka og ACE-hemla frá 1983 er tæplega 6 milljarðar króna, reiknað á verðlagi hvers árs. Ef við hefðum nú algjör- lega sleppt því að nota þá og haldið okkur við þvag- ræsilyf í staðinn hefði mátt spara um það bil fimm milljarða króna. Pá er miðað við að dagskammta- fjöldi, sem í raun hefur verið notaður á þessu tímabili, væri reiknaður á meðalverði dagskammts þvagræsi- lyfjanna eins og það hefur verið á hverjum tíma. Jafn- vel þó að gert sé ráð fyrir að ekki væri raunhæft að notast alfarið við þvagræsilyf er ljóst að hér eru miklir sparnaðarmöguleikar og mikið fé hefur farið fyrir lítið. Institut for Rationel Farmakoterapi (IRF) í Danmörku kallar þetta „Sparnaðarmöguleika með góðri samvisku“. Eggert Sigfússon Höfundur er deildarstjóri í Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti. Læknablaðið 2003/89 163

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.